Lífið

Kynlífsórar kvenna aukast

Þegar egglos á sér stað eru konur líklegri til að láta sig dagdreyma um kynlífsóra sína.
Þegar egglos á sér stað eru konur líklegri til að láta sig dagdreyma um kynlífsóra sína.
Samkvæmt nýjum rannsóknum aukast kynlífsórar kvenna í kringum þann tíma tíðahringsins þegar egglos á sér stað.

Margar rannsóknir hafa áður bent á að kynlífslöngun og kynlífshegðun kvenna tengist því hvar þær séu staddar í tíðahringnum, og hafa eldri rannsóknir meðal annars bent á að á þeim tíma sem egglos á sér stað er líklegra að konur þrái karlmannlegri og harðari karlmenn. Samkvæmt þessari nýju rannsókn, sem var leidd af Samönthu Dawson við Háskólann í Alberta í Canada, eru konur líka líklegri til að vilja kynlíf með fleiri en einum karlmanni á þessu tímabili tíðahringsins auk þess sem þær virðast gefa sér meiri tíma í að láta sig dagdreyma um sína villtustu kynlífsóra.

Samkvæmt rannsókninni, sem framkvæmd var þannig að fylgst var með 27 einhleypum, gagnkynhneigðum konum í heilan mánuð, eiga konur að meðaltali 0,77 kynlífsóra á dag, sem er töluvert hærra hlutfall en fyrri rannsóknir höfðu sýnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.