Skoðun

Stjórnmálasamtökum er gert mishátt undir höfði

María Grétarsdóttir og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar
Mikilvægt er í samfélagsumræðunni að sanngirni sé gætt í samanburði á sýnileika stjórnmálasamtaka og rýnt sé í ástæður þess að sum eru sýnilegri en önnur. Margar ástæður geta legið að baki, svo sem eignarhald og tenging ákveðinna fjölmiðla við stjórnmálasamtök sem og mismikil fjárráð stjórnmálasamtaka. Hér er ætlunin að rýna í þá fjárhagslegu mismunun sem stjórnmálasamtök búa við og þó sér í lagi þá áskorun sem það er nýjum framboðum að keppa við eldri framboð í sínum fyrstu kosningum.

Í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra kemur fram að árlega skuli úthluta fé úr ríkissjóði til „starfsemi stjórnmálasamtaka" (3. gr. laga nr. 162/2006) sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn í næstliðnum alþingiskosningum. Þetta þýðir að þau stjórnmálasamtök sem fengu a.m.k. einn mann kjörinn inn á þing eða a.m.k. 2,5% atkvæða í síðustu alþingiskosningum fá úthlutað fé úr ríkissjóði einu sinni á ári samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Fjárhæðinni er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn.

Í 3. gr. þessara laga er gert ráð fyrir þeim stjórnmálasamtökum sem fengu engan mann kjörinn í síðustu alþingiskosningum og nýjum framboðum. Þar segir að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geti sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði að loknum kosningum til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu. Styrkurinn verður þó aldrei hærri en þrjár milljónir.

Árlega er líka veitt fé úr ríkissjóði til „starfsemi þingflokka" á Alþingi samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Greiða skal jafna fjárhæð fyrir hvern þingmann sem kallast „eining". Að auki er greidd ein eining á hvern þingflokk. Þessu til viðbótar er tólf einingum úthlutað til þingflokka þeirra stjórnmálasamtaka sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn. Þær skiptast hlutfallslega á milli þeirra. Það er forsætisnefnd Alþingis sem setur nánari reglur um þessar greiðslur samkvæmt 4. gr. laga nr. 162/2006.

Í töflunni hér fyrir neðan hafa framlög úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka og þingflokka á árinu 2012 verið lögð saman svo hægt sé að bera saman fjárráð þeirra sem munu bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Stjórnmálaflokkar og þingmenn eru taldir til þeirra framboða sem þeir hafa lýst yfir að þeir muni bjóða fram með í næstu alþingiskosningum. Framlag vegna Atla Gíslasonar er því ekki talið hér.

Flokkur

Þingmenn

Samtals

Samfylking

1

16

104.067.144

Sjálfstæðisflokkur

1

20

87.450.202

Framsóknarflokkur

1

9

53.919.545

Vinstri grænir

1

12

74.258.984

Dögun

1

3

25.357.875

Björt framtíð

 1

648.750

SAMSTAÐA

 1

648.750

Samtals

 62

347.000.000

Af tölunum ætti að vera ljóst að SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar, ásamt öðrum nýjum framboðum, mun ekki keppa við fjórflokkana eða Hreyfinguna, nú Dögun, á jafnræðisgrundvelli í næstu kosningum. Nýju framboðin munu þurfa að reiða sig á netmiðla og útsjónarsemi við kynningu á stefnu sinni og frambjóðendum á meðan núverandi flokkar geta keypt aðgang að kjósendum í gegnum stærri og skilvirkari fjölmiðla.




Skoðun

Sjá meira


×