Mannleg meindýr Jón M. Ívarsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Menn eru misjafnir og samskipti þeirra með ýmsu móti. Sem betur fer er meirihlutinn gott fólk eða að minnsta kosti sæmilegt sem lætur fremur gott en illt af sér leiða, hugsar vel um fjölskyldu sína og heldur frið við nágrannana. Sem sagt venjulegt fólk. Það er gott að fæðast inn í slíka fjölskyldu en mótsögnin er sú að venjulegt fólk er oft berskjaldað fyrir mannvonskunni sem sumir menn hafa til að bera. Það hefur ekki hugarflug til að ímynda sér þá siðblindu sem stundum leynist undir yfirborðinu í næsta húsi. Jafnvel í eigin húsi. Það á við um þau úrhrök sem fremja nauðganir og sifjaspell. Slíkir menn eru réttnefnd meindýr í mannlegu samfélagi. Þetta eru yfirleitt sjálfhverfir menn. Öll þeirra veröld snýst um þá sjálfa og þeirra langanir. Smeðjulegur sjarmi einkennir ósjaldan framkomu þeirra og mörgum sem kynnast þeim lauslega þykir mikið til þeirra koma. Þeir ráðskast með fjölskyldu sína enda líta þeir á hana sem sína eign. Veiti einhver þeim viðnám er honum útskúfað og oft er þeim orðrómi komið á kreik að viðkomandi eigi við geðræn vandamál að stríða. Það eru slíkir menn sem fremja kynferðisglæpi innan fjölskyldunnar. Menn sem níðast á dætrum sínum, stjúpdætrum, frænkum og skjólstæðingum af hvaða tagi sem er. Þetta eru líka bræður, frændur, afar og allir hinir. Þeim er ekkert heilagt. Hvað gerir barnung stúlka þegar faðir hennar kemur og lýsir yfir ást sinni á henni en segir jafnframt að hann verði að fá að tjá henni þessa ást með því að hafa samfarir við hana? Hún á ekki nokkurn möguleika á að stöðva hann því hann hefur föðurvaldið og drottnar yfir henni. Næstu árin má hún eiga von á því að faðirinn noti hvert tækifæri til að hafa samfarir við hana. Svo réttir hann henni gjafir og jafnvel peninga. Skömmin og sektarkenndin margfaldast og koma í veg fyrir að hún segi frá. Þar með er hún orðin kynlífsþræll föður síns og losnar ekki úr því hlutverki fyrr en löngu síðar. En þá er búið að rústa lífi stúlkunnar með alvarlegum afleiðingum. Hún fær að gjalda fyrir athafnir níðingsins dýru verði. Þetta eru ljótustu svik sem hægt er að fremja. Hvernig getur nokkur maður gert slíkt gagnvart eigin barni? Litlu stúlkunni sem hann hélt í fangi sínu þegar hún var nýfædd og hafði fylgst með vaxa upp til unglingsára. Dótturinni sem hann átti að vernda og leiðbeina á vegferð lífsins. Sem hann átti að hjálpa til menntunar og þroska. Þess í stað eyðileggur hann möguleika hennar á þessum sviðum, brýtur niður andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar og eitrar líf hennar ævilangt. Fyrr eða síðar komast þessi mál upp, oftast þó löngu síðar. Stundum líða áratugir þar til fórnarlambið segir sögu sína. Þá sundrast fjölskyldan oft því sumir meðlimir hennar geta horfst í augu við ófagran sannleikann en aðrir velja að afneita glæpnum og vilja þagga hann niður. Ýmist vegna þess að þeir vilja ekki trúa þessu upp á viðkomandi eða bara vegna þess að það er þægilegast. Það þarf líka að vernda ímyndaðan orðstír fjölskyldunnar sem reyndar er glataður þegar þarna er komið sögu. Maður sem ákveður að hafa samfarir við dóttur sína, hann ákveður samtímis að eyðileggja fjölskyldu sína. Hún verður aldrei heil á eftir. En hin mannlegu meindýr eru hvarvetna. Jafnvel þar sem við eigum síst von á þeim. Við þurfum að útrýma þessum meindýrum, fyrst og fremst með því að vera vel á verði því sofandaháttur okkar allra í þessum málum hefur viðhaldið miklum sársauka þolendanna. Þessi meindýr eiga bókstaflega talað engan tilverurétt í mannlegu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Menn eru misjafnir og samskipti þeirra með ýmsu móti. Sem betur fer er meirihlutinn gott fólk eða að minnsta kosti sæmilegt sem lætur fremur gott en illt af sér leiða, hugsar vel um fjölskyldu sína og heldur frið við nágrannana. Sem sagt venjulegt fólk. Það er gott að fæðast inn í slíka fjölskyldu en mótsögnin er sú að venjulegt fólk er oft berskjaldað fyrir mannvonskunni sem sumir menn hafa til að bera. Það hefur ekki hugarflug til að ímynda sér þá siðblindu sem stundum leynist undir yfirborðinu í næsta húsi. Jafnvel í eigin húsi. Það á við um þau úrhrök sem fremja nauðganir og sifjaspell. Slíkir menn eru réttnefnd meindýr í mannlegu samfélagi. Þetta eru yfirleitt sjálfhverfir menn. Öll þeirra veröld snýst um þá sjálfa og þeirra langanir. Smeðjulegur sjarmi einkennir ósjaldan framkomu þeirra og mörgum sem kynnast þeim lauslega þykir mikið til þeirra koma. Þeir ráðskast með fjölskyldu sína enda líta þeir á hana sem sína eign. Veiti einhver þeim viðnám er honum útskúfað og oft er þeim orðrómi komið á kreik að viðkomandi eigi við geðræn vandamál að stríða. Það eru slíkir menn sem fremja kynferðisglæpi innan fjölskyldunnar. Menn sem níðast á dætrum sínum, stjúpdætrum, frænkum og skjólstæðingum af hvaða tagi sem er. Þetta eru líka bræður, frændur, afar og allir hinir. Þeim er ekkert heilagt. Hvað gerir barnung stúlka þegar faðir hennar kemur og lýsir yfir ást sinni á henni en segir jafnframt að hann verði að fá að tjá henni þessa ást með því að hafa samfarir við hana? Hún á ekki nokkurn möguleika á að stöðva hann því hann hefur föðurvaldið og drottnar yfir henni. Næstu árin má hún eiga von á því að faðirinn noti hvert tækifæri til að hafa samfarir við hana. Svo réttir hann henni gjafir og jafnvel peninga. Skömmin og sektarkenndin margfaldast og koma í veg fyrir að hún segi frá. Þar með er hún orðin kynlífsþræll föður síns og losnar ekki úr því hlutverki fyrr en löngu síðar. En þá er búið að rústa lífi stúlkunnar með alvarlegum afleiðingum. Hún fær að gjalda fyrir athafnir níðingsins dýru verði. Þetta eru ljótustu svik sem hægt er að fremja. Hvernig getur nokkur maður gert slíkt gagnvart eigin barni? Litlu stúlkunni sem hann hélt í fangi sínu þegar hún var nýfædd og hafði fylgst með vaxa upp til unglingsára. Dótturinni sem hann átti að vernda og leiðbeina á vegferð lífsins. Sem hann átti að hjálpa til menntunar og þroska. Þess í stað eyðileggur hann möguleika hennar á þessum sviðum, brýtur niður andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar og eitrar líf hennar ævilangt. Fyrr eða síðar komast þessi mál upp, oftast þó löngu síðar. Stundum líða áratugir þar til fórnarlambið segir sögu sína. Þá sundrast fjölskyldan oft því sumir meðlimir hennar geta horfst í augu við ófagran sannleikann en aðrir velja að afneita glæpnum og vilja þagga hann niður. Ýmist vegna þess að þeir vilja ekki trúa þessu upp á viðkomandi eða bara vegna þess að það er þægilegast. Það þarf líka að vernda ímyndaðan orðstír fjölskyldunnar sem reyndar er glataður þegar þarna er komið sögu. Maður sem ákveður að hafa samfarir við dóttur sína, hann ákveður samtímis að eyðileggja fjölskyldu sína. Hún verður aldrei heil á eftir. En hin mannlegu meindýr eru hvarvetna. Jafnvel þar sem við eigum síst von á þeim. Við þurfum að útrýma þessum meindýrum, fyrst og fremst með því að vera vel á verði því sofandaháttur okkar allra í þessum málum hefur viðhaldið miklum sársauka þolendanna. Þessi meindýr eiga bókstaflega talað engan tilverurétt í mannlegu samfélagi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar