Smyrjið geirvörturnar vel 17. ágúst 2012 00:01 Ráðleggingar ólympíufara Kári Steinn segir algeng mistök að fólk fjárfesti í flottum skóm rétt fyrir hlaup og keppi í tiltölulega ónotuðum skóm. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun í 29. sinn. Alls hafa 10.387 þátttakendur þegar skráð sig til leiks og þátttökumet hefur verið slegið í mörgum vegalengdum. Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson kemur hér með tíu hollráð fyrir þá sem stefna á þátttöku. 1.Borðið létta máltíð tímanlega. Kolvetnarík og létt máltíð er klárlega málið fyrir hlaup. Almennt er ekki sniðugt að borða innan við tveimur tímum fyrir hlaup og sérstaklega ekki þunga máltíð eins og kjötmeti eða mikið af mjólkurvörum. 2.Prófið skófatnaðinn. Það eru algeng mistök að fjárfesta í flottum skóm rétt fyrir hlaup og keppa í tiltölulega ónotuðum skóm. Hlaupið nokkrum sinnum í skónum fyrir keppni og verið viss um að þeir henti ykkur vel og meiði ykkur ekki. 3.Hitið vel upp. Það kemur bæði í veg fyrir meiðsli og bætir árangur í hlaupinu. Eins getur verið gott að skokka sig niður eftir hlaupið til að hjálpa líkamanum að vinna fyrr úr þreytunni. 4.Klæðið ykkur eftir veðri. Það er mikilvægt að verða ekki of kalt og hlaupa með kalda og stífa vöðva. 5.Smyrjið staði sem gætu nuddast. Í lengri hlaupum myndast núningur í langan tíma á ýmsum stöðum. Það er hægt að koma í veg fyrir mikil óþægindi með því að smyrja þessa staði með vaselíni eða álíka efnum. Hugið að stöðum eins og innanverðum lærum, undir handarkrikanum og strákar, passið að smyrja geirvörturnar, sérstaklega ef kalt er í veðri. 6.Drekkið nóg af vökva. Þeir sem eru að hlaupa maraþon þurfa að drekka vel allt hlaupið, ekki bara þegar þeir eru orðnir þyrstir. Ekki gleyma að drekka vel eftir hlaupið líka. 7.Hlaupið af stað á skynsömum hraða. Það er auðvelt að æsast upp í hamaganginum og fara alltof hratt af stað en það er ekki gaman að vera eins og sprungin blaðra allt hlaupið. Það er nægur tími til að taka vel á því þegar líður á hlaupið. 8.Mætið tímanlega á staðinn. Ekki eyða orku í óþarfa stress fyrir hlaup. Upphitun, klósettferðir og fleira tekur allt sinn tíma svo mætið tímanlega á staðinn og takið því rólega. 9.Takið vel á því. Það tapar enginn á því, árangurinn verður betri og vellíðan eftir hlaup enn meiri. Gleymið samt ekki að hlusta á líkamann, það er í lagi að sýna hörku í gegnum þreytu en ekki harka af ykkur í gegnum meiðsli eða mikla og óeðlilega verki. 10.Njótið og skemmtið ykkur vel. Njótið þess að geta hlaupið og það í fallegu umhverfi í stórum hópi af frábæru fólki. Góða skemmtun og gangi ykkur vel. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun í 29. sinn. Alls hafa 10.387 þátttakendur þegar skráð sig til leiks og þátttökumet hefur verið slegið í mörgum vegalengdum. Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson kemur hér með tíu hollráð fyrir þá sem stefna á þátttöku. 1.Borðið létta máltíð tímanlega. Kolvetnarík og létt máltíð er klárlega málið fyrir hlaup. Almennt er ekki sniðugt að borða innan við tveimur tímum fyrir hlaup og sérstaklega ekki þunga máltíð eins og kjötmeti eða mikið af mjólkurvörum. 2.Prófið skófatnaðinn. Það eru algeng mistök að fjárfesta í flottum skóm rétt fyrir hlaup og keppa í tiltölulega ónotuðum skóm. Hlaupið nokkrum sinnum í skónum fyrir keppni og verið viss um að þeir henti ykkur vel og meiði ykkur ekki. 3.Hitið vel upp. Það kemur bæði í veg fyrir meiðsli og bætir árangur í hlaupinu. Eins getur verið gott að skokka sig niður eftir hlaupið til að hjálpa líkamanum að vinna fyrr úr þreytunni. 4.Klæðið ykkur eftir veðri. Það er mikilvægt að verða ekki of kalt og hlaupa með kalda og stífa vöðva. 5.Smyrjið staði sem gætu nuddast. Í lengri hlaupum myndast núningur í langan tíma á ýmsum stöðum. Það er hægt að koma í veg fyrir mikil óþægindi með því að smyrja þessa staði með vaselíni eða álíka efnum. Hugið að stöðum eins og innanverðum lærum, undir handarkrikanum og strákar, passið að smyrja geirvörturnar, sérstaklega ef kalt er í veðri. 6.Drekkið nóg af vökva. Þeir sem eru að hlaupa maraþon þurfa að drekka vel allt hlaupið, ekki bara þegar þeir eru orðnir þyrstir. Ekki gleyma að drekka vel eftir hlaupið líka. 7.Hlaupið af stað á skynsömum hraða. Það er auðvelt að æsast upp í hamaganginum og fara alltof hratt af stað en það er ekki gaman að vera eins og sprungin blaðra allt hlaupið. Það er nægur tími til að taka vel á því þegar líður á hlaupið. 8.Mætið tímanlega á staðinn. Ekki eyða orku í óþarfa stress fyrir hlaup. Upphitun, klósettferðir og fleira tekur allt sinn tíma svo mætið tímanlega á staðinn og takið því rólega. 9.Takið vel á því. Það tapar enginn á því, árangurinn verður betri og vellíðan eftir hlaup enn meiri. Gleymið samt ekki að hlusta á líkamann, það er í lagi að sýna hörku í gegnum þreytu en ekki harka af ykkur í gegnum meiðsli eða mikla og óeðlilega verki. 10.Njótið og skemmtið ykkur vel. Njótið þess að geta hlaupið og það í fallegu umhverfi í stórum hópi af frábæru fólki. Góða skemmtun og gangi ykkur vel. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira