Allir með Strætó? Drengur Óla Þorsteinsson skrifar 13. ágúst 2012 06:00 Ég þakka forsvarsmanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Þorvarði Hjaltasyni, hlý orð í minn garð í frétt RÚV 1. ágúst. Þó svo ég sinni starfi mínu hjá Bílum og fólki ehf. eftir bestu getu þá get ég ekki tekið heiðurinn af því að rekstur sveitarfélaganna á áætlunarbílum eftir þjóðvegum landsins gangi ekki sem skyldi. Vissulega stöndum við í markaðssetningu, en kostnaður fyrirtækisins við hana er ekki mikið meiri en dagsvelta Strætó bs. (samkvæmt fundargerð Borgarráðs). Ekki er okkar markaðssetning heldur miðuð að því að tæla almenning úr bílum Strætó yfir í okkar eigin. Við stundum ferðaþjónustu og okkar helsta vara eru svokallaðir hringmiðar. Við förum til dæmis með hringmiðafarþega inn á atvinnusvæði útsvarsgreiðenda á Suðurlandi. Sem dæmi um hringmiða má nefna Full Circle Passport, en með honum geta ferðamenn farið í langferðabíla Sterna (og samstarfsaðila) hringinn í kringum landið, eftir þjóðvegi eitt, með eins mörgum eða fáum stoppum og neytandinn vill. Olíugjaldið sem við greiðum gengur upp í háan kostnað sem hlýst af viðhaldi vegakerfisins en stórir bílar, svo sem strætisvagnar Strætó bs. slíta yfirborði veganna hraðar en venjulegir fólksbílar. Fyrirtækið er, auk þess að greiða olíugjald, ólíkt Strætó bs., með hópferðaleyfi. Sé það ekki nóg þá erum við einnig með ferðaskipuleggjendaleyfi. Við erum sem sagt í fullum rétti í okkar markaðssetningu og höfum öll tilskilin leyfi til okkar aksturs, auk þess sem við leggjum sérstaklega til í samneysluna með olíugjaldinu. Hvers vegna hafa áætlanir Strætó í farþegaflutningum ekki gengið eftir? Kannski voru þetta ekki nægilega góðar áætlanir. Á hvaða reynslu byggði Strætó? Sennilega hefðu ráðleggingar frá Bílum og fólki ehf. verið auðsóttar enda höfum við ávallt verið miklir áhugamenn um almenningssamgöngur og fyrirtækið stendur í og hefur staðið í áætlunarakstri um árabil auk þess sem innan fyrirtækisins starfar hópur karla og kvenna sem mörg hver hafa áratuga reynslu af rekstri sem þeim er Samband sunnlenskra sveitarfélaga telur útsvarstekjum sínum best borgið í að sinna. Mínar ráðleggingar eru fyrst og fremst þessar; a) miðið áætlanir við þarfir farþeganna, ekki við þarfir fyrirtækisins, b) hafið áætlanatöflur aðgengilegar og læsilegar, bæði á stoppistöðvum og á heimasíðunni, c) starfsfólk þarf að tileinka sér þjónustuviðmót og hjálpa viðskiptavinum í hvívetna eftir bestu getu, d) stundið samkeppni þar sem hana er að finna en ekki ímyndaða líkt og Strætó telur sig verða fyrir af okkar hálfu í Landeyjahöfn. Við keyrum ekki þangað nema með erlenda dagsferðafarþega í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Eyjum. Samkeppnin er hins vegar við önnur samgönguform. Rangt er einnig að við leggjum fyrr af stað en Strætó. Við förum ekki á fætur fyrr en um klukkan sjö á morgnana og missum af Strætó fyrir vikið, líkt og ég ímynda mér að sé raunin með marga mögulega viðskiptavini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég þakka forsvarsmanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Þorvarði Hjaltasyni, hlý orð í minn garð í frétt RÚV 1. ágúst. Þó svo ég sinni starfi mínu hjá Bílum og fólki ehf. eftir bestu getu þá get ég ekki tekið heiðurinn af því að rekstur sveitarfélaganna á áætlunarbílum eftir þjóðvegum landsins gangi ekki sem skyldi. Vissulega stöndum við í markaðssetningu, en kostnaður fyrirtækisins við hana er ekki mikið meiri en dagsvelta Strætó bs. (samkvæmt fundargerð Borgarráðs). Ekki er okkar markaðssetning heldur miðuð að því að tæla almenning úr bílum Strætó yfir í okkar eigin. Við stundum ferðaþjónustu og okkar helsta vara eru svokallaðir hringmiðar. Við förum til dæmis með hringmiðafarþega inn á atvinnusvæði útsvarsgreiðenda á Suðurlandi. Sem dæmi um hringmiða má nefna Full Circle Passport, en með honum geta ferðamenn farið í langferðabíla Sterna (og samstarfsaðila) hringinn í kringum landið, eftir þjóðvegi eitt, með eins mörgum eða fáum stoppum og neytandinn vill. Olíugjaldið sem við greiðum gengur upp í háan kostnað sem hlýst af viðhaldi vegakerfisins en stórir bílar, svo sem strætisvagnar Strætó bs. slíta yfirborði veganna hraðar en venjulegir fólksbílar. Fyrirtækið er, auk þess að greiða olíugjald, ólíkt Strætó bs., með hópferðaleyfi. Sé það ekki nóg þá erum við einnig með ferðaskipuleggjendaleyfi. Við erum sem sagt í fullum rétti í okkar markaðssetningu og höfum öll tilskilin leyfi til okkar aksturs, auk þess sem við leggjum sérstaklega til í samneysluna með olíugjaldinu. Hvers vegna hafa áætlanir Strætó í farþegaflutningum ekki gengið eftir? Kannski voru þetta ekki nægilega góðar áætlanir. Á hvaða reynslu byggði Strætó? Sennilega hefðu ráðleggingar frá Bílum og fólki ehf. verið auðsóttar enda höfum við ávallt verið miklir áhugamenn um almenningssamgöngur og fyrirtækið stendur í og hefur staðið í áætlunarakstri um árabil auk þess sem innan fyrirtækisins starfar hópur karla og kvenna sem mörg hver hafa áratuga reynslu af rekstri sem þeim er Samband sunnlenskra sveitarfélaga telur útsvarstekjum sínum best borgið í að sinna. Mínar ráðleggingar eru fyrst og fremst þessar; a) miðið áætlanir við þarfir farþeganna, ekki við þarfir fyrirtækisins, b) hafið áætlanatöflur aðgengilegar og læsilegar, bæði á stoppistöðvum og á heimasíðunni, c) starfsfólk þarf að tileinka sér þjónustuviðmót og hjálpa viðskiptavinum í hvívetna eftir bestu getu, d) stundið samkeppni þar sem hana er að finna en ekki ímyndaða líkt og Strætó telur sig verða fyrir af okkar hálfu í Landeyjahöfn. Við keyrum ekki þangað nema með erlenda dagsferðafarþega í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Eyjum. Samkeppnin er hins vegar við önnur samgönguform. Rangt er einnig að við leggjum fyrr af stað en Strætó. Við förum ekki á fætur fyrr en um klukkan sjö á morgnana og missum af Strætó fyrir vikið, líkt og ég ímynda mér að sé raunin með marga mögulega viðskiptavini.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar