Herdís seldi málverk til að fjármagna heimildarmynd 7. júní 2012 14:00 Herdís Þorvaldsdóttir hefur barist gegn gróðureyðingu áratugum saman og fannst tímabært að hnykkja á boðskapnum með heimildarmynd sem hún fjármagnar sjálf. „Gróðureyðing er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál samtímans og það er löngu orðið tímabært að taka það föstum tökum,“ segir Herdís Þorvaldsdóttir leikkona um heimildarmyndina Fjallkonan hrópar á vægð, sem frumsýnd var í Bíó Paradís í gær. Myndin, sem var forsýnd á Skjaldborgarhátíðnni um þarsíðustu helgi, fjallar um gróðureyðingu og stöðvun lausagöngu búfénaðar á Íslandi en sá málaflokkur hefur lengi verið Herdísi hugleikinn. „Ég hef barist fyrir þessum málum í um 30 ár, skrifað óteljandi greinar og reynt að vekja athygli á málinu. Svo heyrði ég setningu: „mynd segir meira en þúsund orð,“ og þá rann upp fyrir mér að auðvitað þyrfti ég að gera heimildarmynd og sýna fólki nákvæmlega hvernig ástandið er. Ég vatt mér strax í það og það hefur tekið mig síðastliðin tvö ár meira eða minna. Ég átti líka mjög mikið af efni til að moða úr.“ Herdís fjármagnar myndina úr eigin vasa en til að fjármagna hana seldi hún málverk eftir Gunnlaug Scheving, sem maður hennar heitinn, Gunnlaugur Þórðarson, gaf henni í brúðkaupsgjöf fyrir 50 árum. „Það hittist nú líka þannig á að ég var að flytja í minni íbúð en ég átti þessa fallegu mynd eftir Gunnlaug Scheving og datt í hug að selja hana til að borga myndina, sem hún gerði að miklu leyti.“ Auk þess að framleiða myndina skrifar Herdís handritið ásamt barnabörnum sínum, þeim Ólafi Agli Egilssyni og Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur en Jón Karl Helgason leikstýrði. Spurð hverju hún vonist til að áorka með þessari mynd segist Herdís vona að almenningur fari að vakna til vitundar um hversu alvarlegt vandamál gróðureyðing er og farið verði að stemma stigu við ofbeit sauðfjár. „Þetta er óhemjuvitlaust kerfi þar sem við borgum fyrir að láta skemma landið. Skattgreiðendur borga bændum fyrir að framleiða þessar skepnur, sem eru alltof margar og valda miklum skaða, sem Landgræðslan þarf að rækta upp. Það kostar auðvitað sitt. Lausaganga búfjár er úrelt miðaldafyrirkomulag, sem nánast allar nágrannaþjóðir okkar eru búnar að leggja niður. Við erum bara að velta vandanum á undan okkur.“ Fjallkonan hrópar á vægð verður verður sýnd í sjónvarpi nú í haust en barátta Herdísar um stöðvun lausagöngu heldur einnig áfram á heimasíðunni:stodvumlausagongu.is. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
„Gróðureyðing er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál samtímans og það er löngu orðið tímabært að taka það föstum tökum,“ segir Herdís Þorvaldsdóttir leikkona um heimildarmyndina Fjallkonan hrópar á vægð, sem frumsýnd var í Bíó Paradís í gær. Myndin, sem var forsýnd á Skjaldborgarhátíðnni um þarsíðustu helgi, fjallar um gróðureyðingu og stöðvun lausagöngu búfénaðar á Íslandi en sá málaflokkur hefur lengi verið Herdísi hugleikinn. „Ég hef barist fyrir þessum málum í um 30 ár, skrifað óteljandi greinar og reynt að vekja athygli á málinu. Svo heyrði ég setningu: „mynd segir meira en þúsund orð,“ og þá rann upp fyrir mér að auðvitað þyrfti ég að gera heimildarmynd og sýna fólki nákvæmlega hvernig ástandið er. Ég vatt mér strax í það og það hefur tekið mig síðastliðin tvö ár meira eða minna. Ég átti líka mjög mikið af efni til að moða úr.“ Herdís fjármagnar myndina úr eigin vasa en til að fjármagna hana seldi hún málverk eftir Gunnlaug Scheving, sem maður hennar heitinn, Gunnlaugur Þórðarson, gaf henni í brúðkaupsgjöf fyrir 50 árum. „Það hittist nú líka þannig á að ég var að flytja í minni íbúð en ég átti þessa fallegu mynd eftir Gunnlaug Scheving og datt í hug að selja hana til að borga myndina, sem hún gerði að miklu leyti.“ Auk þess að framleiða myndina skrifar Herdís handritið ásamt barnabörnum sínum, þeim Ólafi Agli Egilssyni og Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur en Jón Karl Helgason leikstýrði. Spurð hverju hún vonist til að áorka með þessari mynd segist Herdís vona að almenningur fari að vakna til vitundar um hversu alvarlegt vandamál gróðureyðing er og farið verði að stemma stigu við ofbeit sauðfjár. „Þetta er óhemjuvitlaust kerfi þar sem við borgum fyrir að láta skemma landið. Skattgreiðendur borga bændum fyrir að framleiða þessar skepnur, sem eru alltof margar og valda miklum skaða, sem Landgræðslan þarf að rækta upp. Það kostar auðvitað sitt. Lausaganga búfjár er úrelt miðaldafyrirkomulag, sem nánast allar nágrannaþjóðir okkar eru búnar að leggja niður. Við erum bara að velta vandanum á undan okkur.“ Fjallkonan hrópar á vægð verður verður sýnd í sjónvarpi nú í haust en barátta Herdísar um stöðvun lausagöngu heldur einnig áfram á heimasíðunni:stodvumlausagongu.is. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira