Týndur á Paddington Róbert Marshall skrifar 11. maí 2012 06:00 Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á fyrsta áratug ævi minnar hvarf pabbi hægt og örugglega inn í myrkur sjúkdóms sem tætti hann í sig þar til ekkert var eftir. Alkóhólisminn át í sig kímnigáfuna, stríðnisblikið í auganu, góðsemdina og hlýjuna sem stafaði af þessum ljúfa manni sem las fyrir mig söguna um bangsann sem týndist á Paddington-lestarstöðinni. Ég man hvernig var að hvíla höfuðið á brjósti hans sem reis og hneig og finna hrjúfa skeggbroddana strjúkast við ennið. Svo man ég skrímslið sem birtist þegar hann drakk; samanherpta reiðiröddina, krepptan hnefa og ótta í lofti. Það er furðulegt hverju börn geta vanist. Sjö ára sagði ég mömmu að ég vonaði að pabbi yrði ekki fullur um jólin. Þegar ég ákvað sjálfur að hætta að drekka áfengi fyrir nokkrum árum var það að stærstum hluta vegna þess að ég hafði séð og upplifað hversu stjórnlaus drykkjusjúklingur er yfir eigin lífi. Þó það hafi komið flestum á óvart í kringum mig þá fann ég fyrir föðurarfinum. Eftir nokkurra mánaða edrúmennsku og ráðgjöf hjá SÁÁ skráði ég mig í göngudeildarmeðferð hjá samtökunum og lærði upp á nýtt að lifa án áfengis. Mín stóra eftirsjá er að hafa ekki gert það fyrr. Það átti aldrei við mig að drekka. Ég gerði það vegna þess að samfélag okkar gerir ráð fyrir því. Það er ógæfa okkar Íslendinga. En það er líka ótrúleg gæfa að eiga svo öflugan bakhjarl í okkar samfélagi sem SÁÁ er. Lífsgæði mín og þúsunda annarra hafa stóraukist fyrir tilverknað þeirra. Því miður var SÁÁ á frumstigi þegar faðir minn flosnaði upp úr lífinu og hvarf út í buskann með flöskuna sem ferðafélaga. Við heyrðumst stopult í gegnum árin og svo sjaldnar og sjaldnar. Síðasta bréfið kom frá Blackpool eftir 16 ára fjarvist. Þegar ég og bróðir minn fórum út og hittum hann þekkti hann okkur ekki í sundur. Hvernig ætti það að vera? Þau voru fjögurra, sjö og tíu ára börnin sem Bakkus tók af honum. Ég þekkti ekki þennan mann heldur. Það sem eftir stóð var brotin skel og ráðvillt sál; skurnin af manninum sem hann var. Við fylgdum honum til London og kvöddumst á Paddington-lestarstöðinni á dapurlegasta degi lífs míns fyrir 11 árum. Til hans hefur hvorki heyrst né sést síðan. Hann týndist á Paddington. Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur. Hann leggur líf fólks í rúst og skeytir hvorki um stétt né stöðu. Það er skuggi yfir lífi barna sem alast upp við þær aðstæður sem hann skapar. En það er sem betur fer til lausn og hún getur verið ótrúlega einföld ef gripið er inn í framþróun sjúkdómsins snemma. Þegar álfasalan hjá SÁÁ hefst þá kaupi ég alltaf tvo álfa. Einn fyrir mig og annan fyrir pabba. Þekkir þú ekki einhvern sem þarf að læra á lífið aftur? Þú getur hjálpað með því að styrkja SÁÁ og álfasöluna. Einn álf fyrir þig og annan fyrir þann sem þú veist að þarf á því að halda. Þannig treystir þú sameiginlega velferð okkar allra.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun