Virða skal börn! Margrét María Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2012 09:15 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna markaði tímamót fyrir margar sakir. Enginn alþjóðlegur samningur hefur notið viðlíka stuðnings. Sáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á réttindi og stöðu barna í samfélaginu en einkunnarorð sáttmálans eru vernd, umönnun og þátttaka. Börn eru samkvæmt Barnasáttmálanum virkir þátttakendur í samfélaginu og eiga einstaklingsbundin réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Börn hafa rétt á að tjá sig um mál er þau varða og allir sem bera ábyrgð á þeim eiga að hlusta á þau og taka tillit til þeirra eftir aldri og þroska. Mikill velvilji hefur komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum hvað réttindi barna varðar. Sem dæmi má nefna að í mars 2009 var samþykkt þingsályktun um að lögfesta hann og hefur frumvarp þessa efnis verið birt. Málið hefur þó tafist vegna fyrirvara íslenska ríkisins við c. lið 37. gr. Barnasáttmálans sem fjallar um aðskilnað barna frá fullorðnum í fangelsi. Ítrekað hefur verið skorað á íslenska ríkið að aflétta þessum fyrirvara. Norska ríkið er með samskonar fyrirvara við greinina en þrátt fyrir það hefur sáttmálinn verið lögfestur þar í landi. Umboðsmaður barna hvetur því stjórnvöld til að lögfesta Barnasáttmálann. En þrátt fyrir að enn sé ekki búið að lögfesta sáttmálann mættum við gera miklu betur í því að innleiða hann þannig að hann verði virkt tæki í allri vinnu með börnum og við ákvarðanatöku sem varðar börn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Til að svo verði þarf að stórauka fræðslu um sáttmálann og þann hugsunarhátt sem hann boðar þannig að þeir sem bera ábyrgð á börnum á einn eða annan hátt sjái tengingu milli starfs síns, uppeldishlutverksins og réttinda barna. Málefni barna snerta öll svið samfélagsins; heilbrigðismál, menntamál, skipulagsmál, umhverfismál, fjármál, markaðsmál, atvinnumál og margt fleira. Umboðsmaður barna telur að við getum lært mikið um innleiðingu Barnasáttmálans af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Á morgun, þriðjudag, verður haldin málstofa þar sem fulltrúar norrænna systurstofnana umboðsmanns munu ræða innleiðingu sáttmálans í sínum löndum. Sjá nánar á www.barn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna markaði tímamót fyrir margar sakir. Enginn alþjóðlegur samningur hefur notið viðlíka stuðnings. Sáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á réttindi og stöðu barna í samfélaginu en einkunnarorð sáttmálans eru vernd, umönnun og þátttaka. Börn eru samkvæmt Barnasáttmálanum virkir þátttakendur í samfélaginu og eiga einstaklingsbundin réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Börn hafa rétt á að tjá sig um mál er þau varða og allir sem bera ábyrgð á þeim eiga að hlusta á þau og taka tillit til þeirra eftir aldri og þroska. Mikill velvilji hefur komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum hvað réttindi barna varðar. Sem dæmi má nefna að í mars 2009 var samþykkt þingsályktun um að lögfesta hann og hefur frumvarp þessa efnis verið birt. Málið hefur þó tafist vegna fyrirvara íslenska ríkisins við c. lið 37. gr. Barnasáttmálans sem fjallar um aðskilnað barna frá fullorðnum í fangelsi. Ítrekað hefur verið skorað á íslenska ríkið að aflétta þessum fyrirvara. Norska ríkið er með samskonar fyrirvara við greinina en þrátt fyrir það hefur sáttmálinn verið lögfestur þar í landi. Umboðsmaður barna hvetur því stjórnvöld til að lögfesta Barnasáttmálann. En þrátt fyrir að enn sé ekki búið að lögfesta sáttmálann mættum við gera miklu betur í því að innleiða hann þannig að hann verði virkt tæki í allri vinnu með börnum og við ákvarðanatöku sem varðar börn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Til að svo verði þarf að stórauka fræðslu um sáttmálann og þann hugsunarhátt sem hann boðar þannig að þeir sem bera ábyrgð á börnum á einn eða annan hátt sjái tengingu milli starfs síns, uppeldishlutverksins og réttinda barna. Málefni barna snerta öll svið samfélagsins; heilbrigðismál, menntamál, skipulagsmál, umhverfismál, fjármál, markaðsmál, atvinnumál og margt fleira. Umboðsmaður barna telur að við getum lært mikið um innleiðingu Barnasáttmálans af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Á morgun, þriðjudag, verður haldin málstofa þar sem fulltrúar norrænna systurstofnana umboðsmanns munu ræða innleiðingu sáttmálans í sínum löndum. Sjá nánar á www.barn.is.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar