Fiskurinn verður alltaf veiddur! Jón Gröndal skrifar 8. júní 2012 06:00 Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á kveinstöfum útgerðarmanna þessa dagana við að verja arðinn sinn. Þeir hika ekki við að beita fyrir sig sjómönnum, landverkafólki, þjónustuaðilum sjávarútvegsins og jafnvel barnakennurum. Það vakti athygli um daginn hversu mjög skuldsett mörg útgerðarfyrirtæki eru og hve stór hluti kvótans er veðsettur útlendingum. Skiptir öllu máli hver veiðir fiskinn? Halda menn að fiskurinn fái að synda óáreittur um íslenska lögsögu þótt stóru útgerðarfyrirtækin taki hann ekki. Staðsetning landsins og miðanna gerir það að verkum að það verður alltaf hagkvæmast og verðmætast að verka fiskinn á Íslandi. Skiptir höfuðmáli hver landar fiskinum? Fólk úti á landi er meira eða minna bundið átthagafjötrum. Mörg smærri bæjarfélög hafa misst mikinn kvóta og miklar tekjur með þessu kvótafyrirkomulagi. Mér finnst það vera skylda stjórnvalda að skila einhverju af kvótanum aftur til byggðarlaganna. Þótt það sé ekki endilega þjóhagslega hagvæmasti kosturinn. Einhverjir pottar eru því nauðsynlegir. Stærð þeirra ætti að vera samkomulag en ekki tilvist. Útgerðarmenn ættu að geta endurnýjað skip og tæki vegna þess að það fellur undir rekstur fyrirtækjanna og minnkar arðinn væntanlega sem lækkar veiðigjaldið. Stórútgerðarmennirnir verða bara að læra að lifa af minni arði eða tekjum eins og við hin. Að minnsta kosti þeir sem hafa ekki þegar skráð stóran hluta einkaneyslunnar á fyrirtækið. Íslenska aðferðinÍslendingar hafa eftir hrun fylgst með falli hvers stórfyrirtækisins á fætur öðru. Dag eftir dag berast fréttir af því að eftir endurskipulagningu og skuldaniðurfellingar komi fyrri eigendur á einn eða annan hátt aftur að fyrirtækjunum. Nú síðast þeir Bakkavararbræður. Menn eru farnir að tala um íslensku leiðina í þessum „skuldaleiðréttingum“. Væri það ekki ágætt fyrir skuldsettustu útgerðarfyrirtækin að fara í „endurskipulagningu“, losna við skuldir og koma þeim yfir á banka og almenning eins og gert hefur verið að undanförnu. Þá losnaði kannski eitthvað um veðsetningu kvótans til útlendinganna. Bankarnir og ríkið fengju hann og endurúthlutuðu. Haldið þið virkilega að himin og jörð farist þó það séu ekki Samherji, Eskja eða Þorbjörninn sem borgi ykkur launin heldur einhver ný fyrirtæki (kannski á gömlum grunni). Það verður sama þörf fyrir þjónustu við flotann. Stjórnarþingmenn eiga heiður skilinn fyrir að taka slaginn og fleiri þingmenn munu styðja málin. Þetta er ekki landsbyggðarskattur heldur nokkur leiðrétting á hræðilegri þróun síðustu áratuga. Íbúar á suðvesturhorninu munu örugglega fagna tækifæri til að laga ranglætið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef til þess kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á kveinstöfum útgerðarmanna þessa dagana við að verja arðinn sinn. Þeir hika ekki við að beita fyrir sig sjómönnum, landverkafólki, þjónustuaðilum sjávarútvegsins og jafnvel barnakennurum. Það vakti athygli um daginn hversu mjög skuldsett mörg útgerðarfyrirtæki eru og hve stór hluti kvótans er veðsettur útlendingum. Skiptir öllu máli hver veiðir fiskinn? Halda menn að fiskurinn fái að synda óáreittur um íslenska lögsögu þótt stóru útgerðarfyrirtækin taki hann ekki. Staðsetning landsins og miðanna gerir það að verkum að það verður alltaf hagkvæmast og verðmætast að verka fiskinn á Íslandi. Skiptir höfuðmáli hver landar fiskinum? Fólk úti á landi er meira eða minna bundið átthagafjötrum. Mörg smærri bæjarfélög hafa misst mikinn kvóta og miklar tekjur með þessu kvótafyrirkomulagi. Mér finnst það vera skylda stjórnvalda að skila einhverju af kvótanum aftur til byggðarlaganna. Þótt það sé ekki endilega þjóhagslega hagvæmasti kosturinn. Einhverjir pottar eru því nauðsynlegir. Stærð þeirra ætti að vera samkomulag en ekki tilvist. Útgerðarmenn ættu að geta endurnýjað skip og tæki vegna þess að það fellur undir rekstur fyrirtækjanna og minnkar arðinn væntanlega sem lækkar veiðigjaldið. Stórútgerðarmennirnir verða bara að læra að lifa af minni arði eða tekjum eins og við hin. Að minnsta kosti þeir sem hafa ekki þegar skráð stóran hluta einkaneyslunnar á fyrirtækið. Íslenska aðferðinÍslendingar hafa eftir hrun fylgst með falli hvers stórfyrirtækisins á fætur öðru. Dag eftir dag berast fréttir af því að eftir endurskipulagningu og skuldaniðurfellingar komi fyrri eigendur á einn eða annan hátt aftur að fyrirtækjunum. Nú síðast þeir Bakkavararbræður. Menn eru farnir að tala um íslensku leiðina í þessum „skuldaleiðréttingum“. Væri það ekki ágætt fyrir skuldsettustu útgerðarfyrirtækin að fara í „endurskipulagningu“, losna við skuldir og koma þeim yfir á banka og almenning eins og gert hefur verið að undanförnu. Þá losnaði kannski eitthvað um veðsetningu kvótans til útlendinganna. Bankarnir og ríkið fengju hann og endurúthlutuðu. Haldið þið virkilega að himin og jörð farist þó það séu ekki Samherji, Eskja eða Þorbjörninn sem borgi ykkur launin heldur einhver ný fyrirtæki (kannski á gömlum grunni). Það verður sama þörf fyrir þjónustu við flotann. Stjórnarþingmenn eiga heiður skilinn fyrir að taka slaginn og fleiri þingmenn munu styðja málin. Þetta er ekki landsbyggðarskattur heldur nokkur leiðrétting á hræðilegri þróun síðustu áratuga. Íbúar á suðvesturhorninu munu örugglega fagna tækifæri til að laga ranglætið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef til þess kemur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun