Lífið

Hann á afmæli í dag

Til hamingju með daginn, Tom.
Til hamingju með daginn, Tom.
Tom Cruise er fimmtugur í dag, en hann hefur eflaust oft verið kátari á afmælisdaginn. Katie Holmes, eiginkona hans, sótti um skilnað á dögunum, skömmu eftir að hún hitti hann hér á landi.

Til stóð að Tom Cruise myndi halda upp á afmælið sitt hér á landi í dag, en óvíst er hvort áformin standi, í ljósi nýjustu frétta. Connor, sonur Toms Cruise og Nicole Kidman, ferðaðist með föður sínum um landið í síðustu viku og nú hefur Isabella, systir hans, slegist í för. Eins og Connor er Isabella dugleg við að skrásetja ferðalagið á vefnum og virðist hafa ferðast víða. -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.