
Áætlanir um Hörpu – svar til Hjörleifs Stefánssonar arkitekts
Í útboðslýsingu á sínum tíma var í fyrsta umgangi möguleiki á að gera grein fyrir tveimur stærðum á aðalsal, 1500 sæti eða 1800 sæti. Fyrir valinu varð stærri salur og virðist HS telja að sú stækkun hafi verið ein aðal ástæðan fyrir stækkun hússins, en staðreynd er að stækkun salarins er aðeins brot af þeirri heildarstækkun sem varð á húsinu í ferlinu. Þau atriði sem Austurhöfn ákvað og höfðu áhrif á stækkun voru annars vegar að bæta við fjórða salnum, Kaldalóni og hins vegar þessi stækkun aðalsalar. Miðað við þær móttökur sem húsið hefir fengið og mikla notkun fyrir tónlist af ýmsum toga er það enn bjargföst trú okkar að þessi ákvörðun hafi verið rétt. Svipað má segja um Kaldalón, þó ekki sé hægt að dæma um það fyrr en nýting komandi ára kemur í ljós.
Aðalstækkun hússins var ákvörðun Portusar fyrir hrun. Annars vegar stærra sýningarrými, tveir veitingastaðir, verslanir og sérstök fundarherbergi sem voru strax tilgreind í tilboði. Hins vegar ný rými m.a. fyrir skrifstofur o.fl. sem ekki höfðu tilgreinda nýtingu í upphaflegum áætlunum. Þessi rými gerðu mögulegt að bæta Óperunni við sem föstum leigjanda í húsinu. Um þetta má deila en allt lá það fyrir fyrir hrun. Þess má þó geta að flest svipuð tónlistarhús eru bara opin rétt á meðan á tónleikum stendur, en hér er alltaf opið, sem er jákvætt, en kostar auðvitað sitt í rekstri.
Þessa sömu stækkun aðalsalar tengir HS svo við hugmyndir núverandi stjórnenda Hörpu um hækkun á leigu Sinfóníuhljómsveitar og Íslensku óperunnar. Undirritaður telur að unnt sé að benda á nokkrar breyttar forsendur sem geta réttlætt að hækka leigu þessara aðila lítilsháttar. Hvorki í þeim hugleiðingum sem settar hafa verið fram um þetta efni, né í neinum öðrum gögnum hefur þetta atriði verið nefnt og á það ekki með neinum hætti að geta haft áhrif á niðurstöðu þessa máls.
Loks ásakar HS Austurhöfn um að hafa vísvitandi vanáætlað fasteignagjöld og almennt hafi menn séð fyrir að reksturinn gæti ekki gengið upp fjárhagslega en skellt við því skollaeyrum. Alveg frá byrjun þessa verkefnis hefur það legið fyrir að fasteignamat skuli endurspegla markaðsvirði og vera metið út frá rekstrarafkomu, þannig litum við á málið. Ráðgjafar Portusar eru á sama máli. Það er því ekkert sjálfgefið, eins og Hjörleifur telur vera sjálfsagt, að matið taki mið af stofnkostnaði. Í okkar tilfelli er svo hluti stofnkostnaðar tilkominn fyrir hrun sem almannasjóðir munu aldrei borga. Við töldum við yfirtöku að markaðsvirði verksins eins og það stóð væri núll, enginn myndi kaupa á þeim tíma og því bæri fyrst og fremst að líta á kostnað eftir hrun.
Til að taka dæmi til samanburðar þá liggur fyrir samkvæmt opinberum tölum að Óperan í Kaupmannahöfn sem er skráð 29.500 m² að stærð, hafi kostað 2,5 milljarða danskra króna, en fasteignamat 2011 er 14,6 milljarða danskra króna eða um 58% af stofnkostnaði. Fasteignagjald á m² í þessu húsi er það sama og Hörpu er nú ætlað að greiða. Bella Center sem er 137.000 m² að stærð greiðir það sama í fasteignaskatt og Hörpu er nú ætlað að gera. Aarhus Koncerthus sem er 35.000 m² að stærð og að ýmsu sambærilegt við Hörpu greiðir 44 milljónir íslenskra króna í fasteignagjöld á ári, en Hörpu er gert að greiða 326 milljónir króna og yfirtökuáætlunin gerði ráð fyrir 180 milljónum á ári.
Ég tel því að okkar áætlanir hafi verið eðlilegar hvað þetta atriði snertir. Það skal tekið fram að stjórn Austurhafnar hefur ekki fjallað ítarlega um fasteignaskattinn og ekki gert neinar ályktanir þar um, framanskráð eru mínar skoðanir.
Mér þykir ásakanir HS um mat stjórnenda á rekstrarafkomu ansi þungar og ómaklegar. Upphaflegar áætlanir voru unnar af ýmsum aðkeyptum ráðgjöfum og voru vandlega unnar. Þegar kom að því að meta viðskiptaáætlanir bjóðendanna voru fengin tvö íslensk ráðgjafarfyrirtæki sem gáfu umsagnir um viðskiptaáætlanirnar. Viðhöfn átti í vissum erfiðleikum við að ná endum saman ekkert síður varðandi stofnkostnað heldur en rekstur eins og HS minnist á núna. Frá upphafi var ætlað að hafa ráðstefnur og aðstöðu fyrir þær í húsinu og töldu menn að það væri til bóta til lengri tíma litið. Ég tek eftir því í viðtali við HS að hann virðist ekki ánægður með ráðstefnuaðstöðuna. Hvort sú ákvörðun var rétt eða ekki skal ég ekkert fullyrða um en hún var hluti af forsendum samnings ríkis og borgar um verkefnið. Hvað sem um gæði og framsýni upphaflegra áætlana má segja vil ég fullyrða að þær voru settar fram af heilindum.
Nú er best að gefa stjórnendum Hörpu tóm til að gera áætlun til nokkurra ára og láta bíða umfjöllun um einstök álitamál þangað til hún kemur fram.
Skoðun

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar