Tölvuleikir breyta þér ekki í skrímsli Bjarki Þór Jónsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég rakst á forsíðufrétt á Mbl.is með fyrirsögninni „Spilaði tölvuleik í heilt ár". Ég var ekki viss um við hverju ég átti að búast, en við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða stutta frétt þar sem stiklað var á stóru í lífi norska fjöldamorðingjans á tímabilinu 1995 til 2006, en samkvæmt fréttinni spilaði hann meðal annars tölvuleikinn World of Warcraft daglega í heilt ár. Svo virðist sem tölvuleikjaspilun fjöldamorðingjans hafi stungið meira í augu fréttamannsins en stjórnmálaþátttaka hans, kynni við öfgahópa á borð við alþjóðlegu riddararegluna eða aðrir þættir. Aðrir fjölmiðlar birtu sambærilega grein með svipaðri fyrirsögn, til dæmis notaði Huffington Post í Bretlandi fyrirsögnina „Anders Breivik Played World Of Warcraft 'Full-Time' For A Year" og fjölmiðlar virðast ekki draga það í efa að Breivik hafi æft skotmiðið með aðstoð fyrstu-persónu skotleiksins Call of Duty: Modern Warfare, líkt og hann segir sjálfur. Þetta er ekki í fyrsta (og ekki síðasta) sinn sem tölvuleikir hafa verið tengdir með beinum eða óbeinum hætti við ofbeldisverk. Of margir fjölmiðlar falla í þá gryfju (viljandi eða óviljandi) að tengja tölvuleikjaspilun beint við ofbeldisfulla hegðun, líkt og ofangreind fyrirsögn fréttarinnar gerir. Hefði ekki verið réttara að benda á öfgafullar skoðanir fjöldamorðingjans í fyrirsögninni í stað þess að minnast á tölvuleikjaspilun hans? Hvað með sjónvarpsefni? Lítil sem engin umfjöllun hefur verið um hvaða sjónvarpsefni hann horfði á, hvaða íþróttum hann var hrifnastur af eða hvernig tónlist hann hlustaði á. Á heildina litið skipta þessir þættir litlu sem engu máli og hjálpa ekki til við að útskýra ofbeldisverkin. En hvers vegna tengja fjölmiðlar tölvuleikjaspilun oft við ofbeldisfulla hegðun? Má kalla það áróður, fordóma eða einfaldlega vanþekkingu fréttamanna á tölvuleikjum? Fjöldi tölvuleikjaspilara er gífurlegur, eins og fjöldi þeirra sem horfa á hryllingsmyndir eða lesa glæpasögur, en í langflestum tilfellum beina fjölmiðlar spjótum sínum eingöngu að einum miðli; tölvuleikjum. Samkvæmt tölum frá Entertainment Software Association (ESA) frá því í fyrra eru tölvuleikir spilaðir á 72% bandarískra heimila, Interactive Software Federation of Europe (ISFE) segir að þriðji hver Evrópubúi spili tölvuleiki og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru leikjatölvur til staðar á 40% íslenskra heimila. Ef ofbeldisfullir tölvuleikir myndu breyta fólki í ofbeldismenn ætti tíðni líkamsárása og morða að hækka í takt við aukna tölvuleikjaspilun, en hver sem er getur heimsótt heimasíðu Hagstofu Íslands og séð að engin tengsl er að finna þar á milli. Ofbeldisfullir tölvuleikir breyta fólki hreinlega ekki í morðingja. Nánast undantekningarlaust eru það ofbeldisfullir tölvuleikir sem eru tengdir við glæpi. En hvað með aðrar tegundir tölvuleikja? Hvað með þá sem spila smáleikinn Angry Birds? Eru þeir að safna saman dauðum fuglum í poka og henda þeim í svínin í Húsdýragarðinum og ásaka þau um eggjastuld? Eða breytast þeir sem hafa spilað bónda- og garðyrkjuleikinn FarmVille á Facebook í sérfræðinga í garðyrkjumálum og eru nú loksins færir um að sinna búskap? Og geta skákmenn ekki hætt að hugsa um hvað þá langar ógurlega að drepa kónga? Þegar ódæðisverk eru framin stökkva fjölmiðlar á tölvuleikjaspilun líkt og hundur á bein. Tölvuleikjaspilun ódæðismannsins skiptir meira máli en sálræn vandamál hans, kvikmynda- og bókmenntasmekkur, lífsviðhorf, erfið æska eða eitthvað annað – og ekki má gleyma að þetta býður upp á krassandi fyrirsögn fyrir fréttina; „Myrti konuna út af tölvuleik". Með slíkum fyrirsögnum og órökstuddum tengslum tölvuleikja við ofbeldi fá þeir sem spila ekki tölvuleiki ranghugmyndir um tölvuleiki sem hefur neikvæð áhrif á ímynd tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaiðnaðarins í heild sinni. Það er ávallt hægt að finna svarta sauði sama á hvaða hóp er litið. Heilbrigt fólk gerir greinarmun á tölvuleik og raunveruleika. Eins og þegar skákmaður finnur leiðir til að drepa kóng andstæðingsins eða þegar fótboltamaður reynir að koma boltanum í markið breytast reglurnar. Það sama á við þegar tölvuleikjaspilarinn spilar tölvuleik. Spilarar gera sér grein fyrir því hvar mörkin liggja og vita vel að þótt þeir drepi óvini á tölvuskjánum þá gilda aðrar reglur í leiknum en raunveruleikanum. Vissulega eru til ofbeldisfullir leikir sem ekki eru ætlaðir börnum en slíkir leikir eru merktir í bak og fyrir. Nú þegar 40 ár eru liðin frá því að fyrsta leikjatölvan, Magnavox Oddyssey, leit dagsins ljós getum við hreinlega litið á fullorðna tölvuleikjaspilara, sem eru lifandi dæmi þess að leikir breyta fólki ekki í ofbeldisfull skrímsli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég rakst á forsíðufrétt á Mbl.is með fyrirsögninni „Spilaði tölvuleik í heilt ár". Ég var ekki viss um við hverju ég átti að búast, en við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða stutta frétt þar sem stiklað var á stóru í lífi norska fjöldamorðingjans á tímabilinu 1995 til 2006, en samkvæmt fréttinni spilaði hann meðal annars tölvuleikinn World of Warcraft daglega í heilt ár. Svo virðist sem tölvuleikjaspilun fjöldamorðingjans hafi stungið meira í augu fréttamannsins en stjórnmálaþátttaka hans, kynni við öfgahópa á borð við alþjóðlegu riddararegluna eða aðrir þættir. Aðrir fjölmiðlar birtu sambærilega grein með svipaðri fyrirsögn, til dæmis notaði Huffington Post í Bretlandi fyrirsögnina „Anders Breivik Played World Of Warcraft 'Full-Time' For A Year" og fjölmiðlar virðast ekki draga það í efa að Breivik hafi æft skotmiðið með aðstoð fyrstu-persónu skotleiksins Call of Duty: Modern Warfare, líkt og hann segir sjálfur. Þetta er ekki í fyrsta (og ekki síðasta) sinn sem tölvuleikir hafa verið tengdir með beinum eða óbeinum hætti við ofbeldisverk. Of margir fjölmiðlar falla í þá gryfju (viljandi eða óviljandi) að tengja tölvuleikjaspilun beint við ofbeldisfulla hegðun, líkt og ofangreind fyrirsögn fréttarinnar gerir. Hefði ekki verið réttara að benda á öfgafullar skoðanir fjöldamorðingjans í fyrirsögninni í stað þess að minnast á tölvuleikjaspilun hans? Hvað með sjónvarpsefni? Lítil sem engin umfjöllun hefur verið um hvaða sjónvarpsefni hann horfði á, hvaða íþróttum hann var hrifnastur af eða hvernig tónlist hann hlustaði á. Á heildina litið skipta þessir þættir litlu sem engu máli og hjálpa ekki til við að útskýra ofbeldisverkin. En hvers vegna tengja fjölmiðlar tölvuleikjaspilun oft við ofbeldisfulla hegðun? Má kalla það áróður, fordóma eða einfaldlega vanþekkingu fréttamanna á tölvuleikjum? Fjöldi tölvuleikjaspilara er gífurlegur, eins og fjöldi þeirra sem horfa á hryllingsmyndir eða lesa glæpasögur, en í langflestum tilfellum beina fjölmiðlar spjótum sínum eingöngu að einum miðli; tölvuleikjum. Samkvæmt tölum frá Entertainment Software Association (ESA) frá því í fyrra eru tölvuleikir spilaðir á 72% bandarískra heimila, Interactive Software Federation of Europe (ISFE) segir að þriðji hver Evrópubúi spili tölvuleiki og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru leikjatölvur til staðar á 40% íslenskra heimila. Ef ofbeldisfullir tölvuleikir myndu breyta fólki í ofbeldismenn ætti tíðni líkamsárása og morða að hækka í takt við aukna tölvuleikjaspilun, en hver sem er getur heimsótt heimasíðu Hagstofu Íslands og séð að engin tengsl er að finna þar á milli. Ofbeldisfullir tölvuleikir breyta fólki hreinlega ekki í morðingja. Nánast undantekningarlaust eru það ofbeldisfullir tölvuleikir sem eru tengdir við glæpi. En hvað með aðrar tegundir tölvuleikja? Hvað með þá sem spila smáleikinn Angry Birds? Eru þeir að safna saman dauðum fuglum í poka og henda þeim í svínin í Húsdýragarðinum og ásaka þau um eggjastuld? Eða breytast þeir sem hafa spilað bónda- og garðyrkjuleikinn FarmVille á Facebook í sérfræðinga í garðyrkjumálum og eru nú loksins færir um að sinna búskap? Og geta skákmenn ekki hætt að hugsa um hvað þá langar ógurlega að drepa kónga? Þegar ódæðisverk eru framin stökkva fjölmiðlar á tölvuleikjaspilun líkt og hundur á bein. Tölvuleikjaspilun ódæðismannsins skiptir meira máli en sálræn vandamál hans, kvikmynda- og bókmenntasmekkur, lífsviðhorf, erfið æska eða eitthvað annað – og ekki má gleyma að þetta býður upp á krassandi fyrirsögn fyrir fréttina; „Myrti konuna út af tölvuleik". Með slíkum fyrirsögnum og órökstuddum tengslum tölvuleikja við ofbeldi fá þeir sem spila ekki tölvuleiki ranghugmyndir um tölvuleiki sem hefur neikvæð áhrif á ímynd tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaiðnaðarins í heild sinni. Það er ávallt hægt að finna svarta sauði sama á hvaða hóp er litið. Heilbrigt fólk gerir greinarmun á tölvuleik og raunveruleika. Eins og þegar skákmaður finnur leiðir til að drepa kóng andstæðingsins eða þegar fótboltamaður reynir að koma boltanum í markið breytast reglurnar. Það sama á við þegar tölvuleikjaspilarinn spilar tölvuleik. Spilarar gera sér grein fyrir því hvar mörkin liggja og vita vel að þótt þeir drepi óvini á tölvuskjánum þá gilda aðrar reglur í leiknum en raunveruleikanum. Vissulega eru til ofbeldisfullir leikir sem ekki eru ætlaðir börnum en slíkir leikir eru merktir í bak og fyrir. Nú þegar 40 ár eru liðin frá því að fyrsta leikjatölvan, Magnavox Oddyssey, leit dagsins ljós getum við hreinlega litið á fullorðna tölvuleikjaspilara, sem eru lifandi dæmi þess að leikir breyta fólki ekki í ofbeldisfull skrímsli.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar