Laugavegur - hvert skal stefnt? 20. apríl 2012 09:30 Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum þegar málefni Laugavegar bera á góma og um þessar mundir snýst umræðan hvað mest um hvort gera skuli götuna að göngugötu eða ekki. Mörgum þykir miðbæjargata þar sem iðandi mannlíf fær þrifist góð tilhugsun, sérstaklega yfir sumarmánuðina. Að þangað sé hægt að leita án brýns erindis og dvelja lengur en nauðsyn krefst. Á einföldu máli er hér verið að tala um götu með aðdráttarafl. Án þess að draga úr vægi verslunar og þjónustu í þessu samhengi, þá hafa rannsóknir innan umhverfissálfræði, sem er sú grein innan sálfræði sem fæst við samspil fólks og umhverfis, sýnt að aðdráttarafl umhverfis byggist að miklu leyti á þeirri tilfinningu sem það vekur hjá fólki. Þannig sýna vísindalegar niðurstöður að í sínum frítíma hefur fólk sterka tilhneigingu til að velja sér umhverfi sem veitir andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Því má telja að sterk tengsl séu milli vellíðunar og aðdráttarafls. Um langt árabil hafa rannsóknarniðurstöður gefið til kynna neikvæð áhrif bílaumferðar á upplifun fólks og víða má sjá, s.s. á Laugavegi, hamlandi áhrif hennar fyrir vöxt og viðgang mannlífs. Í ljósi þessa hallast sífellt fleiri að nauðsyn þess að draga úr bílaumferð í miðbæjum, og því samfara skapa fleiri tækifæri og auknar ástæður fyrir fólk til að dvelja á viðkomandi svæði auk þess sem greitt er fyrir gangandi og hjólandi umferð. Sé stefnan sú að skapa mannlíf á Laugaveginum, má ljóst vera að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, að hluta til í það minnsta, er nauðsynlegur liður á þeirri braut. Ekki eru allir jafn sannfærðir og bent hefur verið á möguleg neikvæð áhrif lokunar á hag verslana. Vissulega er þetta sjónarmið allrar athygli vert og nauðsynlegt að þróa Laugaveg sem göngugötu með þarfir verslunar og þjónustu í huga en gögn erlendis frá sýna að ef rétt er að verki staðið megi búast við aukinni veltu verslana í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. En er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á Laugaveginn í Reykjavík? Að öllum líkindum - ef vel er á málum haldið. Upp úr 1960 voru margir efins um að göngugata gæti þrifist í miðbæ Kaupmannahafnar. Til þess væri t.d. hnattræn lega borgarinnar of norðlæg og veðurfar óhagstætt. Raunin varð önnur. „Strikið“ dafnar vel og árið 2005 hafði flatarmál svæða í miðbæ Kaupmannahafnar ætluðum gangandi vegfarendum sjöfaldast frá því sem var í upphafi. Ein meginástæða þessa eftirtektarverða árangurs er sú að mótun og hönnun umhverfisins fór fram á forsendum fólksins; þarfa þess, langana og atferlis - á forsendum vellíðunar. Sama þarf að vera upp á teningnum í málefnum Laugavegar. Framtíðarsýn hans þarf að hafa fólk í forgrunni og spyrja þarf hvernig, en ekki hvort, byggja skuli götuna upp sem göngugötu. Til að svara þeirri spurningu þurfa ólík sjónarhorn, sem sum hver hafa aldrei fyrr komið að borðinu, að fá sitt vægi. Í fyrrasumar steig Reykjavíkurborg fyrsta skrefið á þessari vegferð og hyggst nú í sumar halda áfram. Því ber að fagna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun