Aðild Íslands að ESB – Hagstæð eða óhagstæð fyrir neytendur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 7. ágúst 2012 11:00 Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun