Lánað úr litlum forða Gylfi Magnússon skrifar 30. mars 2012 06:00 Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun