Erlent

Egyptar spá í forsetakjörið

Amr Moussa og Abdelmoneim Abul Fotouh í sjónvarpskappræðum. nordicphotos/AFP
Amr Moussa og Abdelmoneim Abul Fotouh í sjónvarpskappræðum. nordicphotos/AFP
Tveir forsetaframbjóðendur mættust í sjónvarpskappræðum í Egyptalandi fyrir helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í sögunni sem Egyptar upplifa þessa tegund kosningabaráttu og þá opinskáu gagnrýni sem henni getur fylgt.

Þeir Amr Moussa, fyrrverandi leiðtogi Arababandalagsins, og Abdelmoneim Abul Fotouh, sem er hófsamur múslimi, skutu föstum skotum hvor á annan. Ágreiningur þeirra í kappræðunum snerist einkum um hlutverk trúarbragða í samfélaginu og hvernig eigi að koma á lýðræðisumbótum í Egyptalandi. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×