Laugavegur - hvert skal stefnt? 20. apríl 2012 09:30 Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun