Þörf er á skipulagsbreytingu í heilsugæslu Eyjólfur Guðmundsson skrifar 20. júlí 2012 06:00 Fjöldi einstaklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur engan fastan heimilislækni og fer því á mis við lögboðna grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Allir fastráðnir heimilislæknar eru með fullskráð samlög en auk þess eiga sömu læknar að sinna einstaklingum í umdæmum heilsugæslustöðvanna sem eru án heimilislæknis. Álag og starfsaðstaða heimilislækna er því óboðleg sem hefur endurspeglast í uppsögnum og ekki fást lengur sérfræðingar í heimilislækningum til starfa í auglýstar stöður. Bið eftir tíma hjá heimilislækni er óásættanlega langur en rétt er að taka fram að þjónustu Læknavaktarinnar er ekki hægt að bera saman við alhliða starfsemi heilsugæslustöðva. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, en veikburða heilsugæsla dregur úr þjónustustýringu og er því kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Mikilvægi heilsugæslu liggur í góðri yfirsýn yfir heilsufar sjúklinga sem auðveldar forvarnir, greiningu og meðferð langvinnra sjúkdóma, einkum lífsstílssjúkdóma en þess misskilnings gætir oft og ekki síst meðal ráðamanna að heilsugæslan sinni minniháttar veikindum hjá annars frísku fólki. Rannsóknir hafa sýnt að heilsugæsla mönnuð sérfræðingum í heimilislækningum getur leyst úr vanda allt að 90% þeirra sem til hennar leita og er því aðeins í undantekningartilfellum þörf á dýrari sérfræði- eða sjúkrahúsþjónustu. Til að auðvelda þjónustustýringu innan heilbrigðiskerfisins þurfa stjórnvöld með markvissari hætti að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Hingað til hafa stjórnvöld ekki beitt sér með skipulegum hætti til að svo geti orðið. Taka verður pólitíska ákvörðun um að efla heilsugæsluna en um það er reyndar ákvæði í núverandi stjórnarsáttmála. Undanfarið hefur borið á því að sjúklingar leiti á bráðamóttökur sjúkrahúsanna vegna oft á tíðum minniháttar veikinda. Af þessum vanda dró velferðarráðherra alrangar ályktanir í nýlegu viðtali og viðraði óraunhæfar hugmyndir um að auka enn frekar afköst heilsugæslunnar en þar fá sjúklingar ekki afgreiðslu eins og lækningaforstjóri benti réttilega á vegna læknaskorts. Heilsugæslan þarf án tafar skipulagsbreytingar sem norræna velferðarstjórnin og velferðarráðuneytið á að hafa frumkvæði að. Skapa þarf öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu með því að gera öllum landsmönnum kleift að skrá sig hjá heimilislækni og tryggja um leið jafnan rétt þegnanna til persónulegrar læknisþjónustu. Vel starfandi heilsugæsla er gríðarlega mikilvæg til að skapa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, fötlun eða félagslegri stöðu og er því grunnurinn að markvissri lýðheilsu. Í byrjun árs 2010 var tekið upp í Svíþjóð fyrirkomulag í heilbrigðisþjónustu sem nefnt hefur verið þjónustuval eða „vårdval” en markmiðið er að tryggja sjúklingum öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu. Einstaklingum er nú frjálst að velja sér heimilislækni en það er á ábyrgð stjórnvalda að skipuleggja þjónustuna og sjá til þess að slíkt val sé mögulegt. Í fyrirkomulaginu felst að ríkið greiðir fyrir þjónustu heilsugæslu óháð rekstrarformi en rekstrarfé fylgir notanda þjónustunnar. Fjölbreytni í rekstrarformum í heilsugæslu eykur áhuga lækna á heimilislækningum og skapar um leið eðlilegri starfsskilyrði og samkeppnisstöðu gagnvart öðrum þjónustustigum innan heilbrigðiskerfisins. Einnig er í Svíþjóð starfrækt öflug símaráðgjöf á landsvísu allan sólarhringinn mönnuð fagfólki sem leiðbeinir um þjónustu ef veikindi koma upp. Slíka símaþjónustu vantar sárlega á Íslandi. Af reynslu minni í starfi heimilislæknis bæði í Svíþjóð og á Íslandi get ég staðfest að starfsaðstaða er betri og skipulag heilsugæslu markvissara í Svíþjóð. Af hverju vefst fyrir stjórnmálamönnum á Íslandi að byggja upp heilsugæsluna? Ekki vefst fyrir þeim að samþykkja milljarða í hátæknisjúkrahús. Einungis brot af kostnaði við hátæknisjúkrahús færi í að koma heilsugæslunni á réttan kjöl og arður fjárfestingarinnar yrði ríkulegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Fjöldi einstaklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur engan fastan heimilislækni og fer því á mis við lögboðna grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Allir fastráðnir heimilislæknar eru með fullskráð samlög en auk þess eiga sömu læknar að sinna einstaklingum í umdæmum heilsugæslustöðvanna sem eru án heimilislæknis. Álag og starfsaðstaða heimilislækna er því óboðleg sem hefur endurspeglast í uppsögnum og ekki fást lengur sérfræðingar í heimilislækningum til starfa í auglýstar stöður. Bið eftir tíma hjá heimilislækni er óásættanlega langur en rétt er að taka fram að þjónustu Læknavaktarinnar er ekki hægt að bera saman við alhliða starfsemi heilsugæslustöðva. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, en veikburða heilsugæsla dregur úr þjónustustýringu og er því kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Mikilvægi heilsugæslu liggur í góðri yfirsýn yfir heilsufar sjúklinga sem auðveldar forvarnir, greiningu og meðferð langvinnra sjúkdóma, einkum lífsstílssjúkdóma en þess misskilnings gætir oft og ekki síst meðal ráðamanna að heilsugæslan sinni minniháttar veikindum hjá annars frísku fólki. Rannsóknir hafa sýnt að heilsugæsla mönnuð sérfræðingum í heimilislækningum getur leyst úr vanda allt að 90% þeirra sem til hennar leita og er því aðeins í undantekningartilfellum þörf á dýrari sérfræði- eða sjúkrahúsþjónustu. Til að auðvelda þjónustustýringu innan heilbrigðiskerfisins þurfa stjórnvöld með markvissari hætti að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Hingað til hafa stjórnvöld ekki beitt sér með skipulegum hætti til að svo geti orðið. Taka verður pólitíska ákvörðun um að efla heilsugæsluna en um það er reyndar ákvæði í núverandi stjórnarsáttmála. Undanfarið hefur borið á því að sjúklingar leiti á bráðamóttökur sjúkrahúsanna vegna oft á tíðum minniháttar veikinda. Af þessum vanda dró velferðarráðherra alrangar ályktanir í nýlegu viðtali og viðraði óraunhæfar hugmyndir um að auka enn frekar afköst heilsugæslunnar en þar fá sjúklingar ekki afgreiðslu eins og lækningaforstjóri benti réttilega á vegna læknaskorts. Heilsugæslan þarf án tafar skipulagsbreytingar sem norræna velferðarstjórnin og velferðarráðuneytið á að hafa frumkvæði að. Skapa þarf öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu með því að gera öllum landsmönnum kleift að skrá sig hjá heimilislækni og tryggja um leið jafnan rétt þegnanna til persónulegrar læknisþjónustu. Vel starfandi heilsugæsla er gríðarlega mikilvæg til að skapa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, fötlun eða félagslegri stöðu og er því grunnurinn að markvissri lýðheilsu. Í byrjun árs 2010 var tekið upp í Svíþjóð fyrirkomulag í heilbrigðisþjónustu sem nefnt hefur verið þjónustuval eða „vårdval” en markmiðið er að tryggja sjúklingum öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu. Einstaklingum er nú frjálst að velja sér heimilislækni en það er á ábyrgð stjórnvalda að skipuleggja þjónustuna og sjá til þess að slíkt val sé mögulegt. Í fyrirkomulaginu felst að ríkið greiðir fyrir þjónustu heilsugæslu óháð rekstrarformi en rekstrarfé fylgir notanda þjónustunnar. Fjölbreytni í rekstrarformum í heilsugæslu eykur áhuga lækna á heimilislækningum og skapar um leið eðlilegri starfsskilyrði og samkeppnisstöðu gagnvart öðrum þjónustustigum innan heilbrigðiskerfisins. Einnig er í Svíþjóð starfrækt öflug símaráðgjöf á landsvísu allan sólarhringinn mönnuð fagfólki sem leiðbeinir um þjónustu ef veikindi koma upp. Slíka símaþjónustu vantar sárlega á Íslandi. Af reynslu minni í starfi heimilislæknis bæði í Svíþjóð og á Íslandi get ég staðfest að starfsaðstaða er betri og skipulag heilsugæslu markvissara í Svíþjóð. Af hverju vefst fyrir stjórnmálamönnum á Íslandi að byggja upp heilsugæsluna? Ekki vefst fyrir þeim að samþykkja milljarða í hátæknisjúkrahús. Einungis brot af kostnaði við hátæknisjúkrahús færi í að koma heilsugæslunni á réttan kjöl og arður fjárfestingarinnar yrði ríkulegur.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun