Þegar tunnurnar þagna Birgir Örn Guðjónsson skrifar 25. maí 2012 06:00 Ég er þreyttur á að vera reiður. En samt var eigninni minni stolið ásamt öllu mínu sparifé og án alvöru lausna horfi ég fram á gjaldþrot fjölskyldunnar, þrátt fyrir að ég sé í fastri vinnu og hafi borgað alla mína reikninga. Þetta er ekki sanngjörn staða og reiði er fullkomlega eðlileg og réttmæt. Þess vegna er svo freistandi að halda í hana. En hversu lengi? Mér finnst reiðin og biturleikinn í samfélaginu fara vaxandi. Reiðin getur stundum virkað sem drifkraftur. Hún þjappar þeim saman sem bera sömu tilfinningar og vekur samkennd. Búsáhaldabyltingin var t.d sprottin upp úr slíkri samkennd. Okkur var nóg boðið og við stóðum upp og börðum í borðið. En hvert fór allt fólkið sem var á Austurvelli? Mörgum finnst þögnin í dag þrúgandi. Er búið að svæfa fólk, er úthaldið þrotið eða eru allir svona sáttir við sinn hlut? Reiðin virkar svipað og orkudrykkur. Hún vekur okkur og kemur okkur úr sporunum. En þessi orka varir stutt og allt í einu erum við andlaus og tóm og við setjum traust okkar á hina íslensku þjóðtrú um að „þetta reddist“. Reiðin er ekki góður grunnur til uppbyggingar. Hún þurrkar okkur upp og hefndarþorstinn verður sífellt sterkari. Þeim þorsta verður aðeins svalað með hugarfarsbreytingu. Í þeirri hugarfarsbreytingu felst m.a. fyrirgefning. En að fyrirgefa snýst samt ekki um að samþykkja það sem gert hefur verið á manns hlut. Að fyrirgefa er ekki það sama og að gefast upp. Að fyrirgefa snýst um að slíta böndin sem halda okkur föstum svo við getum haldið áfram að stefna að því marki sem okkur var ætlað. Læra af liðnum atburðum en hætta að láta þá stjórna okkur. Ef við viljum alvöru uppbyggingu í íslensku samfélagi þarf nýja hugsun. Hugsun sem byggir upp en rífur ekki niður. Hugsun sem sameinar en sundrar ekki. Hugsun sem byggir á gjafmildi en ekki græðgi. Hugsun sem berst fyrir fólk en ekki fyrir pólitískar stefnur. Hugsun sem ber virðingu fyrir öllum, líka þeim sem hafa aðrar skoðanir en við sjálf og eiga minni eða meiri pening. Hugsun sem byggir á samstöðu. Það þarf byltingu í íslensku samfélagi. En byltingin þarf ekki að vera blóðug. Henni þurfa ekki að fylgja tárvot augu á reykmettuðum Austurvelli. Henni þarf ekki að fylgja grjótkast í lögreglumenn sem eru að berjast við sama kerfi og allir aðrir. Ég get ekki sætt mig við að „þetta reddist“. Ekki þegar ég veit að það er í mínu valdi að byggja þá framtíð sem ég treysti fyrir börnunum mínum. Höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Höldum áfram að berjast fyrir framtíð okkar og næstu kynslóða á okkar frábæra landi. En í þessari baráttu skulum við koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Það er þess virði. Að lokum. Ein og sér er þessi grein bara innantóm orð, en samstaða um innihald hennar getur breytt miklu. Boltinn er hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég er þreyttur á að vera reiður. En samt var eigninni minni stolið ásamt öllu mínu sparifé og án alvöru lausna horfi ég fram á gjaldþrot fjölskyldunnar, þrátt fyrir að ég sé í fastri vinnu og hafi borgað alla mína reikninga. Þetta er ekki sanngjörn staða og reiði er fullkomlega eðlileg og réttmæt. Þess vegna er svo freistandi að halda í hana. En hversu lengi? Mér finnst reiðin og biturleikinn í samfélaginu fara vaxandi. Reiðin getur stundum virkað sem drifkraftur. Hún þjappar þeim saman sem bera sömu tilfinningar og vekur samkennd. Búsáhaldabyltingin var t.d sprottin upp úr slíkri samkennd. Okkur var nóg boðið og við stóðum upp og börðum í borðið. En hvert fór allt fólkið sem var á Austurvelli? Mörgum finnst þögnin í dag þrúgandi. Er búið að svæfa fólk, er úthaldið þrotið eða eru allir svona sáttir við sinn hlut? Reiðin virkar svipað og orkudrykkur. Hún vekur okkur og kemur okkur úr sporunum. En þessi orka varir stutt og allt í einu erum við andlaus og tóm og við setjum traust okkar á hina íslensku þjóðtrú um að „þetta reddist“. Reiðin er ekki góður grunnur til uppbyggingar. Hún þurrkar okkur upp og hefndarþorstinn verður sífellt sterkari. Þeim þorsta verður aðeins svalað með hugarfarsbreytingu. Í þeirri hugarfarsbreytingu felst m.a. fyrirgefning. En að fyrirgefa snýst samt ekki um að samþykkja það sem gert hefur verið á manns hlut. Að fyrirgefa er ekki það sama og að gefast upp. Að fyrirgefa snýst um að slíta böndin sem halda okkur föstum svo við getum haldið áfram að stefna að því marki sem okkur var ætlað. Læra af liðnum atburðum en hætta að láta þá stjórna okkur. Ef við viljum alvöru uppbyggingu í íslensku samfélagi þarf nýja hugsun. Hugsun sem byggir upp en rífur ekki niður. Hugsun sem sameinar en sundrar ekki. Hugsun sem byggir á gjafmildi en ekki græðgi. Hugsun sem berst fyrir fólk en ekki fyrir pólitískar stefnur. Hugsun sem ber virðingu fyrir öllum, líka þeim sem hafa aðrar skoðanir en við sjálf og eiga minni eða meiri pening. Hugsun sem byggir á samstöðu. Það þarf byltingu í íslensku samfélagi. En byltingin þarf ekki að vera blóðug. Henni þurfa ekki að fylgja tárvot augu á reykmettuðum Austurvelli. Henni þarf ekki að fylgja grjótkast í lögreglumenn sem eru að berjast við sama kerfi og allir aðrir. Ég get ekki sætt mig við að „þetta reddist“. Ekki þegar ég veit að það er í mínu valdi að byggja þá framtíð sem ég treysti fyrir börnunum mínum. Höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Höldum áfram að berjast fyrir framtíð okkar og næstu kynslóða á okkar frábæra landi. En í þessari baráttu skulum við koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Það er þess virði. Að lokum. Ein og sér er þessi grein bara innantóm orð, en samstaða um innihald hennar getur breytt miklu. Boltinn er hjá þér.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar