Crossfit-gámurinn fer hvert á land sem er 11. júní 2012 21:00 Annie Mist. Mynd/Anton „Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Það voru búnir til tuttugu svona gámar á heimsvísu og við vorum svo heppin að fá einn þeirra hingað til lands,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-drottning og einn meðeiganda Crossfit Reykjavík. Undir lok seinustu viku kom til landsins gámur sem er eins konar færanleg Crossfit-stöð fyrir allt að fimmtán manns. „Þetta er bara venjulegur gámur, nema miklu fallegri, og inni í honum er rafmagnsstöð, græjur, stengur, lóð, boltar, róðurvélar og fleira. Í raun allt sem þarf fyrir venjulega Crossfit-æfingu. Við erum öll rosalega spennt yfir þessu en við hefðum aldrei getað staðið undir þessu ef ekki væri fyrir stuðning TVG-Zimsen,“ segir Annie Mist. Allir geta pantað að fá gáminn sendan til sín við ýmis tækifæri og segir Annie þau opin fyrir flestum hugmyndum. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á að koma með hann á vinnustaði og setja upp stöð úti á plani, en það tekur svona fimm mínútur að setja upp fullkomna Crossfit-stöð hvar sem er,“ segir hún og bætir við að gámurinn komi einnig til með að opna þeim nýja og skemmtilega möguleika þegar kemur að útiæfingum og æfingum úti á landi. Annie Mist er nýkomin heim af Evrópumótinu í Crossfit þar sem hún bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur og kom heim með Evrópumeistaratitilinn í farateskinu. „Þetta var algjörlega golden helgi fyrir mig. Ég vann í kvennaflokki, kærastinn minn vann í karlaflokki og liðið mitt vann í liðakeppninni svo þetta hefði ekki getað farið mikið betur út frá mínu sjónarhorni,“ segir hún. Næst á dagskrá er svo heimsmeistaramótið sem haldið verður 13.-15. júlí, en þar á Annie Mist titil að verja. „Það væri auðvitað geðveikt að vera sú fyrsta til að vinna titilinn tvisvar sinnum og ég ætla að gera mitt besta til þess að svo fari,“ segir hún. Spurð hvort Crossfitið sé ekki full vinna fyrir hana svarar hún játandi. „Ég kenni einstaka námskeið í Crossfit Reykjavík því mér finnst það svo gaman, en annars snýst líf mitt bara um að æfa, hvíla mig og borða, og reyna að halda mér heilli á geði,“ segir heimsmeistarinn Annie Mist og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira