Algjört kvikmyndaklúður 28. mars 2012 09:00 Allt stefnir í að John Carter tapi um tvö hundruð milljónum dollara, eða ríflega 25 milljörðum króna. Ævintýramyndin John Carter er á góðri leið með að verða mesta kvikmyndaklúður allra tíma. Hún kostaði rúma þrjátíu milljarða króna í framleiðslu. Allt stefnir í að ævintýramyndin John Carter verði mesta kvikmyndaklúður allra tíma. Framleiðandinn Disney býst við því að tapa um 200 milljónum dollara á myndinni, eða ríflega 25 milljörðum króna. Myndin kostaði 250 milljónir dollara í framleiðslu, rúma 30 milljarða króna, enda uppfull af rándýrum tæknibrellum. Myndin, sem gerist á plánetunni Mars og er byggð á sögu Edgar Rice Burroughs, hefur fengið slæma dóma hjá gagnrýnendum. Engu skiptir þótt leikstjórinn sé Andrew Stanton, maðurinn á bak við teiknimyndirnar vinsælu Finding Nemo og Wall-E. Vissulega er þetta fyrsta leikna myndin sem hann leikstýrir en samt kemur á óvart að svo kunnur leikstjóri nái ekki betri árangri. Engin örugg formúla er fyrir árangri á hvíta tjaldinu en einhverjir tala þó um að bölvun fylgi myndum sem gerast á Mars eða tengjast plánetunni á einhvern hátt. Til dæmis kostaði Disney-myndin, Mars Needs Moms sem kom út í fyrra, 150 milljónir dollara en græddi aðeins 39 millljónir í miðasölunni. Hún er fimmta mesta kvikmyndaklúður sögunnar. Red Planet, sem gerist á Mars með Carrie-Anne Moss og Val Kilmer í aðalhlutverkum, tapaði sömuleiðis fúlgum fjár eða 82 milljónum dollara. Tvær Disney-myndir til viðbótar sem tengjast Mars, Mission to Mars og My Favourite Martian, töpuðu einnig háum fjárhæðum. Svo virðist sem yfirmenn hjá Disney hafi gert sér grein fyrir þessari mögulegu bölvun þegar þeir framleiddu John Carter, því samkvæmt vefsíðu BBC fjarlægðu þeir „Of Mars“ úr upphaflegum titli myndarinnar. Það kom ekki að sök. Önnur mynd sem gerist úti í geimnum er „gamanmyndin“ The Adventures of Pluto Nash með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Hún kostaði 120 milljónir dollara, eða um fimmtán milljarða króna, en þénaði aðeins sjö. Nefna má nokkrar myndir til viðbótar sem hafa tapað svakalegum fjárhæðum eins og The Postman og Waterworld með Kevin Costner, Battlefield Earth með John Travolta og Sahara með Matthew McConaughey og Penelope Cruz í aðalhlutverkum. Engin hefur samt enn náð að velta sjóræningjamyndinni Cutthroat Island frá árinu 1995 úr sessi sem mesta klúður allra tíma. Hún tapaði 147 milljónum dollara og komst þar með í Heimsmetabók Guinness. Miðað við yfirlýsingu Disney um John Carter virðist ekki langt í að hún taki við þessum vafasama heiðri af Cutthroat Island. Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Sjá meira
Ævintýramyndin John Carter er á góðri leið með að verða mesta kvikmyndaklúður allra tíma. Hún kostaði rúma þrjátíu milljarða króna í framleiðslu. Allt stefnir í að ævintýramyndin John Carter verði mesta kvikmyndaklúður allra tíma. Framleiðandinn Disney býst við því að tapa um 200 milljónum dollara á myndinni, eða ríflega 25 milljörðum króna. Myndin kostaði 250 milljónir dollara í framleiðslu, rúma 30 milljarða króna, enda uppfull af rándýrum tæknibrellum. Myndin, sem gerist á plánetunni Mars og er byggð á sögu Edgar Rice Burroughs, hefur fengið slæma dóma hjá gagnrýnendum. Engu skiptir þótt leikstjórinn sé Andrew Stanton, maðurinn á bak við teiknimyndirnar vinsælu Finding Nemo og Wall-E. Vissulega er þetta fyrsta leikna myndin sem hann leikstýrir en samt kemur á óvart að svo kunnur leikstjóri nái ekki betri árangri. Engin örugg formúla er fyrir árangri á hvíta tjaldinu en einhverjir tala þó um að bölvun fylgi myndum sem gerast á Mars eða tengjast plánetunni á einhvern hátt. Til dæmis kostaði Disney-myndin, Mars Needs Moms sem kom út í fyrra, 150 milljónir dollara en græddi aðeins 39 millljónir í miðasölunni. Hún er fimmta mesta kvikmyndaklúður sögunnar. Red Planet, sem gerist á Mars með Carrie-Anne Moss og Val Kilmer í aðalhlutverkum, tapaði sömuleiðis fúlgum fjár eða 82 milljónum dollara. Tvær Disney-myndir til viðbótar sem tengjast Mars, Mission to Mars og My Favourite Martian, töpuðu einnig háum fjárhæðum. Svo virðist sem yfirmenn hjá Disney hafi gert sér grein fyrir þessari mögulegu bölvun þegar þeir framleiddu John Carter, því samkvæmt vefsíðu BBC fjarlægðu þeir „Of Mars“ úr upphaflegum titli myndarinnar. Það kom ekki að sök. Önnur mynd sem gerist úti í geimnum er „gamanmyndin“ The Adventures of Pluto Nash með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Hún kostaði 120 milljónir dollara, eða um fimmtán milljarða króna, en þénaði aðeins sjö. Nefna má nokkrar myndir til viðbótar sem hafa tapað svakalegum fjárhæðum eins og The Postman og Waterworld með Kevin Costner, Battlefield Earth með John Travolta og Sahara með Matthew McConaughey og Penelope Cruz í aðalhlutverkum. Engin hefur samt enn náð að velta sjóræningjamyndinni Cutthroat Island frá árinu 1995 úr sessi sem mesta klúður allra tíma. Hún tapaði 147 milljónum dollara og komst þar með í Heimsmetabók Guinness. Miðað við yfirlýsingu Disney um John Carter virðist ekki langt í að hún taki við þessum vafasama heiðri af Cutthroat Island.
Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun