Skynsamleg leið við kvótaúthlutun Þráinn Guðbjörnsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Þessa dagana er mikið rifist um hvernig halda eigi á spöðunum við fyrirkomulag fiskveiða á Íslandi. Íslendingar hafa svo sannarlega náð miklum árangri í stjórnun fiskveiða í gegnum tíðina, bæði hvað varðar vernd gegn ofveiði og arðsemi. Einn helsti galli kerfisins, að margra mati, er það að arður greinarinnar hefur endað í vösum fárra. Í seinni tíð hafa þær raddir gerst háværari sem fullyrða að fiskurinn í sjónum sé auðlind í eigu allra landsmanna. Um það, er að ég held, lýðræðislegur meirihluti landsmanna sammála. Í takt við þá staðreynd hefur núverandi ríkisstjórn sett fram breytingar á lögum um fiskveiðar svo að landsmenn fái að njóta arðsemi auðlindarinnar. Aðferðin sem þeir nota er að setja á veiðigjald sem er fundið út sem hlutfall af uppgefnum hagnaði. Ég fer ekki nánar út í þennan útreikning, nema hvað til að benda á að stjórnvöld verða að gefa sér forsendur sem eiga að endurspegla sanngjarna gjaldtöku gagnvart öllum hlutaðeigandi aðilum. Þetta er erfitt verk, ef ekki óyfirstíganlegt. Það minnir á hlutskipti gamla sovét þar sem stjórnvöld ákváðu öll verð. Nú er til önnur leið. Hún er miklu einfaldari og losar stjórnvöld við þá áþján að setja verðmiða á allt. Ætli sé ekki best að kalla þessa lausn „Uppboðsmarkaður aflaheimilda“. Það yrði í öllu falli nafnið á apparatinu sem sjá myndi um þetta. Að ýmsum praktískum atriðum þarf að huga við útfærslu á slíku apparati. 1. Útgerðarfyrirtæki þurfa sæmilega stöðugar rekstrarforsendur og því væri ómögulegt að allur kvóti færi á uppboð einu sinni á ári. Nærri lagi væri að 1/5 færi á uppboð á ári hverju og því allur kvótinn á fimm ára tímabili. Þetta hlutfall er einfaldlega stillingaratriði þar sem markmiðið er að finna besta hlutfall stöðugleika gagnvart því hve virk verðmyndunin er. 2. Innan stéttarinnar er eðlismunur á útgerðaraðilum. Stærri útgerðir veiða meira og eru líkast til hagkvæmari þegar kemur að hreinni peningalegri framlegð. Smærri útgerðir eru frábrugðnar að mörgu leyti. Þær veiða oftast nær landi þ.a. fiskistofnarnir eru strangt til tekið ekki þeir sömu. Fjöldi starfa er fleiri á veidd tonn. Einnig hafa veiðarfæri smærri báta umtalsvert minni áhrif á lífsskilyrði fiskistofnanna. Vegna þessa væri eðlilegt að mynda aðskilda potta fyrir mismunandi aðila. Þarna þyrftu stjórnvöld að ákveða hvernig best væri að skipta á milli; annað stillingaratriði. 3. Byggðasjónarmið ber einnig að hafa í huga þar sem að íbúar sjávarplássa fái notið ávaxta síns nærumhverfis umfram aðra. Þetta býður upp á frekari skiptingu á heildarúthlutun. 4. Einnig skal hugað að vernd gegn fákeppni. Ástæðan er sú að til lengdar dregur fákeppni alltaf úr hagkvæmni markaðarins. Útfærslan gæti verið sú að sérstakt álag kæmi til þegar hlutfall einstakrar útgerðar af heildarpotti er komið yfir viss mörk. Stillingaratriði. Ein höfuðkrafa sem gerð er til stjórnvalda í lýðræðisríkjum er krafan um sanngirni. Að verðleikar skapi manninum brautargengi í stað klíkuskapar og flokkadrátta. Að mínu viti þá tryggir fyrrgreindur uppboðsmarkaður sanngjarna skiptingu langt fram yfir veiðigjaldið. Einnig má hugsa til þess hversu langlíft þetta gjaldtökufyrirkomulag verður. Nú benda kannanir til þess að sjálfstæðismenn komist að nýju til valda eftir næstu alþingiskosningar. Þeir verða ekki lengi að afskrifa alla þá vinnu sem unnin hefur verið af núverandi ráðuneyti. Ef hins vegar sett verður á kerfi sem endurspeglar það gangverk sem knúið hefur uppgang kapítalismans í gegnum tíðina, þá gera hugmyndafræðilegar forsendur það að verkum einar og sér, að ekki verður horft fram hjá kostum slíks fyrirkomulags í herbúðum hægrimanna. Þetta væri jákvætt skref í átt að verðleikasamfélagi þar sem sambærilegir aðilar sitja við sama borð og frammistaða aðila ræður velgengni. Eigandi auðlindarinnar fær svo aftur til sín þann ágóða sem flotinn er tilbúinn að greiða. Gamla góða framboð og eftirspurn sem er jú hornsteinn framþróunar samfélags manna síðastliðin árhundruð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rifist um hvernig halda eigi á spöðunum við fyrirkomulag fiskveiða á Íslandi. Íslendingar hafa svo sannarlega náð miklum árangri í stjórnun fiskveiða í gegnum tíðina, bæði hvað varðar vernd gegn ofveiði og arðsemi. Einn helsti galli kerfisins, að margra mati, er það að arður greinarinnar hefur endað í vösum fárra. Í seinni tíð hafa þær raddir gerst háværari sem fullyrða að fiskurinn í sjónum sé auðlind í eigu allra landsmanna. Um það, er að ég held, lýðræðislegur meirihluti landsmanna sammála. Í takt við þá staðreynd hefur núverandi ríkisstjórn sett fram breytingar á lögum um fiskveiðar svo að landsmenn fái að njóta arðsemi auðlindarinnar. Aðferðin sem þeir nota er að setja á veiðigjald sem er fundið út sem hlutfall af uppgefnum hagnaði. Ég fer ekki nánar út í þennan útreikning, nema hvað til að benda á að stjórnvöld verða að gefa sér forsendur sem eiga að endurspegla sanngjarna gjaldtöku gagnvart öllum hlutaðeigandi aðilum. Þetta er erfitt verk, ef ekki óyfirstíganlegt. Það minnir á hlutskipti gamla sovét þar sem stjórnvöld ákváðu öll verð. Nú er til önnur leið. Hún er miklu einfaldari og losar stjórnvöld við þá áþján að setja verðmiða á allt. Ætli sé ekki best að kalla þessa lausn „Uppboðsmarkaður aflaheimilda“. Það yrði í öllu falli nafnið á apparatinu sem sjá myndi um þetta. Að ýmsum praktískum atriðum þarf að huga við útfærslu á slíku apparati. 1. Útgerðarfyrirtæki þurfa sæmilega stöðugar rekstrarforsendur og því væri ómögulegt að allur kvóti færi á uppboð einu sinni á ári. Nærri lagi væri að 1/5 færi á uppboð á ári hverju og því allur kvótinn á fimm ára tímabili. Þetta hlutfall er einfaldlega stillingaratriði þar sem markmiðið er að finna besta hlutfall stöðugleika gagnvart því hve virk verðmyndunin er. 2. Innan stéttarinnar er eðlismunur á útgerðaraðilum. Stærri útgerðir veiða meira og eru líkast til hagkvæmari þegar kemur að hreinni peningalegri framlegð. Smærri útgerðir eru frábrugðnar að mörgu leyti. Þær veiða oftast nær landi þ.a. fiskistofnarnir eru strangt til tekið ekki þeir sömu. Fjöldi starfa er fleiri á veidd tonn. Einnig hafa veiðarfæri smærri báta umtalsvert minni áhrif á lífsskilyrði fiskistofnanna. Vegna þessa væri eðlilegt að mynda aðskilda potta fyrir mismunandi aðila. Þarna þyrftu stjórnvöld að ákveða hvernig best væri að skipta á milli; annað stillingaratriði. 3. Byggðasjónarmið ber einnig að hafa í huga þar sem að íbúar sjávarplássa fái notið ávaxta síns nærumhverfis umfram aðra. Þetta býður upp á frekari skiptingu á heildarúthlutun. 4. Einnig skal hugað að vernd gegn fákeppni. Ástæðan er sú að til lengdar dregur fákeppni alltaf úr hagkvæmni markaðarins. Útfærslan gæti verið sú að sérstakt álag kæmi til þegar hlutfall einstakrar útgerðar af heildarpotti er komið yfir viss mörk. Stillingaratriði. Ein höfuðkrafa sem gerð er til stjórnvalda í lýðræðisríkjum er krafan um sanngirni. Að verðleikar skapi manninum brautargengi í stað klíkuskapar og flokkadrátta. Að mínu viti þá tryggir fyrrgreindur uppboðsmarkaður sanngjarna skiptingu langt fram yfir veiðigjaldið. Einnig má hugsa til þess hversu langlíft þetta gjaldtökufyrirkomulag verður. Nú benda kannanir til þess að sjálfstæðismenn komist að nýju til valda eftir næstu alþingiskosningar. Þeir verða ekki lengi að afskrifa alla þá vinnu sem unnin hefur verið af núverandi ráðuneyti. Ef hins vegar sett verður á kerfi sem endurspeglar það gangverk sem knúið hefur uppgang kapítalismans í gegnum tíðina, þá gera hugmyndafræðilegar forsendur það að verkum einar og sér, að ekki verður horft fram hjá kostum slíks fyrirkomulags í herbúðum hægrimanna. Þetta væri jákvætt skref í átt að verðleikasamfélagi þar sem sambærilegir aðilar sitja við sama borð og frammistaða aðila ræður velgengni. Eigandi auðlindarinnar fær svo aftur til sín þann ágóða sem flotinn er tilbúinn að greiða. Gamla góða framboð og eftirspurn sem er jú hornsteinn framþróunar samfélags manna síðastliðin árhundruð.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar