Vinkonur opna verslun í anda Urban Outfitters 26. mars 2012 14:00 Kristín Ásta Matthíasdóttir og Oddný Jóna Bárðardóttir tóku þrjá daga í að pússa upp parketið á nýju búðinni sinni, Dótturfélagið, sem opnar á Laugaveginum í byrjun apríl. Fréttablaðið/stefán „Þetta hefur verið draumur hjá okkur lengi," segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Oddnýju Jónu Bárðardóttur, undirbýr opnun tískuvöruverslunarinnar Dótturfélagið. Áætluð opnun búðarinnar er í byrjun apríl en Kristín og Oddný stukku á heppilegt húsnæði á Laugaveginum þegar það losnaði í byrjun árs og hafa sjálfar staðið í ströngu við að fullkomna útlit búðarinnar. „Ég held að við getum kallað okkur iðnaðarkonur eftir þetta. Við höfum reynt að gera allt sjálfar," segir Oddný og bætir við: „við vorum tvær á 80 kílóa vél í þrjá daga að pússa allt upp. Það var lífsreynsla." Stúlkurnar stefna á að opna í byrjun apríl. Dótturfélagið verður verslun í anda búðarinnar Urban Outfitters með nýjustu götutískuna í bland við fallega húsbúnaðarvöru en þær verða með sérvalda hönnun frá Epal til sölu. „Við erum á leiðinni til London á næstu dögum til að velja fyrstu flíkurnar inn í búðina. Við ætlum að fara reglulega út og kaupa inn vörur frá London, París og Mílanó þar sem margar skemmtilegar heildsölur er að finna með nýjustu tísku," segir Kristín en þær eru sannfærðar um að búðin smellpassi inn í búðaflóru miðbæjarins. „Þetta er hvorki hönnunar- né vintage-búð heldur verslun sem býður upp á nýjustu tísku í fallegu umhverfi. Við erum samt mjög hrifnar af íslenskri hönnun og myndum gjarna vilja selja fatalínu eftir íslenskan hönnuð í framtíðinni." Nafn búðarinnar, Dótturfélagið, er sameiginleg hugmynd þeirra beggja. „Flestar konur á Íslandi eru einhvers-dóttir og föðurnöfnin tengja íslenskar konur saman í dótturfélag," segir Oddný en í búðinni verður sérstakur veggur sem þær kalla mæðgnavegginn og verður þakinn myndum af smart klæddum íslenskum mæðgum. „Við erum komnar í draumastarfið. Fáum að vinna saman innan um falleg föt í okkar eigin búð." Hægt er að fylgjast með búðinni á Facebook undir nafninu Dótturfélagið. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Þetta hefur verið draumur hjá okkur lengi," segir Kristín Ásta Matthíasdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Oddnýju Jónu Bárðardóttur, undirbýr opnun tískuvöruverslunarinnar Dótturfélagið. Áætluð opnun búðarinnar er í byrjun apríl en Kristín og Oddný stukku á heppilegt húsnæði á Laugaveginum þegar það losnaði í byrjun árs og hafa sjálfar staðið í ströngu við að fullkomna útlit búðarinnar. „Ég held að við getum kallað okkur iðnaðarkonur eftir þetta. Við höfum reynt að gera allt sjálfar," segir Oddný og bætir við: „við vorum tvær á 80 kílóa vél í þrjá daga að pússa allt upp. Það var lífsreynsla." Stúlkurnar stefna á að opna í byrjun apríl. Dótturfélagið verður verslun í anda búðarinnar Urban Outfitters með nýjustu götutískuna í bland við fallega húsbúnaðarvöru en þær verða með sérvalda hönnun frá Epal til sölu. „Við erum á leiðinni til London á næstu dögum til að velja fyrstu flíkurnar inn í búðina. Við ætlum að fara reglulega út og kaupa inn vörur frá London, París og Mílanó þar sem margar skemmtilegar heildsölur er að finna með nýjustu tísku," segir Kristín en þær eru sannfærðar um að búðin smellpassi inn í búðaflóru miðbæjarins. „Þetta er hvorki hönnunar- né vintage-búð heldur verslun sem býður upp á nýjustu tísku í fallegu umhverfi. Við erum samt mjög hrifnar af íslenskri hönnun og myndum gjarna vilja selja fatalínu eftir íslenskan hönnuð í framtíðinni." Nafn búðarinnar, Dótturfélagið, er sameiginleg hugmynd þeirra beggja. „Flestar konur á Íslandi eru einhvers-dóttir og föðurnöfnin tengja íslenskar konur saman í dótturfélag," segir Oddný en í búðinni verður sérstakur veggur sem þær kalla mæðgnavegginn og verður þakinn myndum af smart klæddum íslenskum mæðgum. „Við erum komnar í draumastarfið. Fáum að vinna saman innan um falleg föt í okkar eigin búð." Hægt er að fylgjast með búðinni á Facebook undir nafninu Dótturfélagið. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira