Crossfit-gámurinn fer hvert á land sem er 11. júní 2012 21:00 Annie Mist. Mynd/Anton „Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
„Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira