Stíga fram eftir að hafa logið í opið geð vina sinna 27. júní 2012 09:00 Björn Teitsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Mynd/Anton „Þetta byrjaði strax rosalega vel en það var vísvitandi ákvörðun hjá okkur að halda okkur, höfundunum, leyndum," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson en hann og vinur hans Björn Teitsson eru mennirnir á bak við síðuna Gulir miðar (úr gleðibankanum) sem hefur notið talsverðra vinsælda undanfarið. Grínsíðan var stofnuð í lok apríl og hefur fengið stóran lesendahóp á stuttum tíma en um nokkur þúsund manns skoða síðuna daglega. Gulir miðar sérhæfir sig í bröndurum með hjálp hreyfimynda, eða svokölluðum gif-myndum, en það er síðan Whatshouldwecallme sem er fyrirmyndin. „Þetta byrjaði sem einkahúmor á milli okkar Björns og við vorum að kasta bröndurum okkar á milli. Svo ákváðum við að gera íslenska útgáfu sem hitti greinilega í mark," segir Steinþór en titill síðunnar er vísun í hið fræga Eurovision-lag Gleðibankann. „Við viljum að fólk hætti að hafa áhyggjur af gulu miðunum í ávísanaheftinu, sem á þeim tíma sýndi hversu mikið maður skuldaði, og hafi gaman að lífinu. Hætti að fá „djammviskubit" og muni að djamm er snilld. þetta er náttúrulega bara iðnaður." Hreyfimyndirnar nálgast félagarnir á netinu og setja í samhengi við allskyns húmor. Steinþór segir ferlið sérstaklega einfalt sé maður bæði hugmyndaríkur og fyndinn. Höfundarnir hafa einnig reynt að hafa færslur sínar í takt við tíðarandann. „Á prófatímabilinu í vor vorum við með margar færslur tengdar því og svo núna erum við búnir að vera svolítið að atast í forsetakosningunum." Steinþór er hræddur um að ansi margir af hans nánustu vinum eigi eftir að verða fúlir út í þá núna. „Við erum búnir að ljúga upp í opið geðið á mörgum sem hafa ítrekað spurt hvort við værum höfundar síðunnar. Það var hins vegar mjög meðvituð ákvörðun að halda okkur leyndum til að byrja með og geta þá haft frítt spil til að ögra með gríninu. Við vorum vísvitandi að villa á okkur heimildir, setja okkur inn í hugarheim kvenna sem var fróðlegt enda erum við báðir stoltir femínistar." En af hverju vilja þeir uppljóstra leyndarmálinu núna? „Við erum bara sáttir með viðtökurnar og játum okkur eiginlega sigraða. Það hafa nokkrar íslenskar síður sprottið upp í kjölfarið og ber þar hæst síðan The Berglind Festival, sem er mjög góð. Framtíð síðunnar er óskrifað blað en ýmsar hugmyndir hafa komið upp. Kannski hættum við bara eða búum til uppistand byggt á hreyfimyndum. Að okkar mati væri hins vegar menningartengdur sjónvarpsþáttur mjög gott framhald á vinsældum síðunnar." Slóðin á síðu þeirra félaga er gulirmidarurgledibankanum.tumblr.com. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Sjá meira
„Þetta byrjaði strax rosalega vel en það var vísvitandi ákvörðun hjá okkur að halda okkur, höfundunum, leyndum," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson en hann og vinur hans Björn Teitsson eru mennirnir á bak við síðuna Gulir miðar (úr gleðibankanum) sem hefur notið talsverðra vinsælda undanfarið. Grínsíðan var stofnuð í lok apríl og hefur fengið stóran lesendahóp á stuttum tíma en um nokkur þúsund manns skoða síðuna daglega. Gulir miðar sérhæfir sig í bröndurum með hjálp hreyfimynda, eða svokölluðum gif-myndum, en það er síðan Whatshouldwecallme sem er fyrirmyndin. „Þetta byrjaði sem einkahúmor á milli okkar Björns og við vorum að kasta bröndurum okkar á milli. Svo ákváðum við að gera íslenska útgáfu sem hitti greinilega í mark," segir Steinþór en titill síðunnar er vísun í hið fræga Eurovision-lag Gleðibankann. „Við viljum að fólk hætti að hafa áhyggjur af gulu miðunum í ávísanaheftinu, sem á þeim tíma sýndi hversu mikið maður skuldaði, og hafi gaman að lífinu. Hætti að fá „djammviskubit" og muni að djamm er snilld. þetta er náttúrulega bara iðnaður." Hreyfimyndirnar nálgast félagarnir á netinu og setja í samhengi við allskyns húmor. Steinþór segir ferlið sérstaklega einfalt sé maður bæði hugmyndaríkur og fyndinn. Höfundarnir hafa einnig reynt að hafa færslur sínar í takt við tíðarandann. „Á prófatímabilinu í vor vorum við með margar færslur tengdar því og svo núna erum við búnir að vera svolítið að atast í forsetakosningunum." Steinþór er hræddur um að ansi margir af hans nánustu vinum eigi eftir að verða fúlir út í þá núna. „Við erum búnir að ljúga upp í opið geðið á mörgum sem hafa ítrekað spurt hvort við værum höfundar síðunnar. Það var hins vegar mjög meðvituð ákvörðun að halda okkur leyndum til að byrja með og geta þá haft frítt spil til að ögra með gríninu. Við vorum vísvitandi að villa á okkur heimildir, setja okkur inn í hugarheim kvenna sem var fróðlegt enda erum við báðir stoltir femínistar." En af hverju vilja þeir uppljóstra leyndarmálinu núna? „Við erum bara sáttir með viðtökurnar og játum okkur eiginlega sigraða. Það hafa nokkrar íslenskar síður sprottið upp í kjölfarið og ber þar hæst síðan The Berglind Festival, sem er mjög góð. Framtíð síðunnar er óskrifað blað en ýmsar hugmyndir hafa komið upp. Kannski hættum við bara eða búum til uppistand byggt á hreyfimyndum. Að okkar mati væri hins vegar menningartengdur sjónvarpsþáttur mjög gott framhald á vinsældum síðunnar." Slóðin á síðu þeirra félaga er gulirmidarurgledibankanum.tumblr.com. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Sjá meira