Semja tónlist fyrir Óskarsverðlaunahafa 29. júní 2012 09:00 Dóettinn Lady & Bird semja tónlistina við heimildamyndina Once Upon a Forest frá Bonne Pioche og Luc Jacquet en þeir unnu Óskarinn fyrir myndina March of the Penquins árið 2005. „Þetta er heilmikið og spennandi verkefni,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður en sveit hans og söngkonunnar Keren Ann, Lady & Bird, mun semja tónlistina við nýja heimildarmynd Frakkans Luc Jacquet, Once Upon a Forest. Jacquet er hvað frægastur fyrir heimildamyndina March of the Penguins sem hlaut meðal annars Óskarinn árið 2005 í flokki heimildarmynda. Tökur á nýju myndinni eru hafnar, en hún fjallar um vistkerfi regnskóganna. „Framleiðslufyrirtækið hafði samband við okkur fyrir tveimur mánuðum síðan og bað okkur um þetta. Luc hafði þá heyrt klassíska píanótónlist sem ég gaf út á netinu í Frakklandi í fyrra sem leiddi hann áfram að Lady & Bird,“ segir Barði sem fékk að lesa handritið og heillaðist um leið. „Þetta er heimildarmynd um regnskóga en eins og hann er þekktur fyrir verður þessi heimildarmynd með ákveðinni sögu.“ Myndin verður frumsýnd haustið 2013 en henni er dreift af Disneynature. Barði á von að hann og Keren Ann hefjist handa við að semja í haust en þar sem myndin er í fullri lengd er því um mikla vinnu að ræða. Barði hefur undanfarið fengist mikið við kvikmyndatónlist og segir það ágætis jafnvægi við popptónlistina. „Ég hef rosalega gaman af því og fæ ákveðna útrás í þeirri vinnu,“ segir Barði en nóg er að gera hjá honum þessa dagana. Hann er að semja tónlist við sjónvarpsþættina Pressu 3 og heimildarmynd um tónlistarhúsið Hörpu. Svo er von á nýrri EP-plötu með Lady & Bird með haustinu. - áp Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Þetta er heilmikið og spennandi verkefni,“ segir Barði Jóhannsson tónlistarmaður en sveit hans og söngkonunnar Keren Ann, Lady & Bird, mun semja tónlistina við nýja heimildarmynd Frakkans Luc Jacquet, Once Upon a Forest. Jacquet er hvað frægastur fyrir heimildamyndina March of the Penguins sem hlaut meðal annars Óskarinn árið 2005 í flokki heimildarmynda. Tökur á nýju myndinni eru hafnar, en hún fjallar um vistkerfi regnskóganna. „Framleiðslufyrirtækið hafði samband við okkur fyrir tveimur mánuðum síðan og bað okkur um þetta. Luc hafði þá heyrt klassíska píanótónlist sem ég gaf út á netinu í Frakklandi í fyrra sem leiddi hann áfram að Lady & Bird,“ segir Barði sem fékk að lesa handritið og heillaðist um leið. „Þetta er heimildarmynd um regnskóga en eins og hann er þekktur fyrir verður þessi heimildarmynd með ákveðinni sögu.“ Myndin verður frumsýnd haustið 2013 en henni er dreift af Disneynature. Barði á von að hann og Keren Ann hefjist handa við að semja í haust en þar sem myndin er í fullri lengd er því um mikla vinnu að ræða. Barði hefur undanfarið fengist mikið við kvikmyndatónlist og segir það ágætis jafnvægi við popptónlistina. „Ég hef rosalega gaman af því og fæ ákveðna útrás í þeirri vinnu,“ segir Barði en nóg er að gera hjá honum þessa dagana. Hann er að semja tónlist við sjónvarpsþættina Pressu 3 og heimildarmynd um tónlistarhúsið Hörpu. Svo er von á nýrri EP-plötu með Lady & Bird með haustinu. - áp
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira