Nýr Landspítali – Leiðréttingar Ingólfs Guðlaugur Gauti Jónsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. júní sl. með nafninu Guðlaugur Gauti leiðréttur. Ég leitaði logandi ljósi að leiðréttingum Ingólfs en fann ekki. Greinin gefur þó tilefni til að gera betur grein fyrir þáttum sem skipta máli. Eru allir að tala um sama verkið?Í fyrsta lagi er gott að hafa á hreinu að þegar ég fjalla um áformaðar framkvæmdir við nýja Landspítalann þá á ég við báða áfangana eins og þeim er lýst í drögum að greinargerð og skilmálum með deiliskipulaginu. Það er eini mátinn til að meta samanlögð áhrif nýja spítalans á umhverfið. Sumir hafa gripið til þess að tala um 1. áfanga eingöngu, eins og Ingólfur gerir, eða jafnvel hluta af 1. áfanga eins og velferðarráðherra hefur gert. Það læðist reyndar að manni grunur um blekkingar þegar ráðherra segir án frekari skýringa að áætlaður framkvæmdakostnaður verði 45 milljarðar en það gerði hann í ávarpi til ársfundar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér frá velferðarráðuneytinu er hér átt við að 1. áfangi án bygginga sem HÍ hyggst byggja á lóðinni, án endurbóta á eldra húsnæði og án tækjakaupa muni kosta 45 milljarða. Full starfhæfur fyrsti áfangi verður miklu dýrari en þetta og öll framkvæmdin mun vart kosta minna en 100 milljarða. Skiptir umferð og mengun máli?Það er rétt hjá Ingólfi að mér verður tíðrætt um umferð og mengun. Samkvæmt drögum að Greinargerð um samgöngur frá janúar 2012 er ætlað að ferðum til og frá svæðinu muni fjölga um allt að 12.000 vegna þessa verkefnis (bls. 11). Þetta hefur í för með sér aukna mengun á svæðum sem nú þegar búa við mengun yfir viðmiðunarmörkum í margar vikur á ári. Bílastæðum sem standa notendum spítalans til boða við lok 1. áfanga mun hins vegar fækka um 400 frá því sem nú er. Nú þegar leggja notendur spítalans undir sig fjölda stæða utan lóða spítalans (bls. 10). Þegar bílastæðum fækkar, notendum fjölgar og strangri notkunarstýringu (gjaldtöku) hefur verið komið á munu bílastæði í götum umhverfis lóðina verða notuð í enn ríkara mæli. Árdegis og síðdegis munu myndast biðraðir í götum og við gatnamót umhverfis spítalann (bls. 12). Það er nærtækt að draga þá ályktun að fjöldi ökumanna muni reyna að komast hjá þessum töfum með því að stytta sér leið gegnum nærliggjandi íbúðahverfi. Um þetta hefur ekki verið fjallað svo ég viti. Hefur staðarvalsgreining verið unnin?Ingólfur segir að erlendir sérfræðingar hafi í tvígang unnið hagkvæmnismat fyrir væntanlega framkvæmd. Ég hef bent á að hagkvæmnismat eitt og sér sem unnið er eftir á fyrir einn valkost um staðsetningu hefur takmarkað gildi. Hagkvæmnismat þarf að vera hluti af ítarlegri staðarvalsgreiningu þar sem borin eru saman umhverfisleg, félagsleg, tæknileg og hagræn áhrif margra valkosta um staðsetningu. Ég stend í þeirri meiningu að það hafi ekki legið fyrir hagkvæmnismat þegar 2002 skýrslan um staðsetningu spítalans var gerð og staðsetningin ákveðin. Í skýrslunni stendur m.a. eftirfarandi (bls. 14): „Gerð er lausleg áætlun um heildarkostnað við nýjan spítala í samræmi við þá tillögu White arkitekta, sem nefnd hefur verið Hringbraut II. Í henni er miðað við að meginstarfsemi spítalans verði á suðurhluta lóðarinnar á svæði milli núverandi og fyrirhugaðrar legu Hringbrautar.“ Má bera stærð spítalans saman við Smáralind?Ég held að ég hafi fyrstur manna notað Smáralindina til viðmiðunar um byggingarmagnið sem áætlað er að reisa á lóð Landspítalans. Ég get fallist á að sú bygging er talsvert frábrugðin fyrirhuguðum byggingum Landspítalans. Þess vegna notaði ég líka annað viðmið í grein minni sem er Fellahverfi ásamt allri Mjóddinni. En það er erfitt um vik því í raun eru ekki til á Íslandi nægilega stórar byggingar til að nota til samanburðar við nýja Landspítalann. Samanlögð stærð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með öllum tengigöngum og brottfararskálum er t.d. ekki nema 55 þús. ferm. Það er innan við 20% af því byggingarmagni sem á að koma fyrir á lóð Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Guðlaugur Gauti leiðréttur Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. 1. júní 2012 06:00 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. júní sl. með nafninu Guðlaugur Gauti leiðréttur. Ég leitaði logandi ljósi að leiðréttingum Ingólfs en fann ekki. Greinin gefur þó tilefni til að gera betur grein fyrir þáttum sem skipta máli. Eru allir að tala um sama verkið?Í fyrsta lagi er gott að hafa á hreinu að þegar ég fjalla um áformaðar framkvæmdir við nýja Landspítalann þá á ég við báða áfangana eins og þeim er lýst í drögum að greinargerð og skilmálum með deiliskipulaginu. Það er eini mátinn til að meta samanlögð áhrif nýja spítalans á umhverfið. Sumir hafa gripið til þess að tala um 1. áfanga eingöngu, eins og Ingólfur gerir, eða jafnvel hluta af 1. áfanga eins og velferðarráðherra hefur gert. Það læðist reyndar að manni grunur um blekkingar þegar ráðherra segir án frekari skýringa að áætlaður framkvæmdakostnaður verði 45 milljarðar en það gerði hann í ávarpi til ársfundar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum sem ég aflaði mér frá velferðarráðuneytinu er hér átt við að 1. áfangi án bygginga sem HÍ hyggst byggja á lóðinni, án endurbóta á eldra húsnæði og án tækjakaupa muni kosta 45 milljarða. Full starfhæfur fyrsti áfangi verður miklu dýrari en þetta og öll framkvæmdin mun vart kosta minna en 100 milljarða. Skiptir umferð og mengun máli?Það er rétt hjá Ingólfi að mér verður tíðrætt um umferð og mengun. Samkvæmt drögum að Greinargerð um samgöngur frá janúar 2012 er ætlað að ferðum til og frá svæðinu muni fjölga um allt að 12.000 vegna þessa verkefnis (bls. 11). Þetta hefur í för með sér aukna mengun á svæðum sem nú þegar búa við mengun yfir viðmiðunarmörkum í margar vikur á ári. Bílastæðum sem standa notendum spítalans til boða við lok 1. áfanga mun hins vegar fækka um 400 frá því sem nú er. Nú þegar leggja notendur spítalans undir sig fjölda stæða utan lóða spítalans (bls. 10). Þegar bílastæðum fækkar, notendum fjölgar og strangri notkunarstýringu (gjaldtöku) hefur verið komið á munu bílastæði í götum umhverfis lóðina verða notuð í enn ríkara mæli. Árdegis og síðdegis munu myndast biðraðir í götum og við gatnamót umhverfis spítalann (bls. 12). Það er nærtækt að draga þá ályktun að fjöldi ökumanna muni reyna að komast hjá þessum töfum með því að stytta sér leið gegnum nærliggjandi íbúðahverfi. Um þetta hefur ekki verið fjallað svo ég viti. Hefur staðarvalsgreining verið unnin?Ingólfur segir að erlendir sérfræðingar hafi í tvígang unnið hagkvæmnismat fyrir væntanlega framkvæmd. Ég hef bent á að hagkvæmnismat eitt og sér sem unnið er eftir á fyrir einn valkost um staðsetningu hefur takmarkað gildi. Hagkvæmnismat þarf að vera hluti af ítarlegri staðarvalsgreiningu þar sem borin eru saman umhverfisleg, félagsleg, tæknileg og hagræn áhrif margra valkosta um staðsetningu. Ég stend í þeirri meiningu að það hafi ekki legið fyrir hagkvæmnismat þegar 2002 skýrslan um staðsetningu spítalans var gerð og staðsetningin ákveðin. Í skýrslunni stendur m.a. eftirfarandi (bls. 14): „Gerð er lausleg áætlun um heildarkostnað við nýjan spítala í samræmi við þá tillögu White arkitekta, sem nefnd hefur verið Hringbraut II. Í henni er miðað við að meginstarfsemi spítalans verði á suðurhluta lóðarinnar á svæði milli núverandi og fyrirhugaðrar legu Hringbrautar.“ Má bera stærð spítalans saman við Smáralind?Ég held að ég hafi fyrstur manna notað Smáralindina til viðmiðunar um byggingarmagnið sem áætlað er að reisa á lóð Landspítalans. Ég get fallist á að sú bygging er talsvert frábrugðin fyrirhuguðum byggingum Landspítalans. Þess vegna notaði ég líka annað viðmið í grein minni sem er Fellahverfi ásamt allri Mjóddinni. En það er erfitt um vik því í raun eru ekki til á Íslandi nægilega stórar byggingar til að nota til samanburðar við nýja Landspítalann. Samanlögð stærð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með öllum tengigöngum og brottfararskálum er t.d. ekki nema 55 þús. ferm. Það er innan við 20% af því byggingarmagni sem á að koma fyrir á lóð Landspítalans.
Guðlaugur Gauti leiðréttur Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. 1. júní 2012 06:00
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun