Rammáætlun um að gera ekki neitt Jónas Elíasson skrifar 13. júní 2012 06:00 Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Nú er til umfjöllunar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, svokölluð Rammaáætlun. Miklar líkur eru á að þarna sé verið að keyra gegnum Alþingi að nánast banna alla frekari virkjun á vatnsafli. Efnahagslegar afleiðingar af þessari stefnu eiga eftir að verða hræðilegar. Neðri-Þjórsá þurrkuð útÍ þingsályktunartillögunni voru virkjanir í Neðri-Þjórsá eini bitastæði kosturinn í nýtingarflokki. Undirbúningi þeirra er nánast lokið og álfyrirtækin bíða eftir meiri orku. Þetta eru þrjár virkjanir og er Urriðafossvirkjun þeirra stærst. Menn töldu sig hafa sátt um að halda mætti áfram með þessar virkjanir, en nú hefur komið í ljós að svokallað „náttúruverndarlið“ – sem með réttu ættu að heita andvirkjunar-sinnar– ætlar sér að stöðva þetta eftir pólitískum leiðum, hvað sem „faglegri“ umfjöllun annars líður. Skelfilegar afleiðingarAllir eru sammála um að hér vanti fyrst og fremst meiri fjárfestingar til að atvinnulífið komist á skrið og almannahagur vænkist. En í hverju á að fjárfesta? Genginu er haldið uppi með höftum svo öll nýsköpun á mjög erfitt uppdráttar og allir hefðbundnir atvinnuvegir eru í einhvers konar kreppu; í sjávarútvegi kvótakreppa, í landbúnaði markaðskreppa og í orkuiðnaði pólitísk bannkreppa. Það sem menn eru helst að vonast eftir eru framkvæmdir í mannvirkjagerð, en það eru sterk takmörk fyrir hvað Íslendingar geta lifað góðu lífi af að byggja yfir sjálfa sig. Hér þarf gjaldeyrisskapandi iðnað til að rétta af gengið, borga skuldir og auka velmegun. Ákvörðunin að banna vatnsafl keyrir landið niður í stöðnun. Ofvirkjun á jarðhita kemur ekki í staðinn fyrir vatnsafl. Hvað á þessi kjánaskapur að ganga langt? Andvirkjunarstefnan á ekkert skylt við náttúruvernd, þetta er pólitísk andstaða við áliðnaðinn, baráttuaðferð sem gripið var til þegar ljóst var að allar sögur um mengunarhættuna af álverunum voru stórlega ýktar. Andvirkjunarstefnan siglir því undir fölsku flaggi náttúruverndar. Framleitt hefur verið heilt safn af slagorðum sem sýna eiga náttúruspjöll af virkjunum. Þekktast þeirra er „umhverfisáhrif“ og svo hið enn sterkara „óafturkræf umhverfisáhrif“ sem á að vera afgerandi ástæða til að segja nei. Auðvitað verður landið fyrir áhrifum af virkjunum, en í flestum tilfellum eru þau jákvæð eins og þeir sem ferðast um Langadal hafa sannreynt, en sá dalur er að gróa upp á fljúgandi ferð og Blanda orðin að einni bestu laxveiðiá landsins, allt vegna Blönduvirkjunar. Í öllum þessum andvirkjunaráróðri eru aldrei tekin nein dæmi um náttúruspjöll af virkjunum sem búið er að byggja, enda eru þau nánast ekki til. Þvert á móti, virkjanir hemja eyðingarmátt straumvatna, stuðla að uppgræðslu lands og laða að ferðamenn. Og það er ekki meiri eftirsjá að botninum á Hálslóni en að botninum á Þingvallavatni og Mývatni. Hve lengi á þessi kjánaskapur að halda áfram, að láta pólitíska mótmælendur stöðva heilan atvinnuveg án þess að hafa eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar