Fetar í fótspor stórstjarna 4. apríl 2012 14:00 Daníel Ólíver bætir nýju lagi í safnið, en áður hefur hann meðal annars gefið út lögin Dr. Love, Superficial og Takin it back Söngvarinn Daníel Óliver vinnur nú að því að koma sér á framfæri í mekka popptónlistarinnar, Svíþjóð. „Þetta er fyrsta lagið sem ég tek upp síðan ég flutti hingað til Svíþjóðar. Það er mikið í gangi og ég hef verið að fá jákvæð viðbrögð frá upptökustjórum hérna, svo ég er mjög spenntur fyrir næstu misserum," segir söngvarinn Daníel Óliver sem lauk nýlega við upptökur á nýjasta lagi sínu, DJ Blow My Speaker. Lagið var tekið upp í Telegram hljóðverinu þar sem stórstjörnurnar Cher, Christina Aquilera og Robyn hafa meðal annars tekið upp plötur sínar. Það er samið af Daníel sjálfum, í samvinnu við Örlyg Smára og Karl Batterbee, og er væntanlegt í spilun í byrjun sumars. „Svo er von á tveimur lögum í viðbót á næstunni en ég er að fara að taka upp með sænsku upptökustjórunum Rob Curti og Erik Gold," segir Daníel, en þeir kappar hafa meðal annars unnið með stjörnum á borð við Rihönnu og Miley Cyrus. Daníel Óliver olli töluverðu fjaðrafoki á dögunum með viðtali sem birtist við hann í DV þar sem hann var sagður segjast verða fyrir fordómum vegna fegurðar sinnar. Aðspurður um greinina getur Daníel ekki annað en hlegið. „Já, ég frétti að Auddi og Sveppi hefðu gert heilan þátt um þetta. Sem talsmaður fallega fólksins frá Íslandi hlæ ég bara að vitleysunni sem þessi grein olli," segir hann sposkur. Lífið leikur við Daníel í Svíþjóð. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna í Stokkhólmi. Ég er með langtíma leigusamning á íbúð í miðbænum og fasta vinnu svo ég stefni á að vera hér áfram, en svo er nú aldrei að vita hvað gerist næst," segir Daníel Óliver kátur í bragði.- trs Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heita potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Söngvarinn Daníel Óliver vinnur nú að því að koma sér á framfæri í mekka popptónlistarinnar, Svíþjóð. „Þetta er fyrsta lagið sem ég tek upp síðan ég flutti hingað til Svíþjóðar. Það er mikið í gangi og ég hef verið að fá jákvæð viðbrögð frá upptökustjórum hérna, svo ég er mjög spenntur fyrir næstu misserum," segir söngvarinn Daníel Óliver sem lauk nýlega við upptökur á nýjasta lagi sínu, DJ Blow My Speaker. Lagið var tekið upp í Telegram hljóðverinu þar sem stórstjörnurnar Cher, Christina Aquilera og Robyn hafa meðal annars tekið upp plötur sínar. Það er samið af Daníel sjálfum, í samvinnu við Örlyg Smára og Karl Batterbee, og er væntanlegt í spilun í byrjun sumars. „Svo er von á tveimur lögum í viðbót á næstunni en ég er að fara að taka upp með sænsku upptökustjórunum Rob Curti og Erik Gold," segir Daníel, en þeir kappar hafa meðal annars unnið með stjörnum á borð við Rihönnu og Miley Cyrus. Daníel Óliver olli töluverðu fjaðrafoki á dögunum með viðtali sem birtist við hann í DV þar sem hann var sagður segjast verða fyrir fordómum vegna fegurðar sinnar. Aðspurður um greinina getur Daníel ekki annað en hlegið. „Já, ég frétti að Auddi og Sveppi hefðu gert heilan þátt um þetta. Sem talsmaður fallega fólksins frá Íslandi hlæ ég bara að vitleysunni sem þessi grein olli," segir hann sposkur. Lífið leikur við Daníel í Svíþjóð. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna í Stokkhólmi. Ég er með langtíma leigusamning á íbúð í miðbænum og fasta vinnu svo ég stefni á að vera hér áfram, en svo er nú aldrei að vita hvað gerist næst," segir Daníel Óliver kátur í bragði.- trs
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heita potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira