Flestir strandblakarar í góðu formi 13. júní 2012 06:00 Karl segir mikið breytast í heimi strandblakara þegar opnaðir verða tveir innivellir í Sporthúsinu næsta vetur. Frettabladid/Ernir Ólympíuíþróttin strandblak hefur rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum og tóku alls sextíu þátt í síðasta móti Blaksambands Íslands. Von er á fyrstu innivöllunum næsta vetur sem mun opna nýjar dyr fyrir strandblökurum. heilsa „Strandblak er mjög líkamlega erfið íþrótt, enda eru flestir strandblakarar í mjög góðu formi,“ segir Karl Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla, kvenna og unglinga í strandblaki. Hann segir mikinn mun vera á strandblaki og inniblaki. „Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum en í sex manna liðum í inniblaki, samt er völlurinn af svipaðri stærð og netið í sömu hæð,“ segir hann og bætir við að sandurinn breyti leiknum líka gríðarlega og geri hann erfiðari. „Fólk getur spilað inniblakleiki í upp í tvo og hálfan tíma en fæstir standa lengur en í klukkutíma í strandblaki,“ segir hann. Strandblak er stundað um allan heim en þar sem það er útiíþrótt setur veðrið að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn. Það eru því stórtíðindi í heimi strandblakara að opnaðir verða tveir innivellir í Sporthúsinu næsta vetur. „Hingað til höfum við bara getað æft í þrjá mánuði á ári en með tilkomu þessara valla verður þetta að heilsársíþrótt. Það verður alveg geðveikt,“ segir Karl. Nú þegar er 31 völlur á landinu og segir Karl þeim fara ört fjölgandi, hann viti um sex velli sem séu á teikniborðinu eða í smíðum núna. Aðspurður segir Karl strandblak hafa náð vinsældum hérlendis upp úr 2004. „Þá voru settir upp strandblakvellir í Fagralundi og upp frá því hófst æðið hérlendis. Fyrsta Íslandsmótið var svo haldið þá um haustið,“ segir hann. Síðan 2004 hafa verið haldin Íslandsmót á hverju hausti og nú er Blaksamband Íslands farið að standa fyrir stigamótaröð sem er í gangi allt sumarið. Fyrsta mótið í þeirri röð var um síðustu helgi og voru þar þrjátíu lið mætt til leiks, eða sextíu þátttakendur. Karl er, eins og áður segir, landsliðsþjálfari í strandblaki en íslenskt landslið hefur keppt á smáþjóðaleikunum frá árinu 2005. „Besti árangurinn okkar var í Mónakó árið 2007 en þá lentum við í þriðja sæti,“ segir hann en átta þjóðir eru gjaldgengar til að taka þátt á leikunum sem haldnir eru annað hvert ár.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Ólympíuíþróttin strandblak hefur rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum og tóku alls sextíu þátt í síðasta móti Blaksambands Íslands. Von er á fyrstu innivöllunum næsta vetur sem mun opna nýjar dyr fyrir strandblökurum. heilsa „Strandblak er mjög líkamlega erfið íþrótt, enda eru flestir strandblakarar í mjög góðu formi,“ segir Karl Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla, kvenna og unglinga í strandblaki. Hann segir mikinn mun vera á strandblaki og inniblaki. „Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum en í sex manna liðum í inniblaki, samt er völlurinn af svipaðri stærð og netið í sömu hæð,“ segir hann og bætir við að sandurinn breyti leiknum líka gríðarlega og geri hann erfiðari. „Fólk getur spilað inniblakleiki í upp í tvo og hálfan tíma en fæstir standa lengur en í klukkutíma í strandblaki,“ segir hann. Strandblak er stundað um allan heim en þar sem það er útiíþrótt setur veðrið að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn. Það eru því stórtíðindi í heimi strandblakara að opnaðir verða tveir innivellir í Sporthúsinu næsta vetur. „Hingað til höfum við bara getað æft í þrjá mánuði á ári en með tilkomu þessara valla verður þetta að heilsársíþrótt. Það verður alveg geðveikt,“ segir Karl. Nú þegar er 31 völlur á landinu og segir Karl þeim fara ört fjölgandi, hann viti um sex velli sem séu á teikniborðinu eða í smíðum núna. Aðspurður segir Karl strandblak hafa náð vinsældum hérlendis upp úr 2004. „Þá voru settir upp strandblakvellir í Fagralundi og upp frá því hófst æðið hérlendis. Fyrsta Íslandsmótið var svo haldið þá um haustið,“ segir hann. Síðan 2004 hafa verið haldin Íslandsmót á hverju hausti og nú er Blaksamband Íslands farið að standa fyrir stigamótaröð sem er í gangi allt sumarið. Fyrsta mótið í þeirri röð var um síðustu helgi og voru þar þrjátíu lið mætt til leiks, eða sextíu þátttakendur. Karl er, eins og áður segir, landsliðsþjálfari í strandblaki en íslenskt landslið hefur keppt á smáþjóðaleikunum frá árinu 2005. „Besti árangurinn okkar var í Mónakó árið 2007 en þá lentum við í þriðja sæti,“ segir hann en átta þjóðir eru gjaldgengar til að taka þátt á leikunum sem haldnir eru annað hvert ár.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira