Lífið

Úrslitakvöldið verður fjölbreytt

Hljómsveitin Samaris, skipuð þeim Áslaugu Rún Magnúsdóttur, Jófríði Ákadóttur og Þórði Kára Steinþórssyni, sigraði Músíktilraunir í fyrra
Hljómsveitin Samaris, skipuð þeim Áslaugu Rún Magnúsdóttur, Jófríði Ákadóttur og Þórði Kára Steinþórssyni, sigraði Músíktilraunir í fyrra
„Ég held að úrslitakvöldið á laugardaginn verði mjög skemmtilegt þar sem þetta eru rosalega fjölbreyttar hljómsveitir sem eru að keppa, það eru engar tvær hljómsveitir í sama stílnum," segir Einar Indra, umsjónarmaður Músíktilrauna 2012.

Fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið var haldið síðastliðinn mánudag, og voru það hljómsveitirnar The Lovely Lion og White Signal sem komust þar áfram í úrslitin. „Undanúrslitakvöldin gengu alveg eins og í sögu, en það voru 48 bönd sem kepptu í ár," segir Einar. Hljómsveitirnar Þoka, Glundroði, Hindurvættir, Funk that Shit!, Retrobot og Aeterna voru komnar áfram í úrslit fyrir mánudagskvöldið. Dómnefndin fær svo svigrúm til að velja tvö bönd til viðbótar, sem verða tilkynnt á næstu dögum. Það verða því tíu bönd í það heila sem keppa til úrslita á laugardaginn.

Fjöldi verðlauna verður í boði á úrslitakvöldinu í Austurbæ, en veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið auk þess sem salurinn velur Hljómsveit fólksins. Þar fyrir utan verða veitt verðlaun í ýmsum flokkum, þar á meðal fyrir rafheilann, sem eru ný verðlaun ætluð raftónlistargrúskurum.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.