Erlent

Fimm manns fórust í Tbilisi

Fimm manns fórust í Tbilisi, höfuðborg Georgíu. fréttablaðið/AP
Fimm manns fórust í Tbilisi, höfuðborg Georgíu. fréttablaðið/AP
Fimm manns fórust af völdum mikilla flóða í Tbilisi, höfuðborg Georgíu í gær. Móðir með tvö ung börn, eldri kona og eldri maður fórust í Ortachala-hverfinu eftir að áin Kura flæddi yfir bakka sína. Þau festust öll inni á heimilum sínum og létust þegar híbýlin hrundu. Að sögn sjónarvotta fór vatnshæðin sums staðar yfir þrjá metra. Rafmagn fór af mörgum hverfum og bílar flutu eftir götunum. Herinn í Georgíu aðstoðaði fólk sem var í vanda statt og hjálpaði því að færa sig um set. Spáð er rigningu næstu þrjá daga í Georgíu. -fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×