Virða skal börn! Margrét María Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2012 09:15 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna markaði tímamót fyrir margar sakir. Enginn alþjóðlegur samningur hefur notið viðlíka stuðnings. Sáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á réttindi og stöðu barna í samfélaginu en einkunnarorð sáttmálans eru vernd, umönnun og þátttaka. Börn eru samkvæmt Barnasáttmálanum virkir þátttakendur í samfélaginu og eiga einstaklingsbundin réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Börn hafa rétt á að tjá sig um mál er þau varða og allir sem bera ábyrgð á þeim eiga að hlusta á þau og taka tillit til þeirra eftir aldri og þroska. Mikill velvilji hefur komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum hvað réttindi barna varðar. Sem dæmi má nefna að í mars 2009 var samþykkt þingsályktun um að lögfesta hann og hefur frumvarp þessa efnis verið birt. Málið hefur þó tafist vegna fyrirvara íslenska ríkisins við c. lið 37. gr. Barnasáttmálans sem fjallar um aðskilnað barna frá fullorðnum í fangelsi. Ítrekað hefur verið skorað á íslenska ríkið að aflétta þessum fyrirvara. Norska ríkið er með samskonar fyrirvara við greinina en þrátt fyrir það hefur sáttmálinn verið lögfestur þar í landi. Umboðsmaður barna hvetur því stjórnvöld til að lögfesta Barnasáttmálann. En þrátt fyrir að enn sé ekki búið að lögfesta sáttmálann mættum við gera miklu betur í því að innleiða hann þannig að hann verði virkt tæki í allri vinnu með börnum og við ákvarðanatöku sem varðar börn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Til að svo verði þarf að stórauka fræðslu um sáttmálann og þann hugsunarhátt sem hann boðar þannig að þeir sem bera ábyrgð á börnum á einn eða annan hátt sjái tengingu milli starfs síns, uppeldishlutverksins og réttinda barna. Málefni barna snerta öll svið samfélagsins; heilbrigðismál, menntamál, skipulagsmál, umhverfismál, fjármál, markaðsmál, atvinnumál og margt fleira. Umboðsmaður barna telur að við getum lært mikið um innleiðingu Barnasáttmálans af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Á morgun, þriðjudag, verður haldin málstofa þar sem fulltrúar norrænna systurstofnana umboðsmanns munu ræða innleiðingu sáttmálans í sínum löndum. Sjá nánar á www.barn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna markaði tímamót fyrir margar sakir. Enginn alþjóðlegur samningur hefur notið viðlíka stuðnings. Sáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á réttindi og stöðu barna í samfélaginu en einkunnarorð sáttmálans eru vernd, umönnun og þátttaka. Börn eru samkvæmt Barnasáttmálanum virkir þátttakendur í samfélaginu og eiga einstaklingsbundin réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Börn hafa rétt á að tjá sig um mál er þau varða og allir sem bera ábyrgð á þeim eiga að hlusta á þau og taka tillit til þeirra eftir aldri og þroska. Mikill velvilji hefur komið fram hjá íslenskum stjórnvöldum hvað réttindi barna varðar. Sem dæmi má nefna að í mars 2009 var samþykkt þingsályktun um að lögfesta hann og hefur frumvarp þessa efnis verið birt. Málið hefur þó tafist vegna fyrirvara íslenska ríkisins við c. lið 37. gr. Barnasáttmálans sem fjallar um aðskilnað barna frá fullorðnum í fangelsi. Ítrekað hefur verið skorað á íslenska ríkið að aflétta þessum fyrirvara. Norska ríkið er með samskonar fyrirvara við greinina en þrátt fyrir það hefur sáttmálinn verið lögfestur þar í landi. Umboðsmaður barna hvetur því stjórnvöld til að lögfesta Barnasáttmálann. En þrátt fyrir að enn sé ekki búið að lögfesta sáttmálann mættum við gera miklu betur í því að innleiða hann þannig að hann verði virkt tæki í allri vinnu með börnum og við ákvarðanatöku sem varðar börn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Til að svo verði þarf að stórauka fræðslu um sáttmálann og þann hugsunarhátt sem hann boðar þannig að þeir sem bera ábyrgð á börnum á einn eða annan hátt sjái tengingu milli starfs síns, uppeldishlutverksins og réttinda barna. Málefni barna snerta öll svið samfélagsins; heilbrigðismál, menntamál, skipulagsmál, umhverfismál, fjármál, markaðsmál, atvinnumál og margt fleira. Umboðsmaður barna telur að við getum lært mikið um innleiðingu Barnasáttmálans af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum. Á morgun, þriðjudag, verður haldin málstofa þar sem fulltrúar norrænna systurstofnana umboðsmanns munu ræða innleiðingu sáttmálans í sínum löndum. Sjá nánar á www.barn.is.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun