Íslenskt táknmál – jafnrétthátt íslenskunni Valgerður Stefánsdóttir skrifar 7. júní 2012 06:00 Halldór Ólafsson, táknmálstalandi nemandi í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, dregur upp Túlk í tösku í kennslustundum. Það er spjaldtölva tengd við túlkaþjónustu í gegnum Skype. Það sem kennararnir segja er túlkað og Halldór horfir á það í spjaldtölvunni. Halldór getur í krafti nýrrar tækni, og vegna þess að táknmálsþjónusta hefur verið þróuð, notað tölvuna til að fletta upp merkingu tákna og horfa á námsefni á táknmáli. Mestu máli skiptir þó að íslenskt táknmál hefur hlotið opinbera viðurkenningu og er orðið jafnrétthátt íslensku í samskiptum manna í millum. Það gerðist með gildistöku laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls þann 7. júní 2011. Það var tilfinningaþrungin stund þegar lögin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingpallar voru þétt setnir og tár féllu bæði á þingpöllunum og í þingsalnum. Staða íslenska táknmálsinsÍslenskt táknmál er hefðbundið minnihlutamál og talað af litlum hópi. Táknmálstalandi fólk segist finna fyrir því að íslenskt táknmál hafi veika stöðu en viðurkenning táknmálsins muni styrkja það. Enn er þó langt í land. Um tvö þúsund manns, bæði heyrandi og heyrnarlausir, nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta. Málið er ekki staðlað, það á sér ekkert ritmál og ekki er til grunnlýsing á málinu. Útbreiðsla þess er takmörkuð, til dæmis skortir á kunnáttu í íslensku táknmáli innan opinbera þjónustukerfisins. Það hefur þær afleiðingar að heyrnarlaust fólk nýtur í sumum tilvikum ekki eðlilegrar þjónustu. Íslendingar sem þurfa þess eiga að geta tileinkað sér íslenskt táknmál án hindrunar, notað það í daglegu lífi sínu og litið á það sem móðurmál sitt. Nánustu aðstandendur þeirra eiga einnig rétt á táknmálsnámi. Stjórnvöld skulu varðveita íslenskt táknmál, hlúa að því og styðja og tryggja að allir sem þurfa þess eigi kost á þjónustu á málinu. Menntamálaráðherra hefur skipað málnefnd um íslenskt táknmál sem hefur það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál og stuðla að eflingu þess og notkun í íslensku þjóðlífi. Eftir tilkomu laganna eiga um 7-800 heyrnarlausir og heyrnarskertir einstaklingar rétt á táknmálskennslu og 5-6.000 vinir og vandamenn. Aðeins örlítið brot af þessum hópi nýtur nú réttar síns. Margir heyrnarlausir með viðbótarfötlun fá til dæmis ekki aðgang að táknmáli eða í mjög takmörkuðum mæli. Flest börn sem fæðast heyrnarlaus fá kuðungsígræðslu. Markmið þeirrar tækni er að gefa börnum heyrn svo þau geti átt samskipti á íslensku. Börnin verða eftir sem áður heyrnarlaus og eiga rétt á því að alast upp við tvítyngi íslensks táknmáls og íslensku. Foreldrum og fjölskyldum stendur til boða að læra táknmál á helgarnámskeiðum. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar algengast að boðið sé upp á námið á vinnutíma og kostnaður við það greiddur af ríki og sveitarfélögum. Staða heyrnarlausra barnaHeyrnarlaus börn á Íslandi eru í leikskóla með heyrandi börnum. Þar er lögð áhersla á máltöku á íslensku, oftast á kostnað íslenska táknmálsins. Hlíðaskóli er með táknmálssvið og býður upp á kennslu sem á að miða að tvítyngi nemenda. Flest heyrnarlaus börn eru skráð á táknmálssviðið en fá kennslu inni í bekk með heyrandi börnum. Nokkur börn ganga í almenna skóla og sum njóta þjónustu táknmálstúlka. Málumhverfi allra þessara barna er ófullnægjandi. Oft búa þau við blendingsmál íslensku og táknmáls eða kennslu í og á íslensku á kostnað íslenska táknmálsins. Ekki hefur verið gert heildstætt kennsluefni til móðurmálskennslu í grunnskólanámi og mjög lítið annað námsefni hefur verið gefið út á táknmáli. Engar formlegar kröfur hafa verið gerðar um menntun kennara barna, sem nota íslenskt táknmál til samskipta, hvorki í leikskóla né grunnskóla. Menntun í táknmáliInnan Hugvísindasviðs HÍ er boðið upp á menntun í íslensku táknmáli og túlkun til BA-gráðu. Táknmálsfræðin og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hafa með sér formlegt rannsóknasamstarf innan Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum. Unnið er að málfræðirannsóknum á setningafræði og tilbrigðum í málinu en einnig málþroskarannsóknum. Táknmálstalandi nemendur eru við nám í Háskóla Íslands í ýmsum greinum og stöðugt þróast ný svið innan íslenska táknmálsins. Tækni sem gerir Túlk í tösku mögulegan býður upp á fjölmargar nýjar lausnir. Á is.signwiki.org er námsefni í íslensku táknmáli, táknmálsorðabók, upplýsingaefni um íslenskt táknmál og samskipti á því, stutt námskeið og efni sérstaklega ætlað börnum. Vefurinn er aðgengilegur í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur og venjulegar tölvur og verulegur ávinningur fyrir þá sem tala íslenskt táknmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Halldór Ólafsson, táknmálstalandi nemandi í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, dregur upp Túlk í tösku í kennslustundum. Það er spjaldtölva tengd við túlkaþjónustu í gegnum Skype. Það sem kennararnir segja er túlkað og Halldór horfir á það í spjaldtölvunni. Halldór getur í krafti nýrrar tækni, og vegna þess að táknmálsþjónusta hefur verið þróuð, notað tölvuna til að fletta upp merkingu tákna og horfa á námsefni á táknmáli. Mestu máli skiptir þó að íslenskt táknmál hefur hlotið opinbera viðurkenningu og er orðið jafnrétthátt íslensku í samskiptum manna í millum. Það gerðist með gildistöku laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls þann 7. júní 2011. Það var tilfinningaþrungin stund þegar lögin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingpallar voru þétt setnir og tár féllu bæði á þingpöllunum og í þingsalnum. Staða íslenska táknmálsinsÍslenskt táknmál er hefðbundið minnihlutamál og talað af litlum hópi. Táknmálstalandi fólk segist finna fyrir því að íslenskt táknmál hafi veika stöðu en viðurkenning táknmálsins muni styrkja það. Enn er þó langt í land. Um tvö þúsund manns, bæði heyrandi og heyrnarlausir, nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta. Málið er ekki staðlað, það á sér ekkert ritmál og ekki er til grunnlýsing á málinu. Útbreiðsla þess er takmörkuð, til dæmis skortir á kunnáttu í íslensku táknmáli innan opinbera þjónustukerfisins. Það hefur þær afleiðingar að heyrnarlaust fólk nýtur í sumum tilvikum ekki eðlilegrar þjónustu. Íslendingar sem þurfa þess eiga að geta tileinkað sér íslenskt táknmál án hindrunar, notað það í daglegu lífi sínu og litið á það sem móðurmál sitt. Nánustu aðstandendur þeirra eiga einnig rétt á táknmálsnámi. Stjórnvöld skulu varðveita íslenskt táknmál, hlúa að því og styðja og tryggja að allir sem þurfa þess eigi kost á þjónustu á málinu. Menntamálaráðherra hefur skipað málnefnd um íslenskt táknmál sem hefur það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál og stuðla að eflingu þess og notkun í íslensku þjóðlífi. Eftir tilkomu laganna eiga um 7-800 heyrnarlausir og heyrnarskertir einstaklingar rétt á táknmálskennslu og 5-6.000 vinir og vandamenn. Aðeins örlítið brot af þessum hópi nýtur nú réttar síns. Margir heyrnarlausir með viðbótarfötlun fá til dæmis ekki aðgang að táknmáli eða í mjög takmörkuðum mæli. Flest börn sem fæðast heyrnarlaus fá kuðungsígræðslu. Markmið þeirrar tækni er að gefa börnum heyrn svo þau geti átt samskipti á íslensku. Börnin verða eftir sem áður heyrnarlaus og eiga rétt á því að alast upp við tvítyngi íslensks táknmáls og íslensku. Foreldrum og fjölskyldum stendur til boða að læra táknmál á helgarnámskeiðum. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar algengast að boðið sé upp á námið á vinnutíma og kostnaður við það greiddur af ríki og sveitarfélögum. Staða heyrnarlausra barnaHeyrnarlaus börn á Íslandi eru í leikskóla með heyrandi börnum. Þar er lögð áhersla á máltöku á íslensku, oftast á kostnað íslenska táknmálsins. Hlíðaskóli er með táknmálssvið og býður upp á kennslu sem á að miða að tvítyngi nemenda. Flest heyrnarlaus börn eru skráð á táknmálssviðið en fá kennslu inni í bekk með heyrandi börnum. Nokkur börn ganga í almenna skóla og sum njóta þjónustu táknmálstúlka. Málumhverfi allra þessara barna er ófullnægjandi. Oft búa þau við blendingsmál íslensku og táknmáls eða kennslu í og á íslensku á kostnað íslenska táknmálsins. Ekki hefur verið gert heildstætt kennsluefni til móðurmálskennslu í grunnskólanámi og mjög lítið annað námsefni hefur verið gefið út á táknmáli. Engar formlegar kröfur hafa verið gerðar um menntun kennara barna, sem nota íslenskt táknmál til samskipta, hvorki í leikskóla né grunnskóla. Menntun í táknmáliInnan Hugvísindasviðs HÍ er boðið upp á menntun í íslensku táknmáli og túlkun til BA-gráðu. Táknmálsfræðin og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hafa með sér formlegt rannsóknasamstarf innan Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum. Unnið er að málfræðirannsóknum á setningafræði og tilbrigðum í málinu en einnig málþroskarannsóknum. Táknmálstalandi nemendur eru við nám í Háskóla Íslands í ýmsum greinum og stöðugt þróast ný svið innan íslenska táknmálsins. Tækni sem gerir Túlk í tösku mögulegan býður upp á fjölmargar nýjar lausnir. Á is.signwiki.org er námsefni í íslensku táknmáli, táknmálsorðabók, upplýsingaefni um íslenskt táknmál og samskipti á því, stutt námskeið og efni sérstaklega ætlað börnum. Vefurinn er aðgengilegur í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur og venjulegar tölvur og verulegur ávinningur fyrir þá sem tala íslenskt táknmál.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar