Þingræðið og meint málþóf Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 30. maí 2012 11:00 Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. Sjálft þingræðið er í hættu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Undir þetta tók formaður vinstri grænna um helgina og býsnaðist mjög mæðulega yfir því hversu ómöguleg núverandi stjórnarandstaða væri – hún væri meira að segja búin að breyta og eyðileggja gamla góða málþófið sem hann þekkti svo vel. Svo talaði hann um bústörf og grásleppuvertíðir og að engum heilvita manni dytti í hug að stinga af í miðri uppskeru eða sleppa því að vitja neta sinna. Umrætt ákvæði þingskapa sem ekki hefur verið notað í áratugi, er neyðarhemill. Honum var ekki beitt í umræðunni um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki í umræðum um Kárahnjúkavirkjun, fjölmiðlalög, samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði eða Icesave, svo nokkur dæmi í þingsögunni séu nefnd. En nú er sum sé tilefni til að dusta af því rykið því hin óbilgjarna stjórnarandstaða kann ekki með málfrelsið að fara. Það er rétt að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að klára mörg mál á þessu þingi. Og það er alveg rétt hjá Steingrími ráðherra að það ætti að vera komið að uppskerutíð – svona miðað við árstíma. En bóndasonur að norðan ætti jafnframt að vita að ef menn plægja ekki akurinn og sá ekki í tæka tíð verður engin uppskera. Ráðherra sjávarútvegsmála veit líka fullvel að það þýðir ekkert að vitja neta sem ekki hafa verið lögð. Og þannig er staðan í þinginu. Ríkisstjórnin kom seint fram með illa undirbúin mál sem mörg hver átti eftir að ná samkomulagi um milli stjórnarflokkanna og fylgihreyfinga hennar. Til viðbótar hefur hvert átakamálið af öðru verið sett í forgang – breytingar á stjórnarráðinu, stjórnarskránni, Vaðlaheiðargöng – og þannig tafið allan eðlilegan framgang annarra mála. Að ekki sé minnst á risavöxnu málin, sjávarútvegsfrumvörpin tvö og rammaáætlun, sem enn eru í vinnslu í nefndum Alþingis nú í upphafi þeirrar viku sem samkvæmt starfsáætlun á að vera lokavika þingsins. Það er því í senn kjánalegt og verulega umhugsunarvert að forystumenn vinstri grænna skuli láta sér detta það í hug að fara fram á að neyðarhemli þingskapanna verði beitt við núverandi aðstæður. Ekki síst þegar sagan og tölurnar eru skoðaðar. Steingrímur Joð sem kveinkar sér undan „nýrri gerð málþófs", þar sem athugasemdir hafa tekið við af löngum ræðum, á nefnilega öll met sem til eru í ræðumennsku á Alþingi, fyrir utan lengstu samfelldu ræðuna, en þar á metið félagi hans í ríkisstjórninni, Jóhanna Sigurðardóttir. Sú sem þetta ritar hefur ekki roð við stjórnarandstæðingnum Steingrími sem í 18 ára stjórnarandstöðutíð sinni hélt að meðaltali ræður í tæplega 30 klst. á hverju þingi og gerði að meðaltali athugasemdir í 5 klst. Toppnum náði hann 1992 þegar hann talaði í tæplega 50 klst. á einu og sama þinginu og gerði athugasemdir í rúmlega 5 klst. Til samanburðar hefur undirrituð haldið ræður á yfirstandandi þingi í rúmar 6 klst. og gert athugasemdir í rúmar 4 klst. Athugasemdir stjórnarandstæðingsins Steingríms hafa yfirleitt tekið lengri tíma en ræðuhöld undirritaðrar. Það setur að mér hroll við að upplifa það að stjórnvöldum skuli í alvörunni koma það til hugar að takmarka málfrelsi þingmanna til þess að leysa heimatilbúið vandamál ósamstæðrar ríkisstjórnar. Ég hélt satt að segja að það gerðist bara í öðrum löndum, löndum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þingflokksformaður vinstri grænna beinir þeim tilmælum til forseta Alþingis í gegnum fjölmiðla að beita ákvæði þingskapa til að stöðva umræður á þinginu og láta mál ganga til atkvæða. Sjálft þingræðið er í hættu vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Undir þetta tók formaður vinstri grænna um helgina og býsnaðist mjög mæðulega yfir því hversu ómöguleg núverandi stjórnarandstaða væri – hún væri meira að segja búin að breyta og eyðileggja gamla góða málþófið sem hann þekkti svo vel. Svo talaði hann um bústörf og grásleppuvertíðir og að engum heilvita manni dytti í hug að stinga af í miðri uppskeru eða sleppa því að vitja neta sinna. Umrætt ákvæði þingskapa sem ekki hefur verið notað í áratugi, er neyðarhemill. Honum var ekki beitt í umræðunni um aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki í umræðum um Kárahnjúkavirkjun, fjölmiðlalög, samræmdan gagnagrunn á heilbrigðissviði eða Icesave, svo nokkur dæmi í þingsögunni séu nefnd. En nú er sum sé tilefni til að dusta af því rykið því hin óbilgjarna stjórnarandstaða kann ekki með málfrelsið að fara. Það er rétt að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að klára mörg mál á þessu þingi. Og það er alveg rétt hjá Steingrími ráðherra að það ætti að vera komið að uppskerutíð – svona miðað við árstíma. En bóndasonur að norðan ætti jafnframt að vita að ef menn plægja ekki akurinn og sá ekki í tæka tíð verður engin uppskera. Ráðherra sjávarútvegsmála veit líka fullvel að það þýðir ekkert að vitja neta sem ekki hafa verið lögð. Og þannig er staðan í þinginu. Ríkisstjórnin kom seint fram með illa undirbúin mál sem mörg hver átti eftir að ná samkomulagi um milli stjórnarflokkanna og fylgihreyfinga hennar. Til viðbótar hefur hvert átakamálið af öðru verið sett í forgang – breytingar á stjórnarráðinu, stjórnarskránni, Vaðlaheiðargöng – og þannig tafið allan eðlilegan framgang annarra mála. Að ekki sé minnst á risavöxnu málin, sjávarútvegsfrumvörpin tvö og rammaáætlun, sem enn eru í vinnslu í nefndum Alþingis nú í upphafi þeirrar viku sem samkvæmt starfsáætlun á að vera lokavika þingsins. Það er því í senn kjánalegt og verulega umhugsunarvert að forystumenn vinstri grænna skuli láta sér detta það í hug að fara fram á að neyðarhemli þingskapanna verði beitt við núverandi aðstæður. Ekki síst þegar sagan og tölurnar eru skoðaðar. Steingrímur Joð sem kveinkar sér undan „nýrri gerð málþófs", þar sem athugasemdir hafa tekið við af löngum ræðum, á nefnilega öll met sem til eru í ræðumennsku á Alþingi, fyrir utan lengstu samfelldu ræðuna, en þar á metið félagi hans í ríkisstjórninni, Jóhanna Sigurðardóttir. Sú sem þetta ritar hefur ekki roð við stjórnarandstæðingnum Steingrími sem í 18 ára stjórnarandstöðutíð sinni hélt að meðaltali ræður í tæplega 30 klst. á hverju þingi og gerði að meðaltali athugasemdir í 5 klst. Toppnum náði hann 1992 þegar hann talaði í tæplega 50 klst. á einu og sama þinginu og gerði athugasemdir í rúmlega 5 klst. Til samanburðar hefur undirrituð haldið ræður á yfirstandandi þingi í rúmar 6 klst. og gert athugasemdir í rúmar 4 klst. Athugasemdir stjórnarandstæðingsins Steingríms hafa yfirleitt tekið lengri tíma en ræðuhöld undirritaðrar. Það setur að mér hroll við að upplifa það að stjórnvöldum skuli í alvörunni koma það til hugar að takmarka málfrelsi þingmanna til þess að leysa heimatilbúið vandamál ósamstæðrar ríkisstjórnar. Ég hélt satt að segja að það gerðist bara í öðrum löndum, löndum sem við höfum hingað til ekki viljað bera okkur saman við.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar