Fiskurinn verður alltaf veiddur! Jón Gröndal skrifar 8. júní 2012 06:00 Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á kveinstöfum útgerðarmanna þessa dagana við að verja arðinn sinn. Þeir hika ekki við að beita fyrir sig sjómönnum, landverkafólki, þjónustuaðilum sjávarútvegsins og jafnvel barnakennurum. Það vakti athygli um daginn hversu mjög skuldsett mörg útgerðarfyrirtæki eru og hve stór hluti kvótans er veðsettur útlendingum. Skiptir öllu máli hver veiðir fiskinn? Halda menn að fiskurinn fái að synda óáreittur um íslenska lögsögu þótt stóru útgerðarfyrirtækin taki hann ekki. Staðsetning landsins og miðanna gerir það að verkum að það verður alltaf hagkvæmast og verðmætast að verka fiskinn á Íslandi. Skiptir höfuðmáli hver landar fiskinum? Fólk úti á landi er meira eða minna bundið átthagafjötrum. Mörg smærri bæjarfélög hafa misst mikinn kvóta og miklar tekjur með þessu kvótafyrirkomulagi. Mér finnst það vera skylda stjórnvalda að skila einhverju af kvótanum aftur til byggðarlaganna. Þótt það sé ekki endilega þjóhagslega hagvæmasti kosturinn. Einhverjir pottar eru því nauðsynlegir. Stærð þeirra ætti að vera samkomulag en ekki tilvist. Útgerðarmenn ættu að geta endurnýjað skip og tæki vegna þess að það fellur undir rekstur fyrirtækjanna og minnkar arðinn væntanlega sem lækkar veiðigjaldið. Stórútgerðarmennirnir verða bara að læra að lifa af minni arði eða tekjum eins og við hin. Að minnsta kosti þeir sem hafa ekki þegar skráð stóran hluta einkaneyslunnar á fyrirtækið. Íslenska aðferðinÍslendingar hafa eftir hrun fylgst með falli hvers stórfyrirtækisins á fætur öðru. Dag eftir dag berast fréttir af því að eftir endurskipulagningu og skuldaniðurfellingar komi fyrri eigendur á einn eða annan hátt aftur að fyrirtækjunum. Nú síðast þeir Bakkavararbræður. Menn eru farnir að tala um íslensku leiðina í þessum „skuldaleiðréttingum“. Væri það ekki ágætt fyrir skuldsettustu útgerðarfyrirtækin að fara í „endurskipulagningu“, losna við skuldir og koma þeim yfir á banka og almenning eins og gert hefur verið að undanförnu. Þá losnaði kannski eitthvað um veðsetningu kvótans til útlendinganna. Bankarnir og ríkið fengju hann og endurúthlutuðu. Haldið þið virkilega að himin og jörð farist þó það séu ekki Samherji, Eskja eða Þorbjörninn sem borgi ykkur launin heldur einhver ný fyrirtæki (kannski á gömlum grunni). Það verður sama þörf fyrir þjónustu við flotann. Stjórnarþingmenn eiga heiður skilinn fyrir að taka slaginn og fleiri þingmenn munu styðja málin. Þetta er ekki landsbyggðarskattur heldur nokkur leiðrétting á hræðilegri þróun síðustu áratuga. Íbúar á suðvesturhorninu munu örugglega fagna tækifæri til að laga ranglætið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef til þess kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á kveinstöfum útgerðarmanna þessa dagana við að verja arðinn sinn. Þeir hika ekki við að beita fyrir sig sjómönnum, landverkafólki, þjónustuaðilum sjávarútvegsins og jafnvel barnakennurum. Það vakti athygli um daginn hversu mjög skuldsett mörg útgerðarfyrirtæki eru og hve stór hluti kvótans er veðsettur útlendingum. Skiptir öllu máli hver veiðir fiskinn? Halda menn að fiskurinn fái að synda óáreittur um íslenska lögsögu þótt stóru útgerðarfyrirtækin taki hann ekki. Staðsetning landsins og miðanna gerir það að verkum að það verður alltaf hagkvæmast og verðmætast að verka fiskinn á Íslandi. Skiptir höfuðmáli hver landar fiskinum? Fólk úti á landi er meira eða minna bundið átthagafjötrum. Mörg smærri bæjarfélög hafa misst mikinn kvóta og miklar tekjur með þessu kvótafyrirkomulagi. Mér finnst það vera skylda stjórnvalda að skila einhverju af kvótanum aftur til byggðarlaganna. Þótt það sé ekki endilega þjóhagslega hagvæmasti kosturinn. Einhverjir pottar eru því nauðsynlegir. Stærð þeirra ætti að vera samkomulag en ekki tilvist. Útgerðarmenn ættu að geta endurnýjað skip og tæki vegna þess að það fellur undir rekstur fyrirtækjanna og minnkar arðinn væntanlega sem lækkar veiðigjaldið. Stórútgerðarmennirnir verða bara að læra að lifa af minni arði eða tekjum eins og við hin. Að minnsta kosti þeir sem hafa ekki þegar skráð stóran hluta einkaneyslunnar á fyrirtækið. Íslenska aðferðinÍslendingar hafa eftir hrun fylgst með falli hvers stórfyrirtækisins á fætur öðru. Dag eftir dag berast fréttir af því að eftir endurskipulagningu og skuldaniðurfellingar komi fyrri eigendur á einn eða annan hátt aftur að fyrirtækjunum. Nú síðast þeir Bakkavararbræður. Menn eru farnir að tala um íslensku leiðina í þessum „skuldaleiðréttingum“. Væri það ekki ágætt fyrir skuldsettustu útgerðarfyrirtækin að fara í „endurskipulagningu“, losna við skuldir og koma þeim yfir á banka og almenning eins og gert hefur verið að undanförnu. Þá losnaði kannski eitthvað um veðsetningu kvótans til útlendinganna. Bankarnir og ríkið fengju hann og endurúthlutuðu. Haldið þið virkilega að himin og jörð farist þó það séu ekki Samherji, Eskja eða Þorbjörninn sem borgi ykkur launin heldur einhver ný fyrirtæki (kannski á gömlum grunni). Það verður sama þörf fyrir þjónustu við flotann. Stjórnarþingmenn eiga heiður skilinn fyrir að taka slaginn og fleiri þingmenn munu styðja málin. Þetta er ekki landsbyggðarskattur heldur nokkur leiðrétting á hræðilegri þróun síðustu áratuga. Íbúar á suðvesturhorninu munu örugglega fagna tækifæri til að laga ranglætið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef til þess kemur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar