Gras! Gras! Samtakamáttur foreldra skiptir máli í forvörnum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 26. júní 2012 10:00 Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum 26. júní fyrir tveimur árum, hófst hér á landi átak til að vekja athygli foreldra á kannabisvandanum. Fyrir átakinu stendur samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við 20 félagasamtök. Haldin hafa verið málþing í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Bara gras?“ og er markmiðið að fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabis sem alls ekki er „bara gras“. Á fundunum er farið yfir skaðsemi og einkenni neyslunnar og bent á mikilvægi foreldra í forvörnum. Afstaða foreldra og samstaða þeirra skiptir verulegu máli. Til að foreldrar geti tekið afstöðu og verndað börn sín þurfa þeir að vera vel upplýstir og veita börnum sínum og athöfnum þeirra athygli. Foreldrar þurfa að vera vakandi og vernda börn sín og vinna sameiginlega gegn þeim vágesti sem flæðir nú yfir landið og fellir unga fólkið í heim dróma. Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum sem er í dag, 26. júní, er vert að líta sér nær, því á undanförnum misserum höfum við fengið fréttir af aukinni kannabisframleiðslu hér á landi. Kannabis er samheiti yfir öll efni sem koma af kannabisplötunni (cannabis sativa); hass, hassolía og marijúana sem virðist í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Tilkynningar frá lögreglunni um aukna ræktun á kannabis ætti að vekja fólk til umhugsunar um hverjir það eru sem eru að neyta fíkniefnisins, hvernig neyslan er fjármögnuð og hvar og hvernig sala og markaðssókn fer fram. Söluklækir felast m.a. í því að koma inn ranghugmyndum hjá fólki um að hér sé um einstaka náttúruafurð að ræða, nánast skaðlausa og notaða í lækningaskyni. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um tíma hafi kannabisræktun verið gerð upptæk nær daglega og á höfuðborgarsvæðinu einu komi upp um fjögur hundruð mál á ári. Nýleg dæmi sýna að ræktunin hefur færst inn í íbúðir í fjölbýlishúsum og inn á heimili þar sem börn eru. Ýmsar breytingar hafa orðið á framleiðslunni síðustu ár og eru nú sterkari efni í umferð. Mönnum hefur tekist að rækta kannabisplöntuna þannig að THC-gildið (tetrahýdrókannabínól) verður hærra sem skapar dópsölum sterka stöðu á fíkniefnamarkaðnum og ræktendur taka mikla áhættu með dollaramerki í augunum. Þakkarvert er hvernig lögreglan upplýsir okkur um hætturnar. Mikilvægt er að foreldrar bregðist við skilaboðum um stöðu mála og ræði málið við börn sín því afstaða foreldra til neyslu kannabisefna skiptir máli. Ungmenni eru oft uppfull af ranghugmyndum um kannabis sem m.a. er að finna á netinu og þau eiga greiðan aðgang að. Þessar upplýsingar líta þau jafnvel á sem heilagan sannleika sem getur gert foreldrum erfitt fyrir í rökræðum um skaðsemi þessara efna og hvað ber að varast þegar sölumenn sækja að unga fólkinu. Það er erfið reynsla að horfa á eftir efnilegu ungu fólki í gin fíkniefnanna sem erfitt getur verið fyrir þá sem ekki þekkja til að sjá og greina. Unga fólkið þarf stuðning foreldranna til að verjast útsmoginni sölumennsku og þeim hópþrýstingi sem salan þrífst á. Allir sem standa vörð um hag og velferð barna og ungmenna þurfa að láta málið til sín taka og er þakkarvert að þeir sem standa að vinnuskólum fyrir unglinga skuli taka forvarnarfræðsluna um borð. Mikilvægi fræðslu og upplýsinga verður seint ofmetið. Foreldrar standa oft uppi grandalausir þegar upp kemst um neyslu hjá unglingnum eða í nánasta vinahópi hans. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar ræði málið við börn sín, þekki einkenni á neyslunni og viti hvernig þeir geta brugðist við. Það hefur sýnt sig að samtakamáttur foreldra er góð forvörn, að þeir séu vel upplýstir, tali saman og eigi samstarf. Að foreldrar efli tengslanet sitt og ræði saman ef eitthvað kemur upp á er eitthvað sem getur skipt sköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum 26. júní fyrir tveimur árum, hófst hér á landi átak til að vekja athygli foreldra á kannabisvandanum. Fyrir átakinu stendur samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við 20 félagasamtök. Haldin hafa verið málþing í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Bara gras?“ og er markmiðið að fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabis sem alls ekki er „bara gras“. Á fundunum er farið yfir skaðsemi og einkenni neyslunnar og bent á mikilvægi foreldra í forvörnum. Afstaða foreldra og samstaða þeirra skiptir verulegu máli. Til að foreldrar geti tekið afstöðu og verndað börn sín þurfa þeir að vera vel upplýstir og veita börnum sínum og athöfnum þeirra athygli. Foreldrar þurfa að vera vakandi og vernda börn sín og vinna sameiginlega gegn þeim vágesti sem flæðir nú yfir landið og fellir unga fólkið í heim dróma. Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum sem er í dag, 26. júní, er vert að líta sér nær, því á undanförnum misserum höfum við fengið fréttir af aukinni kannabisframleiðslu hér á landi. Kannabis er samheiti yfir öll efni sem koma af kannabisplötunni (cannabis sativa); hass, hassolía og marijúana sem virðist í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Tilkynningar frá lögreglunni um aukna ræktun á kannabis ætti að vekja fólk til umhugsunar um hverjir það eru sem eru að neyta fíkniefnisins, hvernig neyslan er fjármögnuð og hvar og hvernig sala og markaðssókn fer fram. Söluklækir felast m.a. í því að koma inn ranghugmyndum hjá fólki um að hér sé um einstaka náttúruafurð að ræða, nánast skaðlausa og notaða í lækningaskyni. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um tíma hafi kannabisræktun verið gerð upptæk nær daglega og á höfuðborgarsvæðinu einu komi upp um fjögur hundruð mál á ári. Nýleg dæmi sýna að ræktunin hefur færst inn í íbúðir í fjölbýlishúsum og inn á heimili þar sem börn eru. Ýmsar breytingar hafa orðið á framleiðslunni síðustu ár og eru nú sterkari efni í umferð. Mönnum hefur tekist að rækta kannabisplöntuna þannig að THC-gildið (tetrahýdrókannabínól) verður hærra sem skapar dópsölum sterka stöðu á fíkniefnamarkaðnum og ræktendur taka mikla áhættu með dollaramerki í augunum. Þakkarvert er hvernig lögreglan upplýsir okkur um hætturnar. Mikilvægt er að foreldrar bregðist við skilaboðum um stöðu mála og ræði málið við börn sín því afstaða foreldra til neyslu kannabisefna skiptir máli. Ungmenni eru oft uppfull af ranghugmyndum um kannabis sem m.a. er að finna á netinu og þau eiga greiðan aðgang að. Þessar upplýsingar líta þau jafnvel á sem heilagan sannleika sem getur gert foreldrum erfitt fyrir í rökræðum um skaðsemi þessara efna og hvað ber að varast þegar sölumenn sækja að unga fólkinu. Það er erfið reynsla að horfa á eftir efnilegu ungu fólki í gin fíkniefnanna sem erfitt getur verið fyrir þá sem ekki þekkja til að sjá og greina. Unga fólkið þarf stuðning foreldranna til að verjast útsmoginni sölumennsku og þeim hópþrýstingi sem salan þrífst á. Allir sem standa vörð um hag og velferð barna og ungmenna þurfa að láta málið til sín taka og er þakkarvert að þeir sem standa að vinnuskólum fyrir unglinga skuli taka forvarnarfræðsluna um borð. Mikilvægi fræðslu og upplýsinga verður seint ofmetið. Foreldrar standa oft uppi grandalausir þegar upp kemst um neyslu hjá unglingnum eða í nánasta vinahópi hans. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar ræði málið við börn sín, þekki einkenni á neyslunni og viti hvernig þeir geta brugðist við. Það hefur sýnt sig að samtakamáttur foreldra er góð forvörn, að þeir séu vel upplýstir, tali saman og eigi samstarf. Að foreldrar efli tengslanet sitt og ræði saman ef eitthvað kemur upp á er eitthvað sem getur skipt sköpum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun