Guðmundur Andri og vinstri flokkarnir í Kópavogi Einar Ólafsson skrifar 20. júní 2012 06:00 Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu þau tíðindi að tuttugu ára gamall meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Nýr meirihluti var myndaður af Samfylkingunni, VG og tveimur nýjum framboðum, Næst besta flokknum og Lista Kópavogsbúa. Þessi nýi meirihluti lenti svo í uppnámi í vetur sem endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta með Lista Kópavogsbúa. Þeirri hugmynd hefur löngum verið haldið á lofti að vinstri mönnum mistakist oftar en ekki að halda um stjórnartaumana, þeir geti ekki komið sér saman og klúðri málunum fyrr eða síðar. Ég veit ekki um neina könnun sem sýnir fram á réttmæti þessarar kenningar. Hinn ágæti fastapenni Fréttablaðsins, Guðmundur Andri Thorsson, tók undir þessa kenningu í pistli í Fréttablaðinu 23. janúar: „Vinstri menn virðast hreinlega ekki í rónni fyrr en þeim hefur tekist að sannfæra hvern einasta landsmann um að kjósa aldrei framar vinstri flokk, hverju nafni sem hann nefnist,“ segir hann og nefnir vinstri flokkana í Kópavogi sem dæmi: „Sumir hafa nú þegar hent frá sér völdunum og selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi nú þegar, eins og gerðist í Kópavogi.“ Vissulega hefur Guðmundur Andri ekki hlíft hægri mönnum í skrifum sínum og í pistli 18. júní tekur hann þá á beinið, meðal annarra hinn nýja bæjarstjóra í Kópavogi. En í framhjáhlaupi endurtekur hann kenninguna frá í janúar. Hann getur þess að Kópavogsbúar hafi gert tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum, en „allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný.“ Nú var talsvert fjallað um stjórnarkreppuna í Kópavogi í janúar og 23. janúar lá það fyrir í grófum dráttum hvað hafði gerst. Ágreiningur hafði komið upp í meirihlutanum varðandi uppsögn bæjarstjórans. Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins brást við með því að segja sig úr meirihlutanum. Hér skal ekki eytt rúmi í að rekja tildrögin að því, en það er vægast sagt hæpið að kenna vinstri flokkunum um það. Þvert á móti, þegar þeir stóðu frammi fyrir því að meirihlutinn var sprunginn brugðust þeir við með því að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma honum aftur saman. Þegar það tókst ekki reyndu þeir að koma á nýjum meirihluta án Sjálfstæðisflokks. Þegar ljóst var að það tækist ekki reyndu þeir að semja við Sjálfstæðisflokkinn, en lýstu jafnframt yfir að þeir mundu starfa saman, þannig að tryggt yrði að staða vinstri manna yrði þokkalega sterk í nýjum meirihluta, þótt ekki yrði komist hjá aðild Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar komust þó aldrei á formlegt stig þar eð Listi Kópavogsbúa gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og myndaði nýjan meirihluta með þeim. Guðmundur Andri snýr því öllu á haus með því að segja að vinstri flokkarnir í Kópavogi hafi hent frá sér völdunum, selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi og ekki linnt látunum fyrr en þeir hafi komið þeim til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu þau tíðindi að tuttugu ára gamall meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Nýr meirihluti var myndaður af Samfylkingunni, VG og tveimur nýjum framboðum, Næst besta flokknum og Lista Kópavogsbúa. Þessi nýi meirihluti lenti svo í uppnámi í vetur sem endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta með Lista Kópavogsbúa. Þeirri hugmynd hefur löngum verið haldið á lofti að vinstri mönnum mistakist oftar en ekki að halda um stjórnartaumana, þeir geti ekki komið sér saman og klúðri málunum fyrr eða síðar. Ég veit ekki um neina könnun sem sýnir fram á réttmæti þessarar kenningar. Hinn ágæti fastapenni Fréttablaðsins, Guðmundur Andri Thorsson, tók undir þessa kenningu í pistli í Fréttablaðinu 23. janúar: „Vinstri menn virðast hreinlega ekki í rónni fyrr en þeim hefur tekist að sannfæra hvern einasta landsmann um að kjósa aldrei framar vinstri flokk, hverju nafni sem hann nefnist,“ segir hann og nefnir vinstri flokkana í Kópavogi sem dæmi: „Sumir hafa nú þegar hent frá sér völdunum og selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi nú þegar, eins og gerðist í Kópavogi.“ Vissulega hefur Guðmundur Andri ekki hlíft hægri mönnum í skrifum sínum og í pistli 18. júní tekur hann þá á beinið, meðal annarra hinn nýja bæjarstjóra í Kópavogi. En í framhjáhlaupi endurtekur hann kenninguna frá í janúar. Hann getur þess að Kópavogsbúar hafi gert tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum, en „allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný.“ Nú var talsvert fjallað um stjórnarkreppuna í Kópavogi í janúar og 23. janúar lá það fyrir í grófum dráttum hvað hafði gerst. Ágreiningur hafði komið upp í meirihlutanum varðandi uppsögn bæjarstjórans. Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins brást við með því að segja sig úr meirihlutanum. Hér skal ekki eytt rúmi í að rekja tildrögin að því, en það er vægast sagt hæpið að kenna vinstri flokkunum um það. Þvert á móti, þegar þeir stóðu frammi fyrir því að meirihlutinn var sprunginn brugðust þeir við með því að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma honum aftur saman. Þegar það tókst ekki reyndu þeir að koma á nýjum meirihluta án Sjálfstæðisflokks. Þegar ljóst var að það tækist ekki reyndu þeir að semja við Sjálfstæðisflokkinn, en lýstu jafnframt yfir að þeir mundu starfa saman, þannig að tryggt yrði að staða vinstri manna yrði þokkalega sterk í nýjum meirihluta, þótt ekki yrði komist hjá aðild Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar komust þó aldrei á formlegt stig þar eð Listi Kópavogsbúa gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og myndaði nýjan meirihluta með þeim. Guðmundur Andri snýr því öllu á haus með því að segja að vinstri flokkarnir í Kópavogi hafi hent frá sér völdunum, selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi og ekki linnt látunum fyrr en þeir hafi komið þeim til valda á ný.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar