450 hommar og lesbíur keppa í sundi í Reykjavík 30. maí 2012 10:00 Þeir Jón Þór og Bjarni hafa verið tveir af aðalvítamínsprautum sundliðs Íslands á mótinu undanfarin ár. Þeir koma þó ekki til með að taka þátt núna í ár þar sem öll þeirra orka fer í undirbúning mótsins. „Við erum að tala um alveg 800 aukaeistu í bænum yfir þessa daga,“ segir Jón Þór Þorleifsson einn skipuleggjandi mótsins, en um 450 manns alls staðar að úr heiminum eru komnir hingað til lands til að taka þátt, 90% hommar og 10% lesbíur. Mótið gengur undir nafninu IGLA Championships (International Gay and Lesbian Aquatics) og er heimsmeistaramót samkynhneigðra í sundgreinum. Það hefur verið haldið í tugi ára en þetta er í fyrsta skipti sem það er haldið hérlendis. „Við vorum skoraðir til að halda mótið yfir bjór í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum. Við tókum þeirri áskorun og sóttum um að fá að halda það. Við fengum 100% atkvæða á fundinum þar sem ákvörðunin var tekin ári seinna, en það er ekki algengt að það gerist,“ segir Jón Þór. Undirbúningur mótsins hefur tekið um 2 ár, en það er Íþróttafélagið Styrmir sem stendur á bak við það og fer Jón Þór þar í forsvari ásamt Bjarna Snæbjörnssyni. Íþróttafélagið Styrmir stílar inn á samkynhneigða en er fordómalaust félag og gagnkynhneigt fólk stundar einnig íþróttir þar, til dæmis er allt íslenska liðið í vatnspóló skipað gagnkynhneigðum strákum. Auk sundsambands Styrmis hafa Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið komið að mótinu og styrkt það. „Þetta er líka alveg frábært fyrir hagkerfið því það er ótrúlega mikið af fólki að koma til landsins, margir sem koma fyrr eða dvelja lengur, og öll skilja þau eftir pening í landinu,“ segir Jón Þór. Keppt verður í hefðbundnu sundi, víðavangssundi, sundknattleik, dýfingum og samhæfðri sundfimi og fer mótið fram í Laugardalslauginni og Sundhöllinni. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með og er aðgangur ókeypis. Einnig verður boðið upp á ókeypis námskeið í samhæfðri sundfimi í Sundhöllinni sem allir geta skráð sig á svo framarlega sem þeir séu eldri en 16 ára og ná að synda 100 metra án þess að stoppa. „Ég prufaði einu sinni samhæfða sundfimi og þetta er alveg brjálæðislega erfitt, ég var næstum því drukknaður,“ segir Jón Þór. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á heimasíðunni Igla2012.org. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira
„Við erum að tala um alveg 800 aukaeistu í bænum yfir þessa daga,“ segir Jón Þór Þorleifsson einn skipuleggjandi mótsins, en um 450 manns alls staðar að úr heiminum eru komnir hingað til lands til að taka þátt, 90% hommar og 10% lesbíur. Mótið gengur undir nafninu IGLA Championships (International Gay and Lesbian Aquatics) og er heimsmeistaramót samkynhneigðra í sundgreinum. Það hefur verið haldið í tugi ára en þetta er í fyrsta skipti sem það er haldið hérlendis. „Við vorum skoraðir til að halda mótið yfir bjór í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum. Við tókum þeirri áskorun og sóttum um að fá að halda það. Við fengum 100% atkvæða á fundinum þar sem ákvörðunin var tekin ári seinna, en það er ekki algengt að það gerist,“ segir Jón Þór. Undirbúningur mótsins hefur tekið um 2 ár, en það er Íþróttafélagið Styrmir sem stendur á bak við það og fer Jón Þór þar í forsvari ásamt Bjarna Snæbjörnssyni. Íþróttafélagið Styrmir stílar inn á samkynhneigða en er fordómalaust félag og gagnkynhneigt fólk stundar einnig íþróttir þar, til dæmis er allt íslenska liðið í vatnspóló skipað gagnkynhneigðum strákum. Auk sundsambands Styrmis hafa Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið komið að mótinu og styrkt það. „Þetta er líka alveg frábært fyrir hagkerfið því það er ótrúlega mikið af fólki að koma til landsins, margir sem koma fyrr eða dvelja lengur, og öll skilja þau eftir pening í landinu,“ segir Jón Þór. Keppt verður í hefðbundnu sundi, víðavangssundi, sundknattleik, dýfingum og samhæfðri sundfimi og fer mótið fram í Laugardalslauginni og Sundhöllinni. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með og er aðgangur ókeypis. Einnig verður boðið upp á ókeypis námskeið í samhæfðri sundfimi í Sundhöllinni sem allir geta skráð sig á svo framarlega sem þeir séu eldri en 16 ára og ná að synda 100 metra án þess að stoppa. „Ég prufaði einu sinni samhæfða sundfimi og þetta er alveg brjálæðislega erfitt, ég var næstum því drukknaður,“ segir Jón Þór. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á heimasíðunni Igla2012.org. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira