Hótelherbergi með ókunnugum? 28. mars 2012 09:00 Ef þú værir á leið til útlanda og hygðist dvelja á hóteli meðan á ferðinni stæði, myndir þú kjósa að deila herbergi með ókunnugum? Líklega svara flestir spurningunni neitandi. Staðreyndin er hins vegar sú að margt fólk sem leggst inn á sjúkrahús stendur frammi fyrir einmitt þessu – að deila herbergi með einstaklingum sem það þekkir engin deili á. Þetta gerir fólk á sama tíma og það tekst á við meðferð vegna veikinda eða slysa. Smitsjúkdómadeild Landspítala í Fossvogi er engin undantekning frá þessu. Þetta er eina sérútbúna smitsjúkdómadeild landsins en á henni eru rúm fyrir 22 sjúklinga. Á smitsjúkdómadeild liggja einstaklingar á öllum aldri með mismunandi sjúkdóma s.s liðsýkingar, hjartaþelsbólgur, heilahimnubólgur, lungnabólgur, þvagfærasýkingar, berkla og ýmsar sýkingar af völdum ónæmra baktería. Meðallegutími þessara sjúklinga er 6-7 dagar en stundum þarf fólk að liggja vikum saman á deildinni. Einungis fimm einangrunarrými eru á smitsjúkdómadeild, sem er allsendis óviðunandi. Á þessum herbergjum liggja þeir sjúklingar sem veikastir eru eða með sýkingar sem eru smitandi. Aðrir sjúklingar dveljast á fjölbýlum. Enginn þarf að efast um hve óþægilegt það getur verið fyrir fólk að deila herbergi með manneskju sem það þekkir ekki. Vegna skorts á einangrunarrýmum þarf oft að flytja einstaklinga á milli herbergja og í mörgum tilfellum þarf að flytja fólk á gang við mjög svo óásættanlegar aðstæður þar sem önnur herbergi á deildinni eru upptekin. Mikil þrengsli eru á stofunum og ef flytja þarf til sjúkling sem innar liggur á stofu þarf fyrst að flytja þann sem framar liggur út af stofunni. Þetta er til óþæginda fyrir alla. Salernisaðstaða sjúklinga er líka langt í frá fullnægjandi. Á flestum fjölbýlunum eru salernin lítil og ekki hægt að komast inn með hjólastóla eða önnur hjálpartæki sem margir sjúklingar þurfa að nota. Þó aðstaða á smitsjúkdómadeild sé einna best hvað salernis- og sturtuaðstöðu viðkemur á spítalanum öllum þá bera tíðir faraldrar spítalasýkinga þess vitni að ástandið sé ófullnægjandi. Ljóst má vera að sú staða sem lýst er að ofan sæmir ekki á nútíma sjúkrahúsi. Brotið er gegn friðhelgi einkalífs sjúklinga og þeir fá ekki þá þjónustu sem þeir ættu að fá. Á deild eins og smitsjúkdómadeild ættu allir sjúklingar að hafa einbýli með góðri salernis- og sturtuaðstöðu, en sú er staðan því miður ekki nú. Starfsfólk smitsjúkdómadeildar vinnur ótrúlegt starf við að láta hlutina ganga vel þótt aðstaða sé ekki eins og óskandi væri. Þess má þó jafnframt geta að vinnuaðstaða starfsmanna er mjög lítil og þröng og ekki í takt við þarfir nútímans. Í dag er öll skráning sjúklinga orðin rafræn en aðstöðueysi og skortur á tölvubúnaði verður til þess að ýmissi nauðsynlegri vinnu starfsfólks seinkar, t.d. útskrift sjúklinga. Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um fyrirhugaða stækkun Landspítala við Hringbraut. Sitt hefur hverjum sýnst og einhverjir virðast telja að nægur tími sé framundan til að ræða áfram um atriði eins og hvar eigi að byggja spítalann. Að okkar mati er það ekki svo enda langt um liðið frá því ákveðið var að Landspítali framtíðarinnar rísi við Hringbraut. Það er afar mikilvægt og löngu tímabært að sjúklingar og starfsfólk Landspítala fái aðstöðu sem hæfir nútímanum. Það tekst ekki nema með byggingu nýs spítala. Við þurfum strax að hefjast handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef þú værir á leið til útlanda og hygðist dvelja á hóteli meðan á ferðinni stæði, myndir þú kjósa að deila herbergi með ókunnugum? Líklega svara flestir spurningunni neitandi. Staðreyndin er hins vegar sú að margt fólk sem leggst inn á sjúkrahús stendur frammi fyrir einmitt þessu – að deila herbergi með einstaklingum sem það þekkir engin deili á. Þetta gerir fólk á sama tíma og það tekst á við meðferð vegna veikinda eða slysa. Smitsjúkdómadeild Landspítala í Fossvogi er engin undantekning frá þessu. Þetta er eina sérútbúna smitsjúkdómadeild landsins en á henni eru rúm fyrir 22 sjúklinga. Á smitsjúkdómadeild liggja einstaklingar á öllum aldri með mismunandi sjúkdóma s.s liðsýkingar, hjartaþelsbólgur, heilahimnubólgur, lungnabólgur, þvagfærasýkingar, berkla og ýmsar sýkingar af völdum ónæmra baktería. Meðallegutími þessara sjúklinga er 6-7 dagar en stundum þarf fólk að liggja vikum saman á deildinni. Einungis fimm einangrunarrými eru á smitsjúkdómadeild, sem er allsendis óviðunandi. Á þessum herbergjum liggja þeir sjúklingar sem veikastir eru eða með sýkingar sem eru smitandi. Aðrir sjúklingar dveljast á fjölbýlum. Enginn þarf að efast um hve óþægilegt það getur verið fyrir fólk að deila herbergi með manneskju sem það þekkir ekki. Vegna skorts á einangrunarrýmum þarf oft að flytja einstaklinga á milli herbergja og í mörgum tilfellum þarf að flytja fólk á gang við mjög svo óásættanlegar aðstæður þar sem önnur herbergi á deildinni eru upptekin. Mikil þrengsli eru á stofunum og ef flytja þarf til sjúkling sem innar liggur á stofu þarf fyrst að flytja þann sem framar liggur út af stofunni. Þetta er til óþæginda fyrir alla. Salernisaðstaða sjúklinga er líka langt í frá fullnægjandi. Á flestum fjölbýlunum eru salernin lítil og ekki hægt að komast inn með hjólastóla eða önnur hjálpartæki sem margir sjúklingar þurfa að nota. Þó aðstaða á smitsjúkdómadeild sé einna best hvað salernis- og sturtuaðstöðu viðkemur á spítalanum öllum þá bera tíðir faraldrar spítalasýkinga þess vitni að ástandið sé ófullnægjandi. Ljóst má vera að sú staða sem lýst er að ofan sæmir ekki á nútíma sjúkrahúsi. Brotið er gegn friðhelgi einkalífs sjúklinga og þeir fá ekki þá þjónustu sem þeir ættu að fá. Á deild eins og smitsjúkdómadeild ættu allir sjúklingar að hafa einbýli með góðri salernis- og sturtuaðstöðu, en sú er staðan því miður ekki nú. Starfsfólk smitsjúkdómadeildar vinnur ótrúlegt starf við að láta hlutina ganga vel þótt aðstaða sé ekki eins og óskandi væri. Þess má þó jafnframt geta að vinnuaðstaða starfsmanna er mjög lítil og þröng og ekki í takt við þarfir nútímans. Í dag er öll skráning sjúklinga orðin rafræn en aðstöðueysi og skortur á tölvubúnaði verður til þess að ýmissi nauðsynlegri vinnu starfsfólks seinkar, t.d. útskrift sjúklinga. Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um fyrirhugaða stækkun Landspítala við Hringbraut. Sitt hefur hverjum sýnst og einhverjir virðast telja að nægur tími sé framundan til að ræða áfram um atriði eins og hvar eigi að byggja spítalann. Að okkar mati er það ekki svo enda langt um liðið frá því ákveðið var að Landspítali framtíðarinnar rísi við Hringbraut. Það er afar mikilvægt og löngu tímabært að sjúklingar og starfsfólk Landspítala fái aðstöðu sem hæfir nútímanum. Það tekst ekki nema með byggingu nýs spítala. Við þurfum strax að hefjast handa.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun