Fornleifaskráning: Stefnuskrá óskast Birna Lárusdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, sauðaborg, skothús og jafnvel nafnlausar minjar sem engum sögum fór af. Slík heildarskráning minja á einni jörð var nýmæli en Kristján benti á að minjaskráning samkvæmt nýjum viðhorfum væri mjög brýn og væri vænlegt að gera stefnuskrá um þetta mál, enda væri mörgum stöðum hætta búin því aðeins fáar, útvaldar minjar væru friðlýstar með lögum. Með nýjum þjóðminjalögum árið 1989 var stigið mikið framfaraskref þegar allar fornleifar á Íslandi voru friðaðar. Allt fram til dagsins í dag hefur fornleifaskráning, ekki ósvipuð þeirri sem Kristján gerði á Bessastöðum fyrir rúmum þrjátíu árum, vaxið hægt og sígandi en skv. núgildandi þjóðminjalögum er skylt að fornleifaskráning fari fram í tengslum við skipulagsgerð. Aðalskipulag fæst þannig aðeins samþykkt ef fyrir liggur skráning fornleifa. Þótt vel hafi gengið er enn mikið starf óunnið og hefur verið giskað á að meira en 60% fornleifa á Íslandi séu enn óskráð. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um menningarminjar og stefnir í þriðju umræðu þegar þetta er ritað. Í 16. grein er gerð breyting á ákvæði um fornleifaskráningu. Samkvæmt því þarf ekki að skrá fornleifar á vettvangi nema þar séu fyrirhugaðar framkvæmdir af einhverju tagi. Fornleifaskráning er þar með orðin að heldur leiðinlegu og óhjákvæmilegu formsatriði sem þarf að afgreiða áður en framkvæmdaleyfi er gefið út eða deiliskipulag afgreitt. Í þessu er fólgið bæði metnaðarleysi og mikill misskilningur. Fornleifaskráning er ekki bara nauðsynlegt tæki til að koma í veg fyrir skemmdir á minjum. Fornleifar eru menningarverðmæti ekki síður en t.d. handrit, örnefni og þjóðsögur og heildarskráning á þeim ætti að vera metnaðarmál hjá íslenskum stjórnvöldum. Fornleifar eru gríðarlega mikilvægur hluti af menningarsögu þjóðarinnar, þær eru víða ráðandi þáttur í landslagi og þær veita nýja innsýn í sögu menningar og búskaparhátta. Á síðasta ári kom út fyrsta almenna yfirlitsritið um íslenskar fornleifar, bók sem ég skrifaði ásamt fleirum og heitir Mannvist - sýnisbók íslenskra fornleifa. Án fornleifaskráningar hefði ekki verið grundvöllur fyrir ritun hennar. Það er óskiljanleg skammsýni að grafa undan skráningu menningarverðmæta með lagasetningu. Þvert á móti ætti ríkið að beita sér fyrir því að heildarskráning fornleifa í öllu landinu sé tiltæk. Stefnuskrá fyrir fornleifaskráningu á Íslandi óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, sauðaborg, skothús og jafnvel nafnlausar minjar sem engum sögum fór af. Slík heildarskráning minja á einni jörð var nýmæli en Kristján benti á að minjaskráning samkvæmt nýjum viðhorfum væri mjög brýn og væri vænlegt að gera stefnuskrá um þetta mál, enda væri mörgum stöðum hætta búin því aðeins fáar, útvaldar minjar væru friðlýstar með lögum. Með nýjum þjóðminjalögum árið 1989 var stigið mikið framfaraskref þegar allar fornleifar á Íslandi voru friðaðar. Allt fram til dagsins í dag hefur fornleifaskráning, ekki ósvipuð þeirri sem Kristján gerði á Bessastöðum fyrir rúmum þrjátíu árum, vaxið hægt og sígandi en skv. núgildandi þjóðminjalögum er skylt að fornleifaskráning fari fram í tengslum við skipulagsgerð. Aðalskipulag fæst þannig aðeins samþykkt ef fyrir liggur skráning fornleifa. Þótt vel hafi gengið er enn mikið starf óunnið og hefur verið giskað á að meira en 60% fornleifa á Íslandi séu enn óskráð. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um menningarminjar og stefnir í þriðju umræðu þegar þetta er ritað. Í 16. grein er gerð breyting á ákvæði um fornleifaskráningu. Samkvæmt því þarf ekki að skrá fornleifar á vettvangi nema þar séu fyrirhugaðar framkvæmdir af einhverju tagi. Fornleifaskráning er þar með orðin að heldur leiðinlegu og óhjákvæmilegu formsatriði sem þarf að afgreiða áður en framkvæmdaleyfi er gefið út eða deiliskipulag afgreitt. Í þessu er fólgið bæði metnaðarleysi og mikill misskilningur. Fornleifaskráning er ekki bara nauðsynlegt tæki til að koma í veg fyrir skemmdir á minjum. Fornleifar eru menningarverðmæti ekki síður en t.d. handrit, örnefni og þjóðsögur og heildarskráning á þeim ætti að vera metnaðarmál hjá íslenskum stjórnvöldum. Fornleifar eru gríðarlega mikilvægur hluti af menningarsögu þjóðarinnar, þær eru víða ráðandi þáttur í landslagi og þær veita nýja innsýn í sögu menningar og búskaparhátta. Á síðasta ári kom út fyrsta almenna yfirlitsritið um íslenskar fornleifar, bók sem ég skrifaði ásamt fleirum og heitir Mannvist - sýnisbók íslenskra fornleifa. Án fornleifaskráningar hefði ekki verið grundvöllur fyrir ritun hennar. Það er óskiljanleg skammsýni að grafa undan skráningu menningarverðmæta með lagasetningu. Þvert á móti ætti ríkið að beita sér fyrir því að heildarskráning fornleifa í öllu landinu sé tiltæk. Stefnuskrá fyrir fornleifaskráningu á Íslandi óskast.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar