Lýðræðinu til dýrðar Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 21. júní 2012 06:00 Öll mannanna verk endurspegla hugarfar og áherslur. Gjarnan má merkja áherslur í hugarfari á opinberum byggingum sem byggðar hafa verið í aldanna rás. Því stærri og glæsilegri: því skýrari vottur um ríkjandi áherslur. Við sjáum víða merki þess að mannskepnan hefur byggt glæsileg hús til dýrðar einhverju sem kalla má æðri mátt. Þessi mannvirki eru gjarnan sérhæfð til þess að stunda og iðka það sem krafist er, allt eftir því hvaða mætti er þjónað. Glæsilegar kirkjur og musteri hafa verið reist Guði til dýrðar þar sem almenningur fær tækifæri til þess að iðka trú sína og taka þátt í helgiathöfnum í viðeigandi umgjörð og eftir þar til gerðu ritúali. Glæsilegar hallir stjórnvalda á hverjum tíma hafa verið byggðar hinu veraldlega valdi til dýrðar þar sem útvaldir iðka völd og áhrif, sömuleiðis eftir ákveðnu ritúali. Hin síðari ár hafa verið byggðar glæsilegar skrifstofubyggingar fyrirtækja, þekkingarmiðstöðvar og íþróttamannvirki þar sem stunduð er margskonar peningasýslan og atgervisiðkun til hugar og handa. Öll eru þau byggð beinlínis með það fyrir augum að skapa nauðsynlega umgjörð um það ritúal sem liggur að baki athöfnunum, hvort sem þær lúta að trú, völdum, peningum eða atgervi. Undanfarin misseri hefur verið um fátt meira rætt en fátæklega og frumstæða umræðu- og lýðræðishefð í íslensku samfélagi. Helstu stofnanir lýðræðisins eiga mjög undir högg að sækja og njóta minnkandi trausts. Alþingi, forsetaembættið, stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök eru öll meira eða minna í tilvistarkreppu og stressi vegna minnkandi trausts almennings og minni áhrifa í samfélaginu. Hugarástand þeirra sem þar iðka völd og áhrif hefur markast af þessu stressi og magnað upp ýmsar óæskilegar birtingarmyndir sem hafa verið til þess fallnar að rýra enn frekar traustið. Það er kallað eftir breytingum bæði á umræðunni og ekki síður stofnunum sjálfum. Stórfelldar framfarir í tækni og samskiptum hafa rutt af stað víðtækri þróun sem opnar möguleika fyrir mun almennari þátttöku og áhrifum almennings á stefnumarkandi ákvarðanir í samfélaginu. Jafnframt því hefur verið að þróast hröðum skrefum aðferðafræði sem tryggir vandaða og þroskaða umræðu. Hér á landi er skemmst að minnast frumkvæðis Mauraþúfunnar svokölluðu sem reið á vaðið með nýjung í almennri umræðu um framtíðarsýn lands og þjóðar í nóvember 2009. Að mati allra þeirra hundraða sem stóðu að því framtaki og þeirra 1.200 eða svo sem tóku þátt, heppnaðist atburðurinn mjög vel. Stjórnarskrárferlið, sem að hluta byggði á þessari tilraun Mauraþúfunnar, gaf kost á enn frekari þróun á þessu formi og bætti við nýrri vídd í úrvinnslu og eftirfylgni með stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði. Alþingi Íslendinga tók þá tímamótaákvörðun sem gaf færi á dýrmætri reynslu varðandi nýja aðferðafræði í lýðræðinu. Eftir því var tekið víða um heim. Eins og við höfum byggt sérhæfða aðstöðu m.a. Guði til dýrðar, stjórnarherrum til dýrðar, peningum til dýrðar og íþróttum og atgervi til dýrðar liggur beint við að spyrja hvort ekki sé komin röðin að lýðræðinu? Hvort lýðræðið sé það mikilvægt að við teljum ekki eftir okkur að verja fé og kröftum til þess að byggja mannvirki og aðstöðu sem eru sérstaklega til þess gerð að skapa viðeigandi og nauðsynlega umgjörð um athafnir og ritúal sem uppbyggileg og þroskandi almannaumræða krefst í þágu lýðræðisins. Það þarf að iðka lýðræðið allt eins og við iðkum trúna og atgervið til dæmis. Það er umhendis að þurfa í hvert skipti að fá aðgang að og græja sali sem að jafnaði eru ætlaðir til annarra nota og þar að auki að safna liði, þjálfa og undirbúa. Það dytti engum í hug að byggja til dæmis íþróttastarf á því að fá inni hér og þar eftir atvikum og þurfa að umbreyta aðstöðunni í hvert sinn sem hún er notuð til þess arna. Það er löngu liðin tíð. Mikilvægt er að koma upp húsnæði (á fleiri en einum stað) sem er sérhönnuð vinnuaðstaða fyrir fjölmenna samræðu og skoðanaskipti sem byggir á góðu aðgengi og tæknilegri umgjörð eins og best verður á kosið. Rafræn tenging er auðveld og til þess fallin að hafa umræðuna samtímis þótt fram fari víða. Þessi aðstaða þarf að vera til reiðu á hverjum tíma. Byggja þarf upp sérþjálfað lið lóðsa (umræðustjóra), sem hægt er að kalla til í hvert sinn sem umræðan fer fram. Á sama hátt og björgunarsveitir, sem eru til taks hvenær sem kallið kemur, mundu verða til einskonar lýðræðissveitir, sem hefðu það hlutverk að skapa nauðsynlega umgjörð í samræðunni til þess að fá fram bestu mögulegu niðurstöðu. Vönduð umræða og fjölbreytt sjónarmið myndar hljómbotn í umfjöllun um mikilvæg málefni og framtíðarsýn samfélagsins. Þannig skilar umræðan tóni sem innifelur nauðsynlega breidd til þess að vera samfélaginu til heilla. Alþingi er ekki í góðu sambandi við almenning, a.m.k. ef marka má mælingar á trausti. Umræðan einkennist af formsatriðum og sífelldum endurtekningum og þráhyggju og virkar eins og óþægilegt suð sem veldur einungis pirringi. Að tengja umræðuna á Alþingi við vandaða og skipulagða umræðu meðal almennings með formlegum hætti mundi vafalítið bæði tengja löggjafarsamkunduna betur við fólkið í landinu og breyta umræðuhefðinni. Fámenni, upplýsing, tæknivæðing og menntunarstig ásamt þeim sterku samfélagslegu innviðum sem við höfum eru borðleggjandi skilyrði til þess að við gætum verið fyrirmynd annarra samfélaga í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Öll mannanna verk endurspegla hugarfar og áherslur. Gjarnan má merkja áherslur í hugarfari á opinberum byggingum sem byggðar hafa verið í aldanna rás. Því stærri og glæsilegri: því skýrari vottur um ríkjandi áherslur. Við sjáum víða merki þess að mannskepnan hefur byggt glæsileg hús til dýrðar einhverju sem kalla má æðri mátt. Þessi mannvirki eru gjarnan sérhæfð til þess að stunda og iðka það sem krafist er, allt eftir því hvaða mætti er þjónað. Glæsilegar kirkjur og musteri hafa verið reist Guði til dýrðar þar sem almenningur fær tækifæri til þess að iðka trú sína og taka þátt í helgiathöfnum í viðeigandi umgjörð og eftir þar til gerðu ritúali. Glæsilegar hallir stjórnvalda á hverjum tíma hafa verið byggðar hinu veraldlega valdi til dýrðar þar sem útvaldir iðka völd og áhrif, sömuleiðis eftir ákveðnu ritúali. Hin síðari ár hafa verið byggðar glæsilegar skrifstofubyggingar fyrirtækja, þekkingarmiðstöðvar og íþróttamannvirki þar sem stunduð er margskonar peningasýslan og atgervisiðkun til hugar og handa. Öll eru þau byggð beinlínis með það fyrir augum að skapa nauðsynlega umgjörð um það ritúal sem liggur að baki athöfnunum, hvort sem þær lúta að trú, völdum, peningum eða atgervi. Undanfarin misseri hefur verið um fátt meira rætt en fátæklega og frumstæða umræðu- og lýðræðishefð í íslensku samfélagi. Helstu stofnanir lýðræðisins eiga mjög undir högg að sækja og njóta minnkandi trausts. Alþingi, forsetaembættið, stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök eru öll meira eða minna í tilvistarkreppu og stressi vegna minnkandi trausts almennings og minni áhrifa í samfélaginu. Hugarástand þeirra sem þar iðka völd og áhrif hefur markast af þessu stressi og magnað upp ýmsar óæskilegar birtingarmyndir sem hafa verið til þess fallnar að rýra enn frekar traustið. Það er kallað eftir breytingum bæði á umræðunni og ekki síður stofnunum sjálfum. Stórfelldar framfarir í tækni og samskiptum hafa rutt af stað víðtækri þróun sem opnar möguleika fyrir mun almennari þátttöku og áhrifum almennings á stefnumarkandi ákvarðanir í samfélaginu. Jafnframt því hefur verið að þróast hröðum skrefum aðferðafræði sem tryggir vandaða og þroskaða umræðu. Hér á landi er skemmst að minnast frumkvæðis Mauraþúfunnar svokölluðu sem reið á vaðið með nýjung í almennri umræðu um framtíðarsýn lands og þjóðar í nóvember 2009. Að mati allra þeirra hundraða sem stóðu að því framtaki og þeirra 1.200 eða svo sem tóku þátt, heppnaðist atburðurinn mjög vel. Stjórnarskrárferlið, sem að hluta byggði á þessari tilraun Mauraþúfunnar, gaf kost á enn frekari þróun á þessu formi og bætti við nýrri vídd í úrvinnslu og eftirfylgni með stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði. Alþingi Íslendinga tók þá tímamótaákvörðun sem gaf færi á dýrmætri reynslu varðandi nýja aðferðafræði í lýðræðinu. Eftir því var tekið víða um heim. Eins og við höfum byggt sérhæfða aðstöðu m.a. Guði til dýrðar, stjórnarherrum til dýrðar, peningum til dýrðar og íþróttum og atgervi til dýrðar liggur beint við að spyrja hvort ekki sé komin röðin að lýðræðinu? Hvort lýðræðið sé það mikilvægt að við teljum ekki eftir okkur að verja fé og kröftum til þess að byggja mannvirki og aðstöðu sem eru sérstaklega til þess gerð að skapa viðeigandi og nauðsynlega umgjörð um athafnir og ritúal sem uppbyggileg og þroskandi almannaumræða krefst í þágu lýðræðisins. Það þarf að iðka lýðræðið allt eins og við iðkum trúna og atgervið til dæmis. Það er umhendis að þurfa í hvert skipti að fá aðgang að og græja sali sem að jafnaði eru ætlaðir til annarra nota og þar að auki að safna liði, þjálfa og undirbúa. Það dytti engum í hug að byggja til dæmis íþróttastarf á því að fá inni hér og þar eftir atvikum og þurfa að umbreyta aðstöðunni í hvert sinn sem hún er notuð til þess arna. Það er löngu liðin tíð. Mikilvægt er að koma upp húsnæði (á fleiri en einum stað) sem er sérhönnuð vinnuaðstaða fyrir fjölmenna samræðu og skoðanaskipti sem byggir á góðu aðgengi og tæknilegri umgjörð eins og best verður á kosið. Rafræn tenging er auðveld og til þess fallin að hafa umræðuna samtímis þótt fram fari víða. Þessi aðstaða þarf að vera til reiðu á hverjum tíma. Byggja þarf upp sérþjálfað lið lóðsa (umræðustjóra), sem hægt er að kalla til í hvert sinn sem umræðan fer fram. Á sama hátt og björgunarsveitir, sem eru til taks hvenær sem kallið kemur, mundu verða til einskonar lýðræðissveitir, sem hefðu það hlutverk að skapa nauðsynlega umgjörð í samræðunni til þess að fá fram bestu mögulegu niðurstöðu. Vönduð umræða og fjölbreytt sjónarmið myndar hljómbotn í umfjöllun um mikilvæg málefni og framtíðarsýn samfélagsins. Þannig skilar umræðan tóni sem innifelur nauðsynlega breidd til þess að vera samfélaginu til heilla. Alþingi er ekki í góðu sambandi við almenning, a.m.k. ef marka má mælingar á trausti. Umræðan einkennist af formsatriðum og sífelldum endurtekningum og þráhyggju og virkar eins og óþægilegt suð sem veldur einungis pirringi. Að tengja umræðuna á Alþingi við vandaða og skipulagða umræðu meðal almennings með formlegum hætti mundi vafalítið bæði tengja löggjafarsamkunduna betur við fólkið í landinu og breyta umræðuhefðinni. Fámenni, upplýsing, tæknivæðing og menntunarstig ásamt þeim sterku samfélagslegu innviðum sem við höfum eru borðleggjandi skilyrði til þess að við gætum verið fyrirmynd annarra samfélaga í þessu efni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar