Hótelherbergi með ókunnugum? 28. mars 2012 09:00 Ef þú værir á leið til útlanda og hygðist dvelja á hóteli meðan á ferðinni stæði, myndir þú kjósa að deila herbergi með ókunnugum? Líklega svara flestir spurningunni neitandi. Staðreyndin er hins vegar sú að margt fólk sem leggst inn á sjúkrahús stendur frammi fyrir einmitt þessu – að deila herbergi með einstaklingum sem það þekkir engin deili á. Þetta gerir fólk á sama tíma og það tekst á við meðferð vegna veikinda eða slysa. Smitsjúkdómadeild Landspítala í Fossvogi er engin undantekning frá þessu. Þetta er eina sérútbúna smitsjúkdómadeild landsins en á henni eru rúm fyrir 22 sjúklinga. Á smitsjúkdómadeild liggja einstaklingar á öllum aldri með mismunandi sjúkdóma s.s liðsýkingar, hjartaþelsbólgur, heilahimnubólgur, lungnabólgur, þvagfærasýkingar, berkla og ýmsar sýkingar af völdum ónæmra baktería. Meðallegutími þessara sjúklinga er 6-7 dagar en stundum þarf fólk að liggja vikum saman á deildinni. Einungis fimm einangrunarrými eru á smitsjúkdómadeild, sem er allsendis óviðunandi. Á þessum herbergjum liggja þeir sjúklingar sem veikastir eru eða með sýkingar sem eru smitandi. Aðrir sjúklingar dveljast á fjölbýlum. Enginn þarf að efast um hve óþægilegt það getur verið fyrir fólk að deila herbergi með manneskju sem það þekkir ekki. Vegna skorts á einangrunarrýmum þarf oft að flytja einstaklinga á milli herbergja og í mörgum tilfellum þarf að flytja fólk á gang við mjög svo óásættanlegar aðstæður þar sem önnur herbergi á deildinni eru upptekin. Mikil þrengsli eru á stofunum og ef flytja þarf til sjúkling sem innar liggur á stofu þarf fyrst að flytja þann sem framar liggur út af stofunni. Þetta er til óþæginda fyrir alla. Salernisaðstaða sjúklinga er líka langt í frá fullnægjandi. Á flestum fjölbýlunum eru salernin lítil og ekki hægt að komast inn með hjólastóla eða önnur hjálpartæki sem margir sjúklingar þurfa að nota. Þó aðstaða á smitsjúkdómadeild sé einna best hvað salernis- og sturtuaðstöðu viðkemur á spítalanum öllum þá bera tíðir faraldrar spítalasýkinga þess vitni að ástandið sé ófullnægjandi. Ljóst má vera að sú staða sem lýst er að ofan sæmir ekki á nútíma sjúkrahúsi. Brotið er gegn friðhelgi einkalífs sjúklinga og þeir fá ekki þá þjónustu sem þeir ættu að fá. Á deild eins og smitsjúkdómadeild ættu allir sjúklingar að hafa einbýli með góðri salernis- og sturtuaðstöðu, en sú er staðan því miður ekki nú. Starfsfólk smitsjúkdómadeildar vinnur ótrúlegt starf við að láta hlutina ganga vel þótt aðstaða sé ekki eins og óskandi væri. Þess má þó jafnframt geta að vinnuaðstaða starfsmanna er mjög lítil og þröng og ekki í takt við þarfir nútímans. Í dag er öll skráning sjúklinga orðin rafræn en aðstöðueysi og skortur á tölvubúnaði verður til þess að ýmissi nauðsynlegri vinnu starfsfólks seinkar, t.d. útskrift sjúklinga. Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um fyrirhugaða stækkun Landspítala við Hringbraut. Sitt hefur hverjum sýnst og einhverjir virðast telja að nægur tími sé framundan til að ræða áfram um atriði eins og hvar eigi að byggja spítalann. Að okkar mati er það ekki svo enda langt um liðið frá því ákveðið var að Landspítali framtíðarinnar rísi við Hringbraut. Það er afar mikilvægt og löngu tímabært að sjúklingar og starfsfólk Landspítala fái aðstöðu sem hæfir nútímanum. Það tekst ekki nema með byggingu nýs spítala. Við þurfum strax að hefjast handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef þú værir á leið til útlanda og hygðist dvelja á hóteli meðan á ferðinni stæði, myndir þú kjósa að deila herbergi með ókunnugum? Líklega svara flestir spurningunni neitandi. Staðreyndin er hins vegar sú að margt fólk sem leggst inn á sjúkrahús stendur frammi fyrir einmitt þessu – að deila herbergi með einstaklingum sem það þekkir engin deili á. Þetta gerir fólk á sama tíma og það tekst á við meðferð vegna veikinda eða slysa. Smitsjúkdómadeild Landspítala í Fossvogi er engin undantekning frá þessu. Þetta er eina sérútbúna smitsjúkdómadeild landsins en á henni eru rúm fyrir 22 sjúklinga. Á smitsjúkdómadeild liggja einstaklingar á öllum aldri með mismunandi sjúkdóma s.s liðsýkingar, hjartaþelsbólgur, heilahimnubólgur, lungnabólgur, þvagfærasýkingar, berkla og ýmsar sýkingar af völdum ónæmra baktería. Meðallegutími þessara sjúklinga er 6-7 dagar en stundum þarf fólk að liggja vikum saman á deildinni. Einungis fimm einangrunarrými eru á smitsjúkdómadeild, sem er allsendis óviðunandi. Á þessum herbergjum liggja þeir sjúklingar sem veikastir eru eða með sýkingar sem eru smitandi. Aðrir sjúklingar dveljast á fjölbýlum. Enginn þarf að efast um hve óþægilegt það getur verið fyrir fólk að deila herbergi með manneskju sem það þekkir ekki. Vegna skorts á einangrunarrýmum þarf oft að flytja einstaklinga á milli herbergja og í mörgum tilfellum þarf að flytja fólk á gang við mjög svo óásættanlegar aðstæður þar sem önnur herbergi á deildinni eru upptekin. Mikil þrengsli eru á stofunum og ef flytja þarf til sjúkling sem innar liggur á stofu þarf fyrst að flytja þann sem framar liggur út af stofunni. Þetta er til óþæginda fyrir alla. Salernisaðstaða sjúklinga er líka langt í frá fullnægjandi. Á flestum fjölbýlunum eru salernin lítil og ekki hægt að komast inn með hjólastóla eða önnur hjálpartæki sem margir sjúklingar þurfa að nota. Þó aðstaða á smitsjúkdómadeild sé einna best hvað salernis- og sturtuaðstöðu viðkemur á spítalanum öllum þá bera tíðir faraldrar spítalasýkinga þess vitni að ástandið sé ófullnægjandi. Ljóst má vera að sú staða sem lýst er að ofan sæmir ekki á nútíma sjúkrahúsi. Brotið er gegn friðhelgi einkalífs sjúklinga og þeir fá ekki þá þjónustu sem þeir ættu að fá. Á deild eins og smitsjúkdómadeild ættu allir sjúklingar að hafa einbýli með góðri salernis- og sturtuaðstöðu, en sú er staðan því miður ekki nú. Starfsfólk smitsjúkdómadeildar vinnur ótrúlegt starf við að láta hlutina ganga vel þótt aðstaða sé ekki eins og óskandi væri. Þess má þó jafnframt geta að vinnuaðstaða starfsmanna er mjög lítil og þröng og ekki í takt við þarfir nútímans. Í dag er öll skráning sjúklinga orðin rafræn en aðstöðueysi og skortur á tölvubúnaði verður til þess að ýmissi nauðsynlegri vinnu starfsfólks seinkar, t.d. útskrift sjúklinga. Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um fyrirhugaða stækkun Landspítala við Hringbraut. Sitt hefur hverjum sýnst og einhverjir virðast telja að nægur tími sé framundan til að ræða áfram um atriði eins og hvar eigi að byggja spítalann. Að okkar mati er það ekki svo enda langt um liðið frá því ákveðið var að Landspítali framtíðarinnar rísi við Hringbraut. Það er afar mikilvægt og löngu tímabært að sjúklingar og starfsfólk Landspítala fái aðstöðu sem hæfir nútímanum. Það tekst ekki nema með byggingu nýs spítala. Við þurfum strax að hefjast handa.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun