Flestir flokkarnir boða íslamskt ríki 7. júlí 2012 02:00 Stuðningsmenn Réttlætis- og uppbyggingarflokksins, sem er flokkur Bræðralags múslima, hafa verið iðnir við að kynna stefnu sína síðustu daga.nordicphotos/AFP Líbíumenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá nýja stjórn í staðinn fyrir bráðabirgðaráðið sem stjórnað hefur landinu frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli síðasta sumar. Bráðabirgðaráðið var stofnað af andstæðingum Gaddafís strax á fyrstu vikum uppreisnarinnar. „Bráðabirgðaráðið hagar sér eins og hauslaus hani,“ segir Yassar al Bashti, einn þeirra sem bjóða sig fram til þings, en í dag ganga Líbíumenn til kosninga og kjósa bráðabirgðaþing sem á að stjórna þangað til ný stjórnarskrá hefur verið samin. Nýja þingið á að velja sér ríkisstjórn, en innan árs á svo stjórnlagaþing, sem enn er ókjörið, að hafa lokið við gerð nýrrar stjórnarskrár. Hátt í fjögur hundruð stjórnmálaflokkar eru í framboði, en fjórir þeirra virðast eiga mestan stuðning. Engum þeirra er spáð hreinum meirihluta á þingi þannig að niðurstaðan verður líklega sú að mynda þurfi samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka að kosningum loknum. Stjórnmálaskýrendur telja að Líbíumenn kjósi sér flokka eftir því hvort frambjóðendur þeirra eru þekktir einstaklingar, frekar en að spá mikið í hugmyndafræði flokkanna. Íbúar landsins eru langflestir múslímar. Þeir eru almennt íhaldssamir og nánast allir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að íslömsk lög eigi að gegna hlutverki í stjórnskipan landsins. Spennan í kosningunum snýst helst um það hvort vesturhluti landsins eða austurhlutinn verður ráðandi, eða hvort mönnum tekst að finna viðunandi jafnvægi þarna á milli. Höfuðborgin Trípolí er í vesturhlutanum og þar átti Gaddafí mestan stuðning, en uppreisnin hófst í austurhlutanum þar sem andstaðan við Gaddafí var sterkust. Í austurhlutanum eru einnig miklar olíulindir sem íbúarnir þar vilja ekki láta íbúa höfuðborgarinnar sitja eina að. „Við viljum ekki að Trípolí stjórni öllu landinu,“ segir Fadlallah Haroun, einn af uppreisnarforingjunum frá Benghazi, borginni í austurhluta landsins þar sem uppreisnin hófst. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Líbíumenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá nýja stjórn í staðinn fyrir bráðabirgðaráðið sem stjórnað hefur landinu frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli síðasta sumar. Bráðabirgðaráðið var stofnað af andstæðingum Gaddafís strax á fyrstu vikum uppreisnarinnar. „Bráðabirgðaráðið hagar sér eins og hauslaus hani,“ segir Yassar al Bashti, einn þeirra sem bjóða sig fram til þings, en í dag ganga Líbíumenn til kosninga og kjósa bráðabirgðaþing sem á að stjórna þangað til ný stjórnarskrá hefur verið samin. Nýja þingið á að velja sér ríkisstjórn, en innan árs á svo stjórnlagaþing, sem enn er ókjörið, að hafa lokið við gerð nýrrar stjórnarskrár. Hátt í fjögur hundruð stjórnmálaflokkar eru í framboði, en fjórir þeirra virðast eiga mestan stuðning. Engum þeirra er spáð hreinum meirihluta á þingi þannig að niðurstaðan verður líklega sú að mynda þurfi samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka að kosningum loknum. Stjórnmálaskýrendur telja að Líbíumenn kjósi sér flokka eftir því hvort frambjóðendur þeirra eru þekktir einstaklingar, frekar en að spá mikið í hugmyndafræði flokkanna. Íbúar landsins eru langflestir múslímar. Þeir eru almennt íhaldssamir og nánast allir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að íslömsk lög eigi að gegna hlutverki í stjórnskipan landsins. Spennan í kosningunum snýst helst um það hvort vesturhluti landsins eða austurhlutinn verður ráðandi, eða hvort mönnum tekst að finna viðunandi jafnvægi þarna á milli. Höfuðborgin Trípolí er í vesturhlutanum og þar átti Gaddafí mestan stuðning, en uppreisnin hófst í austurhlutanum þar sem andstaðan við Gaddafí var sterkust. Í austurhlutanum eru einnig miklar olíulindir sem íbúarnir þar vilja ekki láta íbúa höfuðborgarinnar sitja eina að. „Við viljum ekki að Trípolí stjórni öllu landinu,“ segir Fadlallah Haroun, einn af uppreisnarforingjunum frá Benghazi, borginni í austurhluta landsins þar sem uppreisnin hófst. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira