Erlent

Brynjar sleppi úr fangelsi

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, er stödd í Taílandi og miðlar málum milli taílenskra stjórnvalda og Brynjars Mettinissonar sem setið hefur í fangelsi þar í landi í fjórtán mánuði.

Máli Brynjars var vísað frá á fyrsta dómstigi þann 31. júlí en hann situr inni þar til ákvörðun um áfrýjun málsins hefur verið tekin af saksóknara.

„Töluverður hluti okkar vinnu fer í að sinna hagsmunum íslenskra ríkisborgara," segir Kristín sem tímasetti embættisferð sína til Bangkok núna þegar hugsanlega er hægt að hafa áhrif á framvindu málsins. Markmiðið sé að ná honum úr fangelsi. „Enda hefur málinu verið vísað frá og því eru áhöld um það hvort taílensk yfirvöld haldi honum í fangelsi með réttu," segir Kristín.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×