Svíar segja að nýtt NATO hafi orðið til 22. maí 2012 07:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO sem haldinn er í Chicago í Bandaríkjunum. Þúsundir efndu til mótmæla nálægt fundarstaðnum. Fréttablaðið/AFP NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. Nýtt NATO er orðið til. Þetta er mat forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredriks Reinfeldt, sem setið hefur fund NATO og samstarfsríkja bandalagsins í Chicago í Bandaríkjunum. Í grein í Svenska Dagbladet, sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar og Karin Enström varnarmálaráðherra skrifa ásamt Reinfeldt, segjast þau sjá hvernig NATO einblíni ekki lengur á eigin varnir, heldur taki æ oftar þátt í alþjóðlegum friðaraðgerðum. Vegna þessarar nýju stefnu verði samstarfsríkin mikilvægari. Fjallað var sérstaklega um samstarfsríkin á leiðtogafundinum. Svíar, sem voru beðnir um að flytja fyrstu framsöguna á leiðtogafundinum, lögðu á það áherslu að halda yrði áfram alþjóðlegum stuðningi við Afganistan eftir brotthvarf alþjóðlegra hersveita þaðan en heimkvaðning þeirra og fjármögnun öryggissveita Afgana sjálfra var aðalfundarefnið. Ákveðið hafði verið að nær allir erlendu hermennirnir, sem eru 130 þúsund, yrðu farnir frá Afganistan í síðasta lagi fyrir árslok 2014. Slæmur efnahagur heima fyrir og þreyta almennings á stríðsrekstri veldur því hins vegar að mörg lönd vilja flýta heimkvaðningunni. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins í Sýrlandi. Hann sagði NATO fordæma aðgerðir sýrlensku öryggissveitanna og árásir þeirra á almenna borgara. Hins vegar væri hernaðaríhlutun NATO í Sýrlandi ekki á dagskrá. NATO hefur sætt gagnrýni vegna meints afskiptaleysis. Um 50 forsetum, forsætisráðherrum og utanríkisráðherrum var boðið til fundarins í Chicago en fulltrúar Rússlands mættu ekki. Greint var frá því á heimasíðu rússneska forsetans, Vladimirs Pútín, að hann væri upptekinn við stjórnarmyndun. Ákveðið var á NATO-fundinum að hefja vinnu vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna fyrir Evrópu þrátt fyrir mótmæli Rússa. Kerfið verður þar með alþjóðlegt en samningaviðræður um það hafa staðið í mörg ár. Rætt hefur verið um hvar eldflaugarnar eigi að vera og hafa Pólland og Tékkland verið nefnd í því sambandi. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Jan Hellenberg, prófessor við Varnarmálaháskólann í Svíþjóð, að menn óttist nýtt kalt stríð. Rússar séu meðal annars að flytja hersveitir nær landamærunum við Eystrasaltslönd. Bandaríkin munu einnig koma fyrir eldflaugum við austurhluta Miðjarðarhafs til þess að geta varið Ísrael. Á leiðtogafundinum, sem var einn sá stærsti í sögu NATO, var jafnframt ákveðið að kaupa fimm fjarstýrðar flugvélar fyrir lofthelgi Evrópu. Bandaríkin nota slíkar flugvélar einkum í Afganistan og Pakistan. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO auk Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri fulltrúa Íslands. ibs@frettabladid.is Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. Nýtt NATO er orðið til. Þetta er mat forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredriks Reinfeldt, sem setið hefur fund NATO og samstarfsríkja bandalagsins í Chicago í Bandaríkjunum. Í grein í Svenska Dagbladet, sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar og Karin Enström varnarmálaráðherra skrifa ásamt Reinfeldt, segjast þau sjá hvernig NATO einblíni ekki lengur á eigin varnir, heldur taki æ oftar þátt í alþjóðlegum friðaraðgerðum. Vegna þessarar nýju stefnu verði samstarfsríkin mikilvægari. Fjallað var sérstaklega um samstarfsríkin á leiðtogafundinum. Svíar, sem voru beðnir um að flytja fyrstu framsöguna á leiðtogafundinum, lögðu á það áherslu að halda yrði áfram alþjóðlegum stuðningi við Afganistan eftir brotthvarf alþjóðlegra hersveita þaðan en heimkvaðning þeirra og fjármögnun öryggissveita Afgana sjálfra var aðalfundarefnið. Ákveðið hafði verið að nær allir erlendu hermennirnir, sem eru 130 þúsund, yrðu farnir frá Afganistan í síðasta lagi fyrir árslok 2014. Slæmur efnahagur heima fyrir og þreyta almennings á stríðsrekstri veldur því hins vegar að mörg lönd vilja flýta heimkvaðningunni. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins í Sýrlandi. Hann sagði NATO fordæma aðgerðir sýrlensku öryggissveitanna og árásir þeirra á almenna borgara. Hins vegar væri hernaðaríhlutun NATO í Sýrlandi ekki á dagskrá. NATO hefur sætt gagnrýni vegna meints afskiptaleysis. Um 50 forsetum, forsætisráðherrum og utanríkisráðherrum var boðið til fundarins í Chicago en fulltrúar Rússlands mættu ekki. Greint var frá því á heimasíðu rússneska forsetans, Vladimirs Pútín, að hann væri upptekinn við stjórnarmyndun. Ákveðið var á NATO-fundinum að hefja vinnu vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna fyrir Evrópu þrátt fyrir mótmæli Rússa. Kerfið verður þar með alþjóðlegt en samningaviðræður um það hafa staðið í mörg ár. Rætt hefur verið um hvar eldflaugarnar eigi að vera og hafa Pólland og Tékkland verið nefnd í því sambandi. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Jan Hellenberg, prófessor við Varnarmálaháskólann í Svíþjóð, að menn óttist nýtt kalt stríð. Rússar séu meðal annars að flytja hersveitir nær landamærunum við Eystrasaltslönd. Bandaríkin munu einnig koma fyrir eldflaugum við austurhluta Miðjarðarhafs til þess að geta varið Ísrael. Á leiðtogafundinum, sem var einn sá stærsti í sögu NATO, var jafnframt ákveðið að kaupa fimm fjarstýrðar flugvélar fyrir lofthelgi Evrópu. Bandaríkin nota slíkar flugvélar einkum í Afganistan og Pakistan. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO auk Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri fulltrúa Íslands. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira