Tekjur og aðrar afkomutölur Hilmar Guðmundsson skrifar 6. júlí 2012 06:00 Þegar skoðaðar eru launatölur kemur margt skrýtið í ljós. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 193.000 fyrir 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. Á árinu 2011 voru meðaltekjur hins vegar kr. 400.000 fyrir skatt samkvæmt vef Hagstofu Íslands og miðast það við heildartekjur, það er að segja með yfirvinnu og bónus ef hann er í boði. Tekjur öryrkja sem býr með öðrum fullorðnum einstaklingi eru kr. 156.153 eftir skatt. Hér er átt við öryrkja sem hefur litlar sem engar aðrar tekjur en bætur TR. Fyrir flesta öryrkja eru örorkugreiðslur tekjur fyrir lífstíð þar sem að þeir hafa ekki möguleika á að auka sínar tekjur á neinn hátt. Fólk á atvinnumarkaði hefur fleiri möguleika á að auka sínar tekjur með betri samningum eða nýrri vinnu, en það stendur öryrkjum yfirleitt ekki til boða. Þeir hafa eingöngu þá innkomu sem ríkisstjórnin skammtar þeim þrátt fyrir lög um að bætur skuli hækka samkvæmt neysluvísitölu og/eða launavísitölu. Síðan 2008 hafa bætur ekki hækkað samkvæmt framangreindum vísitölum. Í júní á þessu ári var í fréttum að laun forsætisráðherra hefðu hækkað um kr. 257.000 síðan 2009. Og hvað með það spyrja sumir, já hvað með það? Þessi launahækkun (fyrir skatt) er ekki nema kr. 100.847 hærri en örorkubætur sem öryrki er að fá sem býr með öðrum fullorðnum. Er ekkert skrýtið við það þegar laun þeirra sem eru meðal allra lægstu hækka lítið sem ekkert á meðan laun ráðherra eru hækkuð langt umfram það sem við erum með á mánuði? Við sem erum í þeirri stöðu að þurfa að lifa á þessum bótum eigum ekki verkfallsrétt eða rétt til þess að gera nokkurn hlut til þess að bæta stöðu okkar. Aðilar vinnumarkaðarins eru allt of linir að semja fyrir okkar hönd eða krefjast þess að við fáum þá lögbundnu hækkun sem við eigum að fá, hvað þá að við fengjum kr. 257.000 hækkun á mánuði, það yrði þá ljúft líf. EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar skoðaðar eru launatölur kemur margt skrýtið í ljós. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 193.000 fyrir 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki. Á árinu 2011 voru meðaltekjur hins vegar kr. 400.000 fyrir skatt samkvæmt vef Hagstofu Íslands og miðast það við heildartekjur, það er að segja með yfirvinnu og bónus ef hann er í boði. Tekjur öryrkja sem býr með öðrum fullorðnum einstaklingi eru kr. 156.153 eftir skatt. Hér er átt við öryrkja sem hefur litlar sem engar aðrar tekjur en bætur TR. Fyrir flesta öryrkja eru örorkugreiðslur tekjur fyrir lífstíð þar sem að þeir hafa ekki möguleika á að auka sínar tekjur á neinn hátt. Fólk á atvinnumarkaði hefur fleiri möguleika á að auka sínar tekjur með betri samningum eða nýrri vinnu, en það stendur öryrkjum yfirleitt ekki til boða. Þeir hafa eingöngu þá innkomu sem ríkisstjórnin skammtar þeim þrátt fyrir lög um að bætur skuli hækka samkvæmt neysluvísitölu og/eða launavísitölu. Síðan 2008 hafa bætur ekki hækkað samkvæmt framangreindum vísitölum. Í júní á þessu ári var í fréttum að laun forsætisráðherra hefðu hækkað um kr. 257.000 síðan 2009. Og hvað með það spyrja sumir, já hvað með það? Þessi launahækkun (fyrir skatt) er ekki nema kr. 100.847 hærri en örorkubætur sem öryrki er að fá sem býr með öðrum fullorðnum. Er ekkert skrýtið við það þegar laun þeirra sem eru meðal allra lægstu hækka lítið sem ekkert á meðan laun ráðherra eru hækkuð langt umfram það sem við erum með á mánuði? Við sem erum í þeirri stöðu að þurfa að lifa á þessum bótum eigum ekki verkfallsrétt eða rétt til þess að gera nokkurn hlut til þess að bæta stöðu okkar. Aðilar vinnumarkaðarins eru allt of linir að semja fyrir okkar hönd eða krefjast þess að við fáum þá lögbundnu hækkun sem við eigum að fá, hvað þá að við fengjum kr. 257.000 hækkun á mánuði, það yrði þá ljúft líf. EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar