Gítarleikari Manfred Mann tók Heiðar í gítarkennslu 5. maí 2012 11:00 Gítarleikari Manfred Mann's Earth Band (til vinstri) er góður vinur fótboltakappans Heiðars Helgusonar. nordicphotos/getty Mick Rogers er gítarleikari, söngvari og annar af stofnmeðlimum hinnar sögufrægu hljómsveitar Manfred Mann's Earth Band sem stígur á svið í Háskólabíói 16. maí. Hann hlakkar mikið til að koma til Íslands, enda hefur góður vinur hans, fótboltakappinn Heiðar Helguson, hvatt hann ítrekað til að heimsækja landið. „Heiðar Helguson er mjög góður vinur minn. Hann býr um tíu mínútum frá heimili mínu. Hann kom á tónleikana okkar í gærkvöldi [fimmtudagskvöld] og skemmti sér mjög vel," segir Rogers, sem býr í litlu sveitaþorpi rétt fyrir utan London. Rogers er aðdáandi úrvalsdeildarliðsins Fulham sem Heiðar spilaði með fyrir nokkrum árum og kynntust þeir út frá því. „Ég hef hitt nokkra úr fjölskyldunni hans og vini og þau eru mjög vingjarnleg. Hann hefur alltaf spurt mig af hverju ég vilji ekki spila á Íslandi, þannig að ég, Manfred og hljómsveitin hlökkum mikið til." Auk þess að vera í Manfred Mann's Earth Band hefur Rogers sinnt sólóferli sínum og unnið með köppum á borð við Frank Zappa og Jeff Beck. Aðspurður segir hann að Heiðar, sem spilar núna með QPR og ber titilinn Íþróttamaður Íslands, sé mikill aðdáandi Manfred Mann's Earth Band. Tónleikarnir á fimmtudagskvöld á staðnum Jazz Cafe í London voru þeir fyrstu sem hann sá með bandinu. Með honum í för var eiginkona hans Eik Gísladóttir.Heiðar Helguson.„Ég tók hann í smá gítarkennslu um daginn. Ég sagði við hann: „Kenn þú mér að skora mörk og ég skal kenna þér á gítarinn". Þegar ég var uppi á sviði á tónleikunum setti ég aðeins inn í prógrammið það sem ég hafði kennt honum að spila. En hann er hættur núna. Hann gafst upp og fannst þetta alltof erfitt," segir Rogers og hlær. freyr@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Mick Rogers er gítarleikari, söngvari og annar af stofnmeðlimum hinnar sögufrægu hljómsveitar Manfred Mann's Earth Band sem stígur á svið í Háskólabíói 16. maí. Hann hlakkar mikið til að koma til Íslands, enda hefur góður vinur hans, fótboltakappinn Heiðar Helguson, hvatt hann ítrekað til að heimsækja landið. „Heiðar Helguson er mjög góður vinur minn. Hann býr um tíu mínútum frá heimili mínu. Hann kom á tónleikana okkar í gærkvöldi [fimmtudagskvöld] og skemmti sér mjög vel," segir Rogers, sem býr í litlu sveitaþorpi rétt fyrir utan London. Rogers er aðdáandi úrvalsdeildarliðsins Fulham sem Heiðar spilaði með fyrir nokkrum árum og kynntust þeir út frá því. „Ég hef hitt nokkra úr fjölskyldunni hans og vini og þau eru mjög vingjarnleg. Hann hefur alltaf spurt mig af hverju ég vilji ekki spila á Íslandi, þannig að ég, Manfred og hljómsveitin hlökkum mikið til." Auk þess að vera í Manfred Mann's Earth Band hefur Rogers sinnt sólóferli sínum og unnið með köppum á borð við Frank Zappa og Jeff Beck. Aðspurður segir hann að Heiðar, sem spilar núna með QPR og ber titilinn Íþróttamaður Íslands, sé mikill aðdáandi Manfred Mann's Earth Band. Tónleikarnir á fimmtudagskvöld á staðnum Jazz Cafe í London voru þeir fyrstu sem hann sá með bandinu. Með honum í för var eiginkona hans Eik Gísladóttir.Heiðar Helguson.„Ég tók hann í smá gítarkennslu um daginn. Ég sagði við hann: „Kenn þú mér að skora mörk og ég skal kenna þér á gítarinn". Þegar ég var uppi á sviði á tónleikunum setti ég aðeins inn í prógrammið það sem ég hafði kennt honum að spila. En hann er hættur núna. Hann gafst upp og fannst þetta alltof erfitt," segir Rogers og hlær. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira