Fornleifaskráning: Stefnuskrá óskast Birna Lárusdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, sauðaborg, skothús og jafnvel nafnlausar minjar sem engum sögum fór af. Slík heildarskráning minja á einni jörð var nýmæli en Kristján benti á að minjaskráning samkvæmt nýjum viðhorfum væri mjög brýn og væri vænlegt að gera stefnuskrá um þetta mál, enda væri mörgum stöðum hætta búin því aðeins fáar, útvaldar minjar væru friðlýstar með lögum. Með nýjum þjóðminjalögum árið 1989 var stigið mikið framfaraskref þegar allar fornleifar á Íslandi voru friðaðar. Allt fram til dagsins í dag hefur fornleifaskráning, ekki ósvipuð þeirri sem Kristján gerði á Bessastöðum fyrir rúmum þrjátíu árum, vaxið hægt og sígandi en skv. núgildandi þjóðminjalögum er skylt að fornleifaskráning fari fram í tengslum við skipulagsgerð. Aðalskipulag fæst þannig aðeins samþykkt ef fyrir liggur skráning fornleifa. Þótt vel hafi gengið er enn mikið starf óunnið og hefur verið giskað á að meira en 60% fornleifa á Íslandi séu enn óskráð. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um menningarminjar og stefnir í þriðju umræðu þegar þetta er ritað. Í 16. grein er gerð breyting á ákvæði um fornleifaskráningu. Samkvæmt því þarf ekki að skrá fornleifar á vettvangi nema þar séu fyrirhugaðar framkvæmdir af einhverju tagi. Fornleifaskráning er þar með orðin að heldur leiðinlegu og óhjákvæmilegu formsatriði sem þarf að afgreiða áður en framkvæmdaleyfi er gefið út eða deiliskipulag afgreitt. Í þessu er fólgið bæði metnaðarleysi og mikill misskilningur. Fornleifaskráning er ekki bara nauðsynlegt tæki til að koma í veg fyrir skemmdir á minjum. Fornleifar eru menningarverðmæti ekki síður en t.d. handrit, örnefni og þjóðsögur og heildarskráning á þeim ætti að vera metnaðarmál hjá íslenskum stjórnvöldum. Fornleifar eru gríðarlega mikilvægur hluti af menningarsögu þjóðarinnar, þær eru víða ráðandi þáttur í landslagi og þær veita nýja innsýn í sögu menningar og búskaparhátta. Á síðasta ári kom út fyrsta almenna yfirlitsritið um íslenskar fornleifar, bók sem ég skrifaði ásamt fleirum og heitir Mannvist - sýnisbók íslenskra fornleifa. Án fornleifaskráningar hefði ekki verið grundvöllur fyrir ritun hennar. Það er óskiljanleg skammsýni að grafa undan skráningu menningarverðmæta með lagasetningu. Þvert á móti ætti ríkið að beita sér fyrir því að heildarskráning fornleifa í öllu landinu sé tiltæk. Stefnuskrá fyrir fornleifaskráningu á Íslandi óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Hún lét ekki mikið yfir sér en var þó að mörgu leyti tímamótaverk og markaði upphaf á nýrri sýn á landslag og minjar. Í henni var skrá Kristjáns Eldjárns yfir örnefni og sýnilegar fornleifar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar á meðal var hinn frægi Skans en líka túngarður, sauðaborg, skothús og jafnvel nafnlausar minjar sem engum sögum fór af. Slík heildarskráning minja á einni jörð var nýmæli en Kristján benti á að minjaskráning samkvæmt nýjum viðhorfum væri mjög brýn og væri vænlegt að gera stefnuskrá um þetta mál, enda væri mörgum stöðum hætta búin því aðeins fáar, útvaldar minjar væru friðlýstar með lögum. Með nýjum þjóðminjalögum árið 1989 var stigið mikið framfaraskref þegar allar fornleifar á Íslandi voru friðaðar. Allt fram til dagsins í dag hefur fornleifaskráning, ekki ósvipuð þeirri sem Kristján gerði á Bessastöðum fyrir rúmum þrjátíu árum, vaxið hægt og sígandi en skv. núgildandi þjóðminjalögum er skylt að fornleifaskráning fari fram í tengslum við skipulagsgerð. Aðalskipulag fæst þannig aðeins samþykkt ef fyrir liggur skráning fornleifa. Þótt vel hafi gengið er enn mikið starf óunnið og hefur verið giskað á að meira en 60% fornleifa á Íslandi séu enn óskráð. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um menningarminjar og stefnir í þriðju umræðu þegar þetta er ritað. Í 16. grein er gerð breyting á ákvæði um fornleifaskráningu. Samkvæmt því þarf ekki að skrá fornleifar á vettvangi nema þar séu fyrirhugaðar framkvæmdir af einhverju tagi. Fornleifaskráning er þar með orðin að heldur leiðinlegu og óhjákvæmilegu formsatriði sem þarf að afgreiða áður en framkvæmdaleyfi er gefið út eða deiliskipulag afgreitt. Í þessu er fólgið bæði metnaðarleysi og mikill misskilningur. Fornleifaskráning er ekki bara nauðsynlegt tæki til að koma í veg fyrir skemmdir á minjum. Fornleifar eru menningarverðmæti ekki síður en t.d. handrit, örnefni og þjóðsögur og heildarskráning á þeim ætti að vera metnaðarmál hjá íslenskum stjórnvöldum. Fornleifar eru gríðarlega mikilvægur hluti af menningarsögu þjóðarinnar, þær eru víða ráðandi þáttur í landslagi og þær veita nýja innsýn í sögu menningar og búskaparhátta. Á síðasta ári kom út fyrsta almenna yfirlitsritið um íslenskar fornleifar, bók sem ég skrifaði ásamt fleirum og heitir Mannvist - sýnisbók íslenskra fornleifa. Án fornleifaskráningar hefði ekki verið grundvöllur fyrir ritun hennar. Það er óskiljanleg skammsýni að grafa undan skráningu menningarverðmæta með lagasetningu. Þvert á móti ætti ríkið að beita sér fyrir því að heildarskráning fornleifa í öllu landinu sé tiltæk. Stefnuskrá fyrir fornleifaskráningu á Íslandi óskast.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar