Flestir strandblakarar í góðu formi 13. júní 2012 06:00 Karl segir mikið breytast í heimi strandblakara þegar opnaðir verða tveir innivellir í Sporthúsinu næsta vetur. Frettabladid/Ernir Ólympíuíþróttin strandblak hefur rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum og tóku alls sextíu þátt í síðasta móti Blaksambands Íslands. Von er á fyrstu innivöllunum næsta vetur sem mun opna nýjar dyr fyrir strandblökurum. heilsa „Strandblak er mjög líkamlega erfið íþrótt, enda eru flestir strandblakarar í mjög góðu formi,“ segir Karl Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla, kvenna og unglinga í strandblaki. Hann segir mikinn mun vera á strandblaki og inniblaki. „Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum en í sex manna liðum í inniblaki, samt er völlurinn af svipaðri stærð og netið í sömu hæð,“ segir hann og bætir við að sandurinn breyti leiknum líka gríðarlega og geri hann erfiðari. „Fólk getur spilað inniblakleiki í upp í tvo og hálfan tíma en fæstir standa lengur en í klukkutíma í strandblaki,“ segir hann. Strandblak er stundað um allan heim en þar sem það er útiíþrótt setur veðrið að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn. Það eru því stórtíðindi í heimi strandblakara að opnaðir verða tveir innivellir í Sporthúsinu næsta vetur. „Hingað til höfum við bara getað æft í þrjá mánuði á ári en með tilkomu þessara valla verður þetta að heilsársíþrótt. Það verður alveg geðveikt,“ segir Karl. Nú þegar er 31 völlur á landinu og segir Karl þeim fara ört fjölgandi, hann viti um sex velli sem séu á teikniborðinu eða í smíðum núna. Aðspurður segir Karl strandblak hafa náð vinsældum hérlendis upp úr 2004. „Þá voru settir upp strandblakvellir í Fagralundi og upp frá því hófst æðið hérlendis. Fyrsta Íslandsmótið var svo haldið þá um haustið,“ segir hann. Síðan 2004 hafa verið haldin Íslandsmót á hverju hausti og nú er Blaksamband Íslands farið að standa fyrir stigamótaröð sem er í gangi allt sumarið. Fyrsta mótið í þeirri röð var um síðustu helgi og voru þar þrjátíu lið mætt til leiks, eða sextíu þátttakendur. Karl er, eins og áður segir, landsliðsþjálfari í strandblaki en íslenskt landslið hefur keppt á smáþjóðaleikunum frá árinu 2005. „Besti árangurinn okkar var í Mónakó árið 2007 en þá lentum við í þriðja sæti,“ segir hann en átta þjóðir eru gjaldgengar til að taka þátt á leikunum sem haldnir eru annað hvert ár.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Ólympíuíþróttin strandblak hefur rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum og tóku alls sextíu þátt í síðasta móti Blaksambands Íslands. Von er á fyrstu innivöllunum næsta vetur sem mun opna nýjar dyr fyrir strandblökurum. heilsa „Strandblak er mjög líkamlega erfið íþrótt, enda eru flestir strandblakarar í mjög góðu formi,“ segir Karl Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla, kvenna og unglinga í strandblaki. Hann segir mikinn mun vera á strandblaki og inniblaki. „Í strandblaki er keppt í tveggja manna liðum en í sex manna liðum í inniblaki, samt er völlurinn af svipaðri stærð og netið í sömu hæð,“ segir hann og bætir við að sandurinn breyti leiknum líka gríðarlega og geri hann erfiðari. „Fólk getur spilað inniblakleiki í upp í tvo og hálfan tíma en fæstir standa lengur en í klukkutíma í strandblaki,“ segir hann. Strandblak er stundað um allan heim en þar sem það er útiíþrótt setur veðrið að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn. Það eru því stórtíðindi í heimi strandblakara að opnaðir verða tveir innivellir í Sporthúsinu næsta vetur. „Hingað til höfum við bara getað æft í þrjá mánuði á ári en með tilkomu þessara valla verður þetta að heilsársíþrótt. Það verður alveg geðveikt,“ segir Karl. Nú þegar er 31 völlur á landinu og segir Karl þeim fara ört fjölgandi, hann viti um sex velli sem séu á teikniborðinu eða í smíðum núna. Aðspurður segir Karl strandblak hafa náð vinsældum hérlendis upp úr 2004. „Þá voru settir upp strandblakvellir í Fagralundi og upp frá því hófst æðið hérlendis. Fyrsta Íslandsmótið var svo haldið þá um haustið,“ segir hann. Síðan 2004 hafa verið haldin Íslandsmót á hverju hausti og nú er Blaksamband Íslands farið að standa fyrir stigamótaröð sem er í gangi allt sumarið. Fyrsta mótið í þeirri röð var um síðustu helgi og voru þar þrjátíu lið mætt til leiks, eða sextíu þátttakendur. Karl er, eins og áður segir, landsliðsþjálfari í strandblaki en íslenskt landslið hefur keppt á smáþjóðaleikunum frá árinu 2005. „Besti árangurinn okkar var í Mónakó árið 2007 en þá lentum við í þriðja sæti,“ segir hann en átta þjóðir eru gjaldgengar til að taka þátt á leikunum sem haldnir eru annað hvert ár.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira