Kviknaktir á umslagi fyrstu plötunnar 28. apríl 2012 17:00 Meðlimir hljómsveitarinnar Kiriyama Family eru naktir á umslagi sinnar fyrstu plötu. Að sögn Víðis Björnssonar bíða félagarnir spenntir eftir útgáfudeginum. „Við erum allir mjög spenntir fyrir útgáfunni, næstum eins og krakkar að bíða eftir jólunum,“ segir Víðir Björnsson, gítarleikari Kiriyama Family, um fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem kemur út þann 7. maí. Platan hefur hlotið nafnið Kiriyama Family og mynd af kviknöktum meðlimum sveitarinnar prýðir plötuumslagið. „Við ræddum saman um hvernig við vildum hafa umslagið á plötunni og vorum sammála um að við vildum hafa það svolítið gamaldags. Í gamla daga var oftast mynd af hljómsveitinni sjálfri framan á plötuumslaginu og við ákváðum að fara þá leið,“ útskýrir Víðir og bætir við að þeim hafi ekki þótt tiltökumál að fækka fötum fyrir myndatökuna. „Við erum allir svo nánir og það er enginn metingur í gangi. Við erum eins og ein stór fjölskylda.“ Myndatakan sjálf tók ekki langan tíma að sögn Víðis en undirbúningurinn fyrir hana tók tvo daga enda var þakkarlistinn sem og lagatextinn málaður á bera kroppa hljómsveitarmeðlimanna. „Eins og sést kannski á myndinni vorum við ekki grimmir í ræktinni fyrir tökuna. Það tók lengstan tíma að mála alla textana á okkur og við fengum kærustur og vinkonur til að aðstoða okkur við það.“ Kiriyama Family, sem einnig er skipuð þeim Jóhanni V. Vilbergssyni, Karli M. Bjarnarsyni, Guðmundi Geir Jónssyni og Bassa Ólafssyni, spilar svokallað electro-popp. Innblásturinn sækja þeir að einhverju leyti til Svíþjóðar, þaðan sem margir efnilegir tónlistarmenn koma að sögn Víðis. Piltarnir ætla að fylgja frumrauninni eftir í vor og sumar með tónleikahaldi og er platan að auki komin í forsölu á Netinu.- sm Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
„Við erum allir mjög spenntir fyrir útgáfunni, næstum eins og krakkar að bíða eftir jólunum,“ segir Víðir Björnsson, gítarleikari Kiriyama Family, um fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem kemur út þann 7. maí. Platan hefur hlotið nafnið Kiriyama Family og mynd af kviknöktum meðlimum sveitarinnar prýðir plötuumslagið. „Við ræddum saman um hvernig við vildum hafa umslagið á plötunni og vorum sammála um að við vildum hafa það svolítið gamaldags. Í gamla daga var oftast mynd af hljómsveitinni sjálfri framan á plötuumslaginu og við ákváðum að fara þá leið,“ útskýrir Víðir og bætir við að þeim hafi ekki þótt tiltökumál að fækka fötum fyrir myndatökuna. „Við erum allir svo nánir og það er enginn metingur í gangi. Við erum eins og ein stór fjölskylda.“ Myndatakan sjálf tók ekki langan tíma að sögn Víðis en undirbúningurinn fyrir hana tók tvo daga enda var þakkarlistinn sem og lagatextinn málaður á bera kroppa hljómsveitarmeðlimanna. „Eins og sést kannski á myndinni vorum við ekki grimmir í ræktinni fyrir tökuna. Það tók lengstan tíma að mála alla textana á okkur og við fengum kærustur og vinkonur til að aðstoða okkur við það.“ Kiriyama Family, sem einnig er skipuð þeim Jóhanni V. Vilbergssyni, Karli M. Bjarnarsyni, Guðmundi Geir Jónssyni og Bassa Ólafssyni, spilar svokallað electro-popp. Innblásturinn sækja þeir að einhverju leyti til Svíþjóðar, þaðan sem margir efnilegir tónlistarmenn koma að sögn Víðis. Piltarnir ætla að fylgja frumrauninni eftir í vor og sumar með tónleikahaldi og er platan að auki komin í forsölu á Netinu.- sm
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira