Gras! Gras! Samtakamáttur foreldra skiptir máli í forvörnum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 26. júní 2012 10:00 Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum 26. júní fyrir tveimur árum, hófst hér á landi átak til að vekja athygli foreldra á kannabisvandanum. Fyrir átakinu stendur samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við 20 félagasamtök. Haldin hafa verið málþing í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Bara gras?“ og er markmiðið að fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabis sem alls ekki er „bara gras“. Á fundunum er farið yfir skaðsemi og einkenni neyslunnar og bent á mikilvægi foreldra í forvörnum. Afstaða foreldra og samstaða þeirra skiptir verulegu máli. Til að foreldrar geti tekið afstöðu og verndað börn sín þurfa þeir að vera vel upplýstir og veita börnum sínum og athöfnum þeirra athygli. Foreldrar þurfa að vera vakandi og vernda börn sín og vinna sameiginlega gegn þeim vágesti sem flæðir nú yfir landið og fellir unga fólkið í heim dróma. Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum sem er í dag, 26. júní, er vert að líta sér nær, því á undanförnum misserum höfum við fengið fréttir af aukinni kannabisframleiðslu hér á landi. Kannabis er samheiti yfir öll efni sem koma af kannabisplötunni (cannabis sativa); hass, hassolía og marijúana sem virðist í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Tilkynningar frá lögreglunni um aukna ræktun á kannabis ætti að vekja fólk til umhugsunar um hverjir það eru sem eru að neyta fíkniefnisins, hvernig neyslan er fjármögnuð og hvar og hvernig sala og markaðssókn fer fram. Söluklækir felast m.a. í því að koma inn ranghugmyndum hjá fólki um að hér sé um einstaka náttúruafurð að ræða, nánast skaðlausa og notaða í lækningaskyni. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um tíma hafi kannabisræktun verið gerð upptæk nær daglega og á höfuðborgarsvæðinu einu komi upp um fjögur hundruð mál á ári. Nýleg dæmi sýna að ræktunin hefur færst inn í íbúðir í fjölbýlishúsum og inn á heimili þar sem börn eru. Ýmsar breytingar hafa orðið á framleiðslunni síðustu ár og eru nú sterkari efni í umferð. Mönnum hefur tekist að rækta kannabisplöntuna þannig að THC-gildið (tetrahýdrókannabínól) verður hærra sem skapar dópsölum sterka stöðu á fíkniefnamarkaðnum og ræktendur taka mikla áhættu með dollaramerki í augunum. Þakkarvert er hvernig lögreglan upplýsir okkur um hætturnar. Mikilvægt er að foreldrar bregðist við skilaboðum um stöðu mála og ræði málið við börn sín því afstaða foreldra til neyslu kannabisefna skiptir máli. Ungmenni eru oft uppfull af ranghugmyndum um kannabis sem m.a. er að finna á netinu og þau eiga greiðan aðgang að. Þessar upplýsingar líta þau jafnvel á sem heilagan sannleika sem getur gert foreldrum erfitt fyrir í rökræðum um skaðsemi þessara efna og hvað ber að varast þegar sölumenn sækja að unga fólkinu. Það er erfið reynsla að horfa á eftir efnilegu ungu fólki í gin fíkniefnanna sem erfitt getur verið fyrir þá sem ekki þekkja til að sjá og greina. Unga fólkið þarf stuðning foreldranna til að verjast útsmoginni sölumennsku og þeim hópþrýstingi sem salan þrífst á. Allir sem standa vörð um hag og velferð barna og ungmenna þurfa að láta málið til sín taka og er þakkarvert að þeir sem standa að vinnuskólum fyrir unglinga skuli taka forvarnarfræðsluna um borð. Mikilvægi fræðslu og upplýsinga verður seint ofmetið. Foreldrar standa oft uppi grandalausir þegar upp kemst um neyslu hjá unglingnum eða í nánasta vinahópi hans. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar ræði málið við börn sín, þekki einkenni á neyslunni og viti hvernig þeir geta brugðist við. Það hefur sýnt sig að samtakamáttur foreldra er góð forvörn, að þeir séu vel upplýstir, tali saman og eigi samstarf. Að foreldrar efli tengslanet sitt og ræði saman ef eitthvað kemur upp á er eitthvað sem getur skipt sköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum 26. júní fyrir tveimur árum, hófst hér á landi átak til að vekja athygli foreldra á kannabisvandanum. Fyrir átakinu stendur samstarfsráð um forvarnir (SAMFO) í samstarfi við 20 félagasamtök. Haldin hafa verið málþing í öllum landshlutum undir yfirskriftinni „Bara gras?“ og er markmiðið að fræða foreldra og aðra uppalendur um kannabis sem alls ekki er „bara gras“. Á fundunum er farið yfir skaðsemi og einkenni neyslunnar og bent á mikilvægi foreldra í forvörnum. Afstaða foreldra og samstaða þeirra skiptir verulegu máli. Til að foreldrar geti tekið afstöðu og verndað börn sín þurfa þeir að vera vel upplýstir og veita börnum sínum og athöfnum þeirra athygli. Foreldrar þurfa að vera vakandi og vernda börn sín og vinna sameiginlega gegn þeim vágesti sem flæðir nú yfir landið og fellir unga fólkið í heim dróma. Á degi Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum sem er í dag, 26. júní, er vert að líta sér nær, því á undanförnum misserum höfum við fengið fréttir af aukinni kannabisframleiðslu hér á landi. Kannabis er samheiti yfir öll efni sem koma af kannabisplötunni (cannabis sativa); hass, hassolía og marijúana sem virðist í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Tilkynningar frá lögreglunni um aukna ræktun á kannabis ætti að vekja fólk til umhugsunar um hverjir það eru sem eru að neyta fíkniefnisins, hvernig neyslan er fjármögnuð og hvar og hvernig sala og markaðssókn fer fram. Söluklækir felast m.a. í því að koma inn ranghugmyndum hjá fólki um að hér sé um einstaka náttúruafurð að ræða, nánast skaðlausa og notaða í lækningaskyni. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um tíma hafi kannabisræktun verið gerð upptæk nær daglega og á höfuðborgarsvæðinu einu komi upp um fjögur hundruð mál á ári. Nýleg dæmi sýna að ræktunin hefur færst inn í íbúðir í fjölbýlishúsum og inn á heimili þar sem börn eru. Ýmsar breytingar hafa orðið á framleiðslunni síðustu ár og eru nú sterkari efni í umferð. Mönnum hefur tekist að rækta kannabisplöntuna þannig að THC-gildið (tetrahýdrókannabínól) verður hærra sem skapar dópsölum sterka stöðu á fíkniefnamarkaðnum og ræktendur taka mikla áhættu með dollaramerki í augunum. Þakkarvert er hvernig lögreglan upplýsir okkur um hætturnar. Mikilvægt er að foreldrar bregðist við skilaboðum um stöðu mála og ræði málið við börn sín því afstaða foreldra til neyslu kannabisefna skiptir máli. Ungmenni eru oft uppfull af ranghugmyndum um kannabis sem m.a. er að finna á netinu og þau eiga greiðan aðgang að. Þessar upplýsingar líta þau jafnvel á sem heilagan sannleika sem getur gert foreldrum erfitt fyrir í rökræðum um skaðsemi þessara efna og hvað ber að varast þegar sölumenn sækja að unga fólkinu. Það er erfið reynsla að horfa á eftir efnilegu ungu fólki í gin fíkniefnanna sem erfitt getur verið fyrir þá sem ekki þekkja til að sjá og greina. Unga fólkið þarf stuðning foreldranna til að verjast útsmoginni sölumennsku og þeim hópþrýstingi sem salan þrífst á. Allir sem standa vörð um hag og velferð barna og ungmenna þurfa að láta málið til sín taka og er þakkarvert að þeir sem standa að vinnuskólum fyrir unglinga skuli taka forvarnarfræðsluna um borð. Mikilvægi fræðslu og upplýsinga verður seint ofmetið. Foreldrar standa oft uppi grandalausir þegar upp kemst um neyslu hjá unglingnum eða í nánasta vinahópi hans. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar ræði málið við börn sín, þekki einkenni á neyslunni og viti hvernig þeir geta brugðist við. Það hefur sýnt sig að samtakamáttur foreldra er góð forvörn, að þeir séu vel upplýstir, tali saman og eigi samstarf. Að foreldrar efli tengslanet sitt og ræði saman ef eitthvað kemur upp á er eitthvað sem getur skipt sköpum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar