Verður fiskur veiddur áfram? 30. maí 2012 11:00 Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett fram af þáverandi valdhöfum svo hámarka mætti nýtingu þessara gæða svo úr yrðu sem mest verðmæti. Núverandi valdhöfum hugnast hins vegar ekki sú aðferðarfræði og telja að slík gæði beri að skammta jafnt. Hvað rétt er í þeim efnum skal ég ekki segja, en í allri þessari umræðu virðast þau sjónarmið koma fram í umræðunni að sjómenn og þeir sem þjónusta sjávarútveginn telja gríðarlegt óvissuástand vera uppi um framtíð þeirra þar sem líklegt þykir að sumir atvinnurekendur sem fjárfest hafa í veiðiheimildum séu líklegir til að þola ekki fyrirhugaðar breytingar. Þessar raddir eiga allar það sameiginlegt að það eru vinnuveitendur þeirra sem munu bera skerðingarnar og ljóst er að framtíðaráform þeirra eru óljós. Eitt skulum við þó hafa á hreinu. Á Íslandsmiðum verða stundaðar fiskveiðar áfram um ókomna tíð. Ef við umgöngumst þessa sameiginlegu auðlind okkar af ábyrgð verða alltaf til störf fyrir sjómenn og þá sem hafa atvinnu af því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki. Óvissan sem blasir við vinnuveitendunum er því í raun ekki þeirra sem starfa í þeirra þágu, heldur þeirra sem sitja í húsbóndastólnum. Sú skyldurækni sem margir sýna núverandi húsbændum er merki um að vissara sé að sýna þeim sem situr í stólnum tilhlýðilegan stuðning á meðan óvissan ríkir, því ef hann situr áfram er gott að hafa hann á sínu bandi. Þær áhyggjur sem margir stuðningsmenn virðast hafa í fjölmiðlum, sem hafa í raun engra raunverulegra hagsmuna að gæta, nema að tryggja starfsöryggi sitt ef húsbóndinn heldur velli eru til marks um óttastjórnun þeirra sem vissulega hafa tekið þátt í að hámarka gæðin og myndað verðmætin sem þeir sitja nú um og vilja njóta afraksturs erfiðisins. Hér nota menn rök Pascals um að vissara sé að hugnast æðri völdum ef þau eru raunverulega til. Höfum það hugfast að sama hver niðurstaðan verður um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar verður þá ættu þeir sem í raun hafa engra raunverulegra hagsmuna að gæta, ekki að þurfa búa við slíkan ótta. Umræðan sem virðist snúast um að atvinnuleysi blasi við sjómönnum og þeim sem þjónusta sjávarútveginn er að mínu mati úr lausu lofti gripin. Réttast væri að þeir sem eiga þennan slag, taki hann sjálfir og neyði ekki undirmenn sína á sitt band. Fiskurinn fer ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kvótakerfið sætir endurskoðun og deilt er um hvernig beri að skipta almannagæðum þjóðarinnar svo sanngjarnt sé. Nú ætti að gilda sú regla að menn fái það sem mönnum ber, hvorki meira né minna. Afrakstur mannsins er jú hans einkaeign og honum ætti að vera heimilt að taka til sín það sem hann þarfnast. Þegar gæði og verðmæti eru til staðar kemur alltaf upp sú staða hverjir eigi réttmætt tilkall til þeirra og hvernig við hámörkum þau takmörkuðu gæði sem bjóðast svo allir njóti góðs af. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett fram af þáverandi valdhöfum svo hámarka mætti nýtingu þessara gæða svo úr yrðu sem mest verðmæti. Núverandi valdhöfum hugnast hins vegar ekki sú aðferðarfræði og telja að slík gæði beri að skammta jafnt. Hvað rétt er í þeim efnum skal ég ekki segja, en í allri þessari umræðu virðast þau sjónarmið koma fram í umræðunni að sjómenn og þeir sem þjónusta sjávarútveginn telja gríðarlegt óvissuástand vera uppi um framtíð þeirra þar sem líklegt þykir að sumir atvinnurekendur sem fjárfest hafa í veiðiheimildum séu líklegir til að þola ekki fyrirhugaðar breytingar. Þessar raddir eiga allar það sameiginlegt að það eru vinnuveitendur þeirra sem munu bera skerðingarnar og ljóst er að framtíðaráform þeirra eru óljós. Eitt skulum við þó hafa á hreinu. Á Íslandsmiðum verða stundaðar fiskveiðar áfram um ókomna tíð. Ef við umgöngumst þessa sameiginlegu auðlind okkar af ábyrgð verða alltaf til störf fyrir sjómenn og þá sem hafa atvinnu af því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtæki. Óvissan sem blasir við vinnuveitendunum er því í raun ekki þeirra sem starfa í þeirra þágu, heldur þeirra sem sitja í húsbóndastólnum. Sú skyldurækni sem margir sýna núverandi húsbændum er merki um að vissara sé að sýna þeim sem situr í stólnum tilhlýðilegan stuðning á meðan óvissan ríkir, því ef hann situr áfram er gott að hafa hann á sínu bandi. Þær áhyggjur sem margir stuðningsmenn virðast hafa í fjölmiðlum, sem hafa í raun engra raunverulegra hagsmuna að gæta, nema að tryggja starfsöryggi sitt ef húsbóndinn heldur velli eru til marks um óttastjórnun þeirra sem vissulega hafa tekið þátt í að hámarka gæðin og myndað verðmætin sem þeir sitja nú um og vilja njóta afraksturs erfiðisins. Hér nota menn rök Pascals um að vissara sé að hugnast æðri völdum ef þau eru raunverulega til. Höfum það hugfast að sama hver niðurstaðan verður um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar verður þá ættu þeir sem í raun hafa engra raunverulegra hagsmuna að gæta, ekki að þurfa búa við slíkan ótta. Umræðan sem virðist snúast um að atvinnuleysi blasi við sjómönnum og þeim sem þjónusta sjávarútveginn er að mínu mati úr lausu lofti gripin. Réttast væri að þeir sem eiga þennan slag, taki hann sjálfir og neyði ekki undirmenn sína á sitt band. Fiskurinn fer ekki neitt.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun